Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Sveit

Óska GR til hamingju með sigurinn

sveitakeppni

Ánægður með GKG sveitina. Unnu riðilinn sinn og komnir í undanúrslit á móti léttara liðinu af tveim.

Ég og Sebas kíktum á strákana. Allir bara hressir. Sebas stóð sig vel á vellinum. Passaði sig að vera ekki með læti og trufla ekki.

Mun kíkja á þá í úrslitaleiknum eftir hádegi á morgun.


Liverpool

Komm ON maður!

Þvílíkt flottur fyrri hálfleikur svo bara crap í þeim seinni.

Whatever. Nóg eftir. Finnst þessir leikmenn bara lofa góðu.

Í fyrri hálfleik voru Downing, Adam, Suarez og fleiri helvíti promising.

Gefum þessu séns.

Næsta target....Arsenal....ætti ekki að vera nein hindrun. Kjúklingar.


Top 5 tónlisti Sebastians

1.Cosmonaut - At the drive in
2.Bigger than us - White Lies
3.Clint Eastwood - Gorillaz
4.Welcome to the jungle - GNR
5.Highway to hell - ACDC

Fantasí frigg

Friggin fantasí síðan er í fokki. Tekst ekki að logga mig inn.

not to worry, var búinn að stilla liðinu upp.

Samt, lofar ekki góðu fyrir tímabilið. Ekki einu sinni byrjað og traffíkin leggur síðuna á hliðina.

FRIGG


Jú jú

Það er tvennt sem ég held ekki vatni yfir þessa dagana.

1. Parks and Recreation - Þessir þættir eru svo hilarious. Við Beta elskum þessa þætti. Allir karakterarnir eru svo vel gerðir og leiknir. Hápunktur síðasta þáttar

Andy svarar í símann: "Silly Zoo, monkey speaking!"

Tom Haveford
Ron Swanson
Andy Dwyer

Potencially brilliant karakterar

2. Every teardrop is a waterfall - Þetta fyrsta smáskífulag af væntanlegri plötu Coldplay er fordæmagefandi. Fyrst var ég bara ,,whaaa", svo bara ,,hmmmm" en núna bara ,,JEEEE".

Það er enginn clear cut kórus í þessu lagi, bara samansafn af flottum húkkum, hrynjanda og hnoði.

Enginn venjulegur strúktúr í þessu eintaki og þess vegna var maður pínu tíma að fíla lagið. Tékkið á því næst. Ef lag er bara intro, verse, kórus, verse, kórus, outro þá er líklegt að það grípi þig strax en er fljótt að brenna út. Þetta grípur ekki strax, smýgur svo inn og plantar fræjum.

It´s got the JUICE!

...og jú, svo á ég líka lítið barn. Hann er nýr. Hann fær honourable mention.


Sigurlið?

football formations

Líst vel á nýja Liverpool liðið.

Þessir menn komnir Player of the Year : Sunderland: Henderson. – B’pool: Adam. – Newcastle: Enrique – A.Villa: Downing.

Þessir menn voru allt kosnir leikmenn ársins hjá sínu félagi og eru núna komnir til LP.

Á bekknum: Kuyt, Mereiles, Skrtel, Henderson, Lucas, Kelly, Robinson, Doni

Top 4 klárlega, vinna deildina........veit ekki. Hugsanlega. 


battle between good and evil

Ég er búinn að spila svo lítið golf í sumar að það er nánast ógéðslegt.

Ég fann núna þegar ég var að prófa ásinn að ég hef nánast misst the luv of the game. Finnst eins og gítarinn sé að taka yfir.

Þetta skiptist alltaf þannig. Sumar golf, vetur gítar.

Gítarinn er bara óvenju snemma á ferðinni útaf lítilli golfmennsku.


TP Burn baby burn

Fékk nýjan ás í dag

TP Burner 9.5 stiff Matrix Ozik HD6

Prófaði hann ítarlega í GC2 kerfinu.

Hann er tæplega 13m lengri en R9 gamli

Skýrist af ýmsum staðreyndum.

106mph sem er 2 mph hraðari clubhead speed
1.46 smash factor en 1.45 með R9
9,7 launch angle á móti 10,7 með R9. Ekkert endilega betra en persónulega finnst mér betra að fá stingandi lægra flug. Samt soldið lágt.
2851 rpm backspin á móti 3200 með R9. Sem var aðal málið fyrir mig. Lækka spunann. TP útgáfan að gera góða hluti.

Svo er þetta líka svo helvíti fallegur ás. Hvítur og straumlínulagaður.


vökunætur og vesen

Þreyttur.is

Var búinn að gleyma því veseni sem fylgir að eiga nýfædd barn.

vökunætur og vesen

Elvis drekkur og drekkur. Óvenju mikið sem þessi pungur drekkur. Hann á eftir að verða stór.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband