Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
15.7.2011 | 22:17
+4
Lék á +4 í dag sem er lækkun. Fyrsti hringurinn í langan tíma sem ég er sáttur við. Skólarbókardæmi um að maður þarf að leika golf og vera í leikformi til að skora. Þetta er allt að koma.
Ásinn var flottur í dag og í raun allt annað.
Það voru sirka 4 pútt sem hefðu mátt detta og svo eitt upphafshögg sem ég týndi og kostaði mig 2 högg. Auðvelt að týna svona högg saman. Annað var flott.
Held að ég gæti verið hættulegur þegar ég kemst í leikform.
Spurning um Íslandsmótið?
Fer út á morgun kl 13:10
Er í fjórða síðasta holli. Stefni á að spila hægt og hleypa nokkrum hollum frammúr til að komast í síðasta hollið.
Beta,Sebas og pabbi ætla að koma og horfa á. Gaman væri að sjá sem flesta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2011 | 00:05
saga dagsins
Það var sirka á tíundu sem ég varð mjög þreyttur. Búinn að vera á fótum í vinnunni fyrr um daginn og byrja svo að spila kl 17.
5 tímar og um 20 mín hringur.
Þetta var mikið basl.
Átti reyndar tvö world class högg.
Á áttundu tók ég latan og ömurlegan blending til hægri og átti 190mtr eftir í stöng uppímóti.
Tók þá aftur blending og smurði fallegasta högg dagsins um meter frá pinna. Klikkaði náttla á púttinu fyrir fugli.
Svo á sautjándu átti ég 114m í pinna sem var falinn bakvið bönker. Fullkominn pw um meter frá pinna. Klikkaði að sjálfsögðu á púttinu.
The end
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2011 | 23:56
aælsdkfj
Lék á +9 í dag. Átti ekki eitt gott upphafshögg og ekki eitt gott vipp.
Þetta er svo mikið stuð.
Friggin allt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2011 | 23:25
ég á ekki til orð
Vá! Það gengur hérna í bakgrunninum íslensk mynd sem heitir Djöflaeyjan.
Ingvar E Sigurðsson er enn og aftur að staðfesta að hann er sennilega einn lélegasti leikari sem ég hef séð.
Ég bara á ekki orð, nánast.
Versta sena ever....hann að reyna að leika fullan gaur. Það hrýslast um mig hrollur.
Þessi mynd er full af lélegum leikurum. Þetta fólk er bara ekki á réttri syllu. Á að vera að gera eitthvað annað. Pípulagnir eða bankastarfsmenn.
Balti er fínn, gamli kallinn allt í lagi, rest vafasamt pakk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2011 | 19:35
Það sem kemur mér í gott skap
Contemporary good shit
Fjörið hefst á 0:59
Sumarlagið í ár
Old school good shit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2011 | 13:27
Rokk og rigganigg
Fór fyrsta hringinn á +15 sem skilar mér núna í annað sæti þegar þetta er skrifað. Verð sennilega í kringum miðju.
Það var brjálað veður og það tók mig 2 holur að átta mig á hversu mikið vindurinn var að fokka öllu upp.
tripple,tripple byrjun.
Lærði sem sagt að maður á ekki að taka 3 tré í svona vindi. Frekar að vera stuttur og taka strikað 4 járn og halda honum niðri.
Tók sem sagt fullkominn ás á fyrstu. Brjálaður mótvindur. Fór bara rétt yfir brekkuna. Tók þá 3 tré og hélt í 2 sek að ég hafði slegið fullkomið högg. Nei, nei...svo bara ballúnaðist kúlan upp og til vinstri út í drasl. Víti, bönker og læti.
Svo á annari miðaði ég út í OB hægra megin og ætlaði að beygja 3 tréið fallega inn. Frábært högg í 2 sek þangað til hann tók 90° beygju til vinstri og út í skóg. Týndur. Víti og læti.
Ásinn hjá mér virkaði fullkomlega í dag.
Á þriðju sló ég fallega. En óheppinn að hann endaði í brekkunni við bönkerinn. Kúlan rosalega mikið fyrir neðan fætur. Skondraði blending eitthvað áfram út í drasl vinstra megin. Skondraði 6 járni ofan af steini og loksins inná braut. Vokey fleygjárn of stutt. Flott vipp og einpútt. Skolli.
Svo kom fyrsta parið á fjórðu braut. Í hollinu!
Fyrsti fuglinn kom svo á 14.braut. Í hollinu!
Sjöunda var maximus mótvindus. Tók fullkominn ás á miðja braut. Svo bara 4 járn upp að vatninu (búinn að læra að taka ekki 3 tré). Tók svo aftur ásinn af miðri braut. Skildi eftir 80 metra. Eftir að hafa séð strákana taka fleygjárn inná grín og drífa bara helming vegalengdar útaf mótvindi þá tók ég bara 8 og rúllaði honum inn meter frá holu. ÍsÍ par.
Tók svo vissjus sand save á tíundu. Rétt missti fuglinn á tólftu. Monster ás á fjórtándu með 54° innáhöggi og tvípútt fyrir ísí fugli.
Svo á fimmtándu var ég orðinn þreyttur eftir vindbarninginn og fór að gera þreytumistök. Endaði skolli,skolli,dobbúl og skolli. Það mátti svo sem búast við því.
+10 hefði í raun verið mitt skor í dag. Hefði verið mjög sáttur við það. 5 högg skrifast á vindlærdóm og þreytu í lokin.
Á morgun fer ég út kl sirka 16-17
Ps ánægður með hvernig Ecco Street skórnir mínir fúnkera. Sennilega 20% minni þreyta bara útaf þeim. Ótrúlega þægilegir og bara pínu blautir eftir rigningu í allan dag. Og hef ekki runnið til á þeim í allt sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2011 | 05:42
á lífi?
Rúmlega klukkutími í teig og mig dreymdi að Kurt Cobain væri á lífi!
WHAT TO DO.....WHAT TO DO????
Á ég að fara spila eða á ég að fara og leita að Kurt?
Mig dreymdi að hann væri í viðtali og Hjálmar Hjálmarsson væri að þýða það sem hann sagði í beinni.
Það kom m.a. fram að hann væri nátengdur Alsír og væri orðinn einn af þeim.
hmmmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2011 | 22:01
Morse Code
Núna er hápunktur golfsumarsins að detta inn.
Meistaramót
Ég byrja á morgun kl 7
Fyrstur út
Spila með ,,SkálfyrirGessa" og Nonna.
Það verður rok og það verður rigning. Gerist ekki betra.
Búinn að merkja boltana mína með morse kóða, hann lítur svona út
...
..
.-.
Stendur fyrir SIR
Keypti annan regnhanska, orkubar, powerade
Case closed
Gangi mér vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2011 | 08:44
Leirdalur
Fór minn fyrsta hring uppí Leirdal í gærkvöldi. Fínt veður og ég kom heim kl 23
Sleppti reyndar 15-18 og rölti uppeftir.
Flottar breytingar sem vallarstarfsmenn hafa dundað sér við. Búnir að laga í kringum nokkur grín. Vel gert.
Grínin eru fjarska falleg. Mjög bömpí en mikið rennsli samt sem áður.
Myndi segja að völlurinn væri í svona lala ástandi. Bara ágætur.
Sá að Birgir Leifur mun ekki taka þátt í meistaramótinu. Jei þá verður þetta ekki bara keppni um annað sætið. Massfreð og Tunnan að keppast um fyrsta og sirka 3-4 að keppa um þriðja sætið. Rest keppir um að verða ekki í júmbó sætinu.
Hlakka til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar