Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
2.8.2011 | 19:35
Nýr ás
Á von á nýjum ás í hús
Tour Burner
9.5
Matrix HD6 stiff
Ætti vonandi að spinna minna en R9
Gaman að fá nýtt dót!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2011 | 00:10
sumir eru ekki meðetta
Ætli einn ofnotaðasti frasi íslenskrar tónlistarsögunnar sé ekki
,,eru ekki allir í stuði!"
Horfðum á N4 í gærkvöldi. Þar var útsending frá ,,Ein með öllum" frá Akureyri.
Rúnar tónlistarmaður kom m.a. fram og tók nokkur lög.
Hver er tilgangurinn með því?
Tók nokkur tökulög.....eins og t.d. Mrs Robinson og fleiri.
Af hverju ekki bara að leyfa upprunalegum flytjendum að sjá um þau lög og taka eitthvað frumsamið?
Ef ég vildi hlusta á Mrs Robinson þá myndi ég bara hlusta á Simon & Garfunkel!
Rúnar tónlistarmaður.......Hvar er skemmtanagildið í því?
Betri var þó Ingó Veðurguð. Hann söng þó frumsamin og skemmtileg lög. Hafði eitthvað til málanna að leggja.
....og hann sagði ekki ,,eru ekki allir í stuði!" sjöhundrumogfimmtíu sinnum.
Bloggar | Breytt 31.7.2011 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2011 | 00:10
þetta er soldið ég
Bloggar | Breytt 1.8.2011 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2011 | 11:25
Brekkusöngur hvað?
Brekkusöngur. Árni Johnsen. Gleði. Fjör. Hápunktur versló.
Ég hef aldrei upplifað þetta.
Við Beta villtumst inn á rás 2 í gærkvöldi og viti menn! Það var verið að útvarpa frá eyjum!
Við sperrtum eyrun og létum þetta rúlla.
Fyrst heyrðum við í Bubba. Klassík. Reyndar söng hann eitthvað svo ílla greyið. Ókarakterískt. Skipti engu máli.
Svo allt í einu er Árni Johnsen kynntur til sögunar og brekkusöngur á næsta leyti.
Ég iðaði í skinninu!
Það er svo skrýtið að ég hafði ekkert pælt í því hvað brekkusöngur væri. Setti bara samansemmerki við hann og gleði og fjör.
Svo kom rammfalskur Árni og söng........
Fyrst sat ég stjarfur og meðtók.............
Blikkaði augunum nokkrum sinnum.............
Leit á Betu..........
Svo veltumst við um í sófanum í hláturskasti
,,er þetta það sem allir tala um að sé hápunktur verslunarmannahelgarinnar?!"
,,shiiiiiiiii"
Þetta hlýtur að ranka sem sirka topp 5 all time biggest vonbrigði EVER!
ég meina.......medley af bjarnastaðarbeljunum, allir krakkar, allir krakkar, sigga litla systir mín, kveikjum eld, kátir voru kallar, lóan er komin og kartöflugarðar etc...
Bið eyjamenn afsökunar....en ég er bara ,,wuuuuuuuu?"
ég hefði getað sagt mér þetta. Bara pældi ekkert í þessu.
Okkur fannst þetta ótrúlega fyndið. Sérstaklega í ljósi þess hversu flatt þetta kom upp á mig. Betu fannst bara fyndið hve svekktur ég varð.
,,Við hverju bjóstu?"
Ég hef ekkert gott svar við því.
Veit bara að brekkusöngs legendið er dautt í mínum augum.
Bloggar | Breytt 31.7.2011 kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar