Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

nýtt og ferskt

Mig langar svo mikið að heyra eitthvað nýtt og ferkst.

Eitthvað í anda naked and famous meets early smashing pumpkins meets at the drive inn meets modest mouse.

Eitthvað sem er ekki fjöldaframleitt og markaðsett.

Einhver?


mosó

Spilaði mosó í morgun. Alltaf skemmtilegt að prófa nýja velli. Þessar nýju fjórar brautir eru skemmtilegar. Vantar náttla teiga og tvær brautirnar mjög hráar en það er bara pínu Afganistan stemming í því.

Spilaði eins og alltaf. Ílla. En þetta var samt mjög skemmtilegt. Gaman að spila með Póska og frú.

Fann pínu sveiflu á tímabili. En það er samt ekki nóg. Mun ekki taka þátt í Íslandsmótinu í sumar. Hef ekkert þangað að gera.

Tek meistaramótið bara uppá stemminguna.

Þarf svo mikið að fara og æfa og spila. Öðruvísi viðheld ég ekki þessari forgjöf. Klárt mál.


Veðmál

Er að fara spila kl 9:50 á móti Póska og frú útí Mosó.

Opna Golfskála mótið.

Það er hliðar veðmál í gangi við Inga Rúnar og Knút. Þeir vilja bjór undir en ég Malibu Leche. Flestir punktar vinnur.

Það verða læti.


Blast from the past

Þrumulostinn!

Þetta orð hef ég ekki heyrt í allavega áratug. Las það áðan.

Það sama og ,,Hip Hop Halli"

,,ég bít ekki á ryðgaðan öngul"

Man ekki fleiri en það er fyndið hvað sum orð eða orðasambönd bara deyja.


Lélegur

Vá hvað ég er lélegur í golfi. Þetta er ömurlegt. Maður er bara glaður þegar hringjum lýkur nú á dögum.

Pútterinn flottur í dag. Annað var lélegt.

Var að spila með nýjum fleygjárnum í fyrsta sinn og ekki alveg að ná að temja innáhöggin. Voru soldið að koma mér í opna skjöldu.

Ásinn datt inn í lokin.

Það er svona þegar maður hefur ekkert spilað í sumar. Ekkert leikform. Tala nú ekki um æfingarleysið.

Ég er búinn að ákveða að ef ég held áfram á þessari braut í sumar þá tek ég ekki þátt í íslandsmótinu. Nenni ekki að borga 17þ og keyra svo alltaf til Keflavíkur fjóra daga í röð og spila eins og selur.

Á það ekki skilið.


mót

Fer í mót núna kl 11:40 út í Hfj.

Bíð spenntur eftir að prófa kylfurnar eftir að hafa beygt þær og lagað.


Bridesmaids

Horfðum á Bridesmaids. Hún er góð. Mjög góð ef þú fílar leikkonuna.

Sem við gerum.

Þetta er SNL gellan.

Hún er svo mikil ,,næsta Meg Ryan" að það er ekki einu sinni fyndið.

Hún er sæt, krúttleg og fyndin.

Mæli með þessari mynd.

En þetta er ekki mynd sem maður vill fara á í bíó og jafnvel ekki horfa á með öðrum karlmanni.

Best að horfa á hana með kæró á www.letmewatchthis.ch

Mæli með þeirri síðu. Allar nýjustu myndirnar mættar. Hægt að stríma þeim. Ekkert að niðurhlaða. Allir þættir líka. Málið í dag. Case closed.


Gítarhetja turned golfer

Ég er golfari á sumrin en gítarhetja á veturna.

Staðfest.

Hef ekki snert gítarinn eftir að sumarið byrjaði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband