Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
8.7.2011 | 09:25
Golf
Loksins er golfsumarið að byrja hjá mér fyrir alvöru.
Er skráður í mót á morgun en ef ég kemst ekki útaf vinnu þá ætla ég minn fyrsta hring uppí leirdal í sumar. Win-Win situation.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 22:09
ráðning
Mig dreymdi Bon Jovi í gærnótt. Ég vaknaði svo klukkan 4:20 með magaverk og hraunaði í klóstið í sirka 10 mín.
Ætli séu einhver tengsl þarna á milli?
Eftir að hafa lokið því af sofnaði ég aftur og dreymdi Rory McIlroy!
CRAZY!!!!
P.s. önnur kenning um magaverkin er að þessar 3 kleinur sem ég át fyrir svefnin hafi verið mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 08:56
RUGL
Hugsið eftirfarandi:
1. Íslenska A landsliðið í knattspyrnu spilar á EM! Spilar þar leiki og þetta fer fram á nokkrum dögum.
Brjáluð athygli og mikið fjallað um þetta í öllum fréttatímum. Gerðir sér þættir um mótið þar sem fjallað er um leikina og slíkt.
Allt morandi í fréttum af gengi landsliðsins.
Hugsið núna þetta:
2. Íslenska A landsliðið í golfi spilar á EM! Spilar þar golf og þetta fer fram á nokkrum dögum.
Núll athygli og ekkert fjallað um þetta í neinum fréttatímum. Gerðir sér þættir um mótið....yeah..and monkeys might fly out of my butt!
Mér finnst bara hreint ótrúlegt að ekkert hafi verið fjallað um landsliðið í 22 fréttum í gærkvöldi. Þetta er A-landslið á EM!
Næst fjölmennasta íþrótt íslands!
Það kom hins vegar frétt um hjólreiðar. Hversu stór er sú íþrótt hér á landi?
Bloggar | Breytt 6.7.2011 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2011 | 21:25
Stafrófið
Sebastian þóttist kunna stafrófið. Var að keyra heim og hann byrjaði að syngja í aftursætinu
A,B,C,D,E,G,L,EVRA, BAÐIÐ, TVÖ ÞÚSUND KALL.
Svo kom eitthvað meira stöff. G kom sirka fimm sinnum fyrir.
Lagið var pottþétt. Hann þarf aðeins að vinna meira í textanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2011 | 21:21
Belfry
Fór í golf í morgun með Knúti. Í herminum. Spiluðum Warwichshire völlinn.
Knútur sökkaði en ég rokkaði.
Helvíti skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2011 | 20:09
jyup
Það er allt vitlaust að gera í fitting hjá okkur. Mér finnst það eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri. Er algjört nörd þegar að þessu öllu kemur.
Enda manískur þegar ég fæ áhuga á einhverju.
Í öðrum fréttum er það helst að mig daulangar í TM Ghost pútterinn eftir að hafa séð Rabba smyrja öllu í síðast þegar ég lék golf.
Ætla að selja Ping Piper-S Redwood pútterinn minn á 20þ. Keypti hann á 55þ á fyrir 3 árum. Raunverð....75þ því núna er hann með sál og titla undir beltinu.
Hann er til sýnis í Golfskálanum.
En í fullri alvöru þá er það nú ekki bara útaf því að Rabbi var heitur heldur hef ég prófað flestar týpur af pútterum í dag og Ghost kemur best út.
allir að kíkja hér http://golfskalinn.is/nota%C3%B0-n%C3%BDtt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2011 | 22:26
fínpússun
Lét Keisarann beygja kylfurnar mínar. Áhugaverðar niðurstöður.
Fór beint í Golfskálann og prófaði.
Pw fór úr 114 í 118
9 úr 126 í 135
8 úr 140 í 142
7 úr 151 í 159
6 úr 160 í 171
5 úr 177 í 180
4 enn 187
Svo voru PW til 6 flattar út um 1°. Það svínvirkaði.
En það vantar enn pínu fínpússun á lengdirnar. Erfitt að áætla mtr útfrá gráðum.
Styrkja Pw um 1° og vonandi fara í um 120mtr
Veikja 9 um 1° tilbaka og vonandi fara í um 133mtr
Styrkja 8 um 1° og vonandi fara í um 145mtr
Styrkja 4 um 1° og vonandi fara í um 190mtr
Svo er bara að nýta þessa vitneskju og skora.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2011 | 00:33
Game Changer 2
Var að leika mér í GC2 monitornum. Tók 18 holur á Warwickshire vellinum. Kom inn á sléttu 31 yfir pari. Hitti nánast allar brautir og grín. Bara sirka fimmtíupúttaði!
Pirrandi að pútta í svona hermi. Always was and always will be.
Mun stilla á automatískt tvípútt næst eða eitthvað.
Prófaði svo nokkra ása og nokkrar uppstillingar með mínum R9.
Er nefnilega að spinna soldið mikið með honum. Um leið og ég náði að lækka spinnið úr sirka 3500rpm niðrí 2500 þá lengdi ég mig um sirka 15 mtr.
TM Burner 9.5 stiff kom best út.
Forréttindi að geta leikið sér svona með allar tölfræðilegar upplýsingar við höndina.
Þarf eiginlega að fá mér einhvern tour ás með góðu skafti. Einhvern sem spinnar minna en R9. Kannski næsta sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar