Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Elvis, Sebs og Lúlli

Elvis er búinn að fá osom gjafir. En sigurvegari gjafana er samt klárlega Sebas.

Hann fékk Mr Potato head úr toy story!

Stóran og sem talar og talar. Ef maður bregður honum þá detta allir hlutir af honum.

Ekkert smá ánægður.

Við fórum saman í Toys R Us og ég lét hann velja litla gjöf handa Elvis. Þetta var sem sagt í fyrsta sinn sem Sebas myndi sjá Elvis og sagt er að sniðugt sé að stóri bróðirinn komi með gjöf.

Hann valdi skúnk!

Hann gaf honum skúnkinn. Ég spurði hann hvað skúnkurinn átti að heita og á 0.1 sek svaraði Sebas að hann héti Lúlli.

Lúlli skúnkur.


Litli komin heim

Komin heim. Allt í gúddí. Sebas búinn að sjá litla bróðir og þeir orðnir vinir.

Ég var að útskýra fyrir honum að við þyrftum að kenna honum allt því hann veit ekki neitt.

Ég: ,,hann kann ekki einu sinni að brosa!"
Sebs: ,,nú, þá segjum við honum bara að segja sís!"

Mjög einfalt.

Case closed


Elvis has left the pelvis

Beta og ég áttum strák kl 12:33 í dag 08.08.11

Hann vó 13 merkur og var 52 cm á lengd.

Allir í góðu stuði og heilsast vel.

Fyrir utan að Beta og ég erum búin að vera vakandi í 34 tíma með reyndar 1 klst svefni kl 5 í nótt. Bæði frekar þreytt.

Nafnið er ekki enn komið.


fantasí að byrja

Alltaf sama sagan. Ég stilli upp fantasí liði og mér líst alltaf svo fáránlega vel á það. Held að ég sé að fara rústa þessu. Svo byrjar deildin og ég alltaf bara við miðju og bleh. Þarf alltaf að vinna í liðinu og tek endasprett.

Reyndar ágæt formúla hingað til. annað sætið í fyrra, fyrsta sætið árið þar á undan og svo annað sætið þar á undan.

Allavega, núna finnst mér liðið vera fáránlega heilsteypt.

Kemur svo í ljós hvað gerist.


Fróðleiksmoli

Rain check

Hversu oft hefur maður ekki sagt ,,nei, heyrðu, ekki núna, tökum bara rain check á þetta".

Þetta er sem sagt notað til að gefa til kynna að þú getir ekki mætt núna og vilt eiga það inni.

Uppruni þessa orðs er sem sagt rakinn til hafnarbolta. Þegar fólk keypti miða á leik og svo byrjaði að rigna, þá þurfti að fresta leiknum og fólk fékk sérstaka regnmiða heim með sér sem giltu á næsta leik í sárabætur.

Þá vitum við það


soldið ég

Þegar maður rekst óvart á kóngulóarvef ........

cobwebs2


Viðburðarríkt

Fór í mót í morgun. Fékk hringingu á níundu holu frá Betu. Koma NÚNA!

Ég hringdi í dómara og lét skutla mér upp að skála.

Beta er búin að finna verki af og til síðustu daga en þetta var of mikið.

Samt send aftur heim. False alarm. Hún fékk bara verkjalyf og er að harka í gegnum þetta.

Var 59,5 cm frá pinna á fjórðu holu. Nándarverðlaun hugsanlega. Þannig að ég spurði dómarann hvort ég mætti exa rest af brautunum og eiga þá séns á nándarverðlaunum. Hann sagði já, prófaðu það bara.

Mér finnst það samt eitthvað pínu á ská. Veit ekki alveg hvort það sé málið.

Sjáum hvað þeir gera.

Allavega....mér skilst að Kjarri hafi farið holu í höggi á sautjándu brautinni. Missti af því. Hefði verið gaman að sjá það. Óska honum til hamingju með það.

Betu líður annars eftir atvikum. Fær hræðilega verki annað slagið. Barnið er samt í góðum gír. Núna er þetta bara bið.


golf

Er að fara í golf kl 9

Hvorki meira né minna en stjörnuholl í styrktarmóti afrekshóps GKG

Kjarri, Kaymer, Henning og ég

Það verður allt vitlaust útá velli spái ég.

B2B fuglar og jafnvel turkeys


Speki dagsins

Hver er hin raunverulega merking orðsins ,,Microwave"?

,,A hand gesture used by a midget to say hello"


Fuzz Face

Keypti Dallas-Arbiter Fuzz Face í dag

Hið eina sanna.

Fuzz Face

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er Jimi Hendrix í hnotskurn. Þessi Fuzz pedall og/eða Octavio pedallinn. Þetta over distortaða hljóð sem Hendrix varð frægur fyrir. Hugsið.....Foxy Lady og Purple Haze.

Langaði bara að prófa að leika mér með hann. Mun sennilega ekki eiga hann lengi. Á náttla Big Muff sem er líka Fuzzari. Bara óendanlega gaman að leika sér með nýtt dót.

Keypti hann á 8þ af fyrrv starfsmanni Gítarins. Hann keypti hann náttla nýjan og notaði hann bara í 2-5 skipti. Er þess vegna nánast eins og nýr.

Plana að selja hann á 8-10þ þegar ég er búinn að leika mér að honum. 

Foxy lady....here I come baby, I´m coming to git ya 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband