Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
5.8.2011 | 18:07
Newsflash!!!
This just in........
við buðum Betu uppá Subway í sárabætur fyrir misheppnaðan hádegisverð.
Losnum samt ekki við refsinguna. Verðum að búa til kvöldmat í kvöld!
Ætla pottþétt að bjóða henni bara beint út. Nenni ekki að fórna öðrum potti. Hinn er ílla brunninn.
Kannski eitthvað hot n spicy til að starta þessari fæðingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2011 | 13:03
Rúgbrauð=prump
Ég var settur í að elda. Skipað að gera grjónagraut. Ég ætlaði fyrst að nota vatn en var stoppaður af og sagt að lesa leiðbeiningarnar. Ég kvartaði að þær væru á norsku en fékk litla simpatíu þar sem ,,melk" var nokkuð skiljanlegt.
Ég skellti þessu í pott og setti tæmerinn á 7 mín.
Settist svo niður með Sebas og við byrjuðum að raða í okkur rúgbrauði með gígantísku magni af smjöri.
Hann stútaði 3 sneiðum og ég fjórum.
Ég snéri mér við og slökkti á tæmernum. Fékk þá að vita að maður á ekki að starta tæmernum fyrr en suðan er komin upp.
Suðan var komin upp og ég stillti því tæmerinn aftur á 7 mín.
Hélt áfram að borða rúgbrauð með Sebas, sem smurði sínar sneiðar sjálfur. Mjög skrautlegt.
Svo byrjaði að koma upp þessi líka skemmtilega brunalykt.
allt orðið svart. Reykur og læti.
Einhverstaðar í norksu leiðbeiningunum stóð eitthvað í sambandi við að hræra í draslinu.(note to self, læra norsku)
Beta kvartaði yfir getuleysi mínu í eldhúsinu en ég og Sebs vorum svo sem ekkert að stressa okkur.
Við vorum orðnir svo helvíti saddir af öllu þessu rúgbrauði.
Betu til mikilla ama.
Hún orðin sársvöng og sér varla út fyrir reyk og prumpufýlu feðgana!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2011 | 08:56
dót
Mig langar í eftirfarandi hluti
http://www.amazon.com/dp/B001UDIBIY/?tag=047-20
http://www.meninos.us/products.php?product=Unlock-Doormat
http://www.neatoshop.com/product/Support-Cloning
Nennir einhver að redda þessu?
Þetta er ein af þeim dótabúðum sem ég fíla
http://www.thisiswhyimbroke.com/
Hér er önnur
http://www.thinkgeek.com/index.shtml
keypti m.a. þetta þar
http://www.thinkgeek.com/electronics/musical-instruments/bc22/
og þetta fyrir Betu
http://www.thinkgeek.com/tshirts-apparel/womens/bc2c/
Mæli með því að versla á netinu. Það er svo miklu meira dót til þar. Svo tekur þetta yfirleitt bara nokkra daga að koma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2011 | 08:56
At the drive in
Er að fara í gegnum At the drive in efnið. Þetta er svo mikil tímalaus klassík.
Hápunktur á mín 2:40 í neðangreindu lagi
Þetta kikkar inn á mín 1:15
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2011 | 18:06
það þarf að skoða þetta
Fórum með bílinn í skoðun. Rauk í gegn. Það tók manninn sirka 7-9 mín að fara yfir bílinn. Skoðaði allt í krók og kima. Mældi hitt og þetta.
Þetta kostaði um 8000 krónur!
Hvað er málið með það!
Þetta er svo ótrúlega einföld þjónusta. bara skoða bílinn. Krefst ekki mikils kostnaðar af þeirra hálfu.
Af hverju þarf að rukka svona rosalega mikið fyrir skoðun?
Um 1000kr per mínútu.
Það þarf eitthvað að endurskoða þetta! (bada bing)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2011 | 18:02
Dótabúð og pabbinn
Fórum með dósir í endurvinnslu. Sebas fékk peninginn. Hann var yfir sig ánægður.
,,ég á pening til að halda veislu!"
sem mér fannst mjög fyndið komment. Og áhugavert.......því þetta verður þá frekar tight budget veisla því 1200kr duga kannski rétt fyrir snakk poka og nokkrum kókómjólkum.
Við ákváðum frekar að fara í Toys R Us og kaupa okkur bíl.
Hann sá strax bíl við sitt hæfi. Hann heitir Fresco og er vondi kallinn í Cars 2
Ég hafði planað að verja þarna góðum tíma inn í Toys... því mér finnst nefnilega frekar skemmtilegt að skoða dót.
Nei, nei, minn maður vildi bara drífa sig út til að leika sér með bílinn.
Beta hafði skutlað okkur og planið var að vera þarna í sirka 20-30mín.
Ég var því alltaf að sýna honum fleiri bíla en hann svaraði yfirleitt á þá leið að allt væri ,,ekki töff" og ,,ljótt". Í þeim tilgangi að ég myndi hætta þessari vitleysu og drífa mig út.
Ætli það sé ekki frekar sjaldgæft að barnið í dótabúðinni sé að reka á eftir pabbanum. Ég bauðst meira að segja til þess að kaupa annað dót fyrir hann. Svona þeytivindsþyrlu-ma-thing-a-ma-jiggí. Mig langaði sjálfum frekar mikið í þetta.
Sebas neitaði mér.
,,nei takk pabbi, förum bara"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2011 | 12:24
linguistical
Sebastian er orðinn altalandi bæði á ísl og spænsku.
Eftir að hann kom heim úr fríi frá Spáni þá breyttist þetta. Ekkert lengur feiminn við að tala spænskuna.
Heppilegt að Beta kann líka spænsku.
Hann er meira að segja farinn að tala upp úr svefni á spænsku.
Fyrst sagði hann
,,það er svo gaman að vera í töffarabuxunum"
Svo seinna sagði hann
,,vamos al coche"
Væri gaman að vera fluga á vegg í draumunum hans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2011 | 21:04
Ekkert mál
Fórum á Prikið í löns. Beta, ég og Sebas.
Ég fékk mér ,,Jón Páll"
Ég sagði Sebas söguna af Jóni Páli og honum fannst það merkilegt.
Hann vildi youtjúba hann um leið og við komum heim.
Sáum brot úr myndinni um Jón Pál og fleiri aflraunar vídeó.
Hann varð heillaður af sterkasta manni í heimi
Ég sagði honum að Kasmeyerinn væri vondi kallinn(sem hann var).
Svo sagði ég honum að Jón Páll hefði dáið. Honum fannst það ekkert síður merkilegt. Vildi sjá það á youtube.
Þá var nóg komið og ég skellti Cars 2 á fóninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2011 | 11:31
hor
Ekkert vandræðalegra en að tala við einhvern og sá er með áberandi hor eða matarleif.
Lenti í því í morgun. Talaði við lækni sem var greinilega nýbúin að snýta sér.
Þekkti ekki manneskjuna nógu vel til að benda henni á horið.
Var samt í vafa.
Fokk!
Man ekkert hvað hún var að segja varðandi málefnið. Eins gott að það var ekki eitthvað lífshættulegt.
Einstaklega óþægilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2011 | 19:36
David Bowie skór
Hápunktur dagsins......Sebastian kominn í alveg eins skó og ég.
David Bowie skór. Rauðir. nr 27.
Eintóm hamingja hjá feðgunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar