Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Hvíti prinsinn

Svo mikið gerðist í dag!

Ég kvaddi bæði góðan vin og einnig son.

Fyrst sagði ég bless við Sebastian sem er að fara í frí til Spánar með mömmu sinni. Sé hann aftur í ágúst. Sniff.

Svo kvaddi ég gamlan og góðan vin. Þessi vinur vann með mér íslandsmeistaratitil og tvo klúbbmeistaratitla.

Við erum auðvitað að tala um Ping Piper Redwood pútterinn minn. Keypti hann á sínum tíma á morðfjár og seldi hann í dag á 20þ

En ég fékk mér nýjan vin í staðin.

Ég kynni til sögunar.............Taylor Made Corza Ghost 34".

Æfði pínu með honum í kvöld og við erum að tala um hið gamla góða ,,allt í!"

Vá hve miklu auðveldara er að pútta. Finnst þetta vera málið í dag.

Svo fjárfesti ég líka í grjóthörðum hvítum Mitsushiba staffa poka. Af hverju? gætu menn spurt sig. Jú, því hann lúkkar svo ógéðslega vel með hvítu Clicgear kerrunni minni!

Við erum að tala um að menn munu fá ofbirtu í augun á Íslandsmótinu um helgina.

Þyrfti helst að fá mér líka hvítan R11 í stíl við allt þetta hvíta stöff.

,,Strákurinn" að breytast í ,,Hvíta Prinsinn"


Ný könnun

Flestir grilla pulsuna sína. En annars var nokkuð jöfn dreyfing á því.

Hér kemur svo lykilspurningin.....

Hvað borðar þú í morgunmat?

Líf mitt stendur og fellur með þessari vitneskju.


spá

Djöfull held ég að Bandaríska kvennalandsliðið myndi rústa íslenska karlaliðinu.

ladies forbidden

Það er svo fyndið með þetta golf. Er búinn að spila sem selur í sumar en samt held ég að ég sé að fara brillera um næstu helgi.

Það skal alltaf vera einhver vonarneisti sem maður heldur í.

Maður heldur alltaf að handan hornsins sé hinn fullkomni hringur.

Ætli það sé ekki bara ágætt viðhorf


Opna Breska

Held pínu með Darren Clarke. Það verður að segjast. Las bókina hans fyrir nokkrum árum. Hún hreyfði við mér.

En eitthvað efast ég um að hann haldi þetta út.

Mér finnst Dustin og Ricky soldið líklegir.

Ætla reyna að horfa loksins á þetta blessaða mót. Hef ekkert séð ennþá.


í húð og hár

Ég er golfari.

Meira að segja skráður þannig á ja.is

Ég hugsaði þetta lengi.

Mér finnst einfaldlega bara of gaman í golfi.

Fokkin skráði mig í Íslandsmótið í næstu viku!

Það verður einhver að berjast um þetta fokkin kött!


jibbíkóla

Ákvað að æfa mig soldið með pútternum í dag. 20 pútt á fyrri með 4 þrípútt í röð. Skemmtilegt. Sérstaklega í ljósi þess að flest annað var í fínu lagi.

Vaknaði svo loks á níundu og spilaði fínt golf eftir það.

Ásinn var funheitur. Járnin og vippin fín nema ekki 60°, þær voru ónýtar. Pútterinn fínn á seinni níu.

Óheppinn á fyrstu þar sem flott upphafshögg fór í glompuna hægra megin. Lá í niðurhalla og tré fyrir mér. Ætlaði að kötta sjöu járn upp en fór beint til vinstri í tré og þurfti að taka víti. Skallaði 60° yfir grínið. Ísí dobbúl.

Það var mikill vindur og ég tók blending pin high á annari braut en hægra megin við grínið. Skallaði 60° yfir í glompuna hinum megin. Ísí dobbúl.

Svo byrjaði pútterinn bara að pútta endalaust. Alltaf að pútta fyrir fugli en þrípútta. Það er æðislega uppbyggjandi fyrir móralinn.

Hristi þetta af mér loksins á níundu.

Fyrstu átta holurnar á +11 og rest á pari. Sýnir karakter.


Nú þú!

Sennilega eitt besta nafn á fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.....

"Nú Þú"

Sjálfsþjónusta

Þar er hægt að ditta að bílnum sínum í rólegheitum. Aðgangur að lyftum og bóni etc...

www.nuthu.is

Ég er alltaf hrifinn af sniðugum fyrirtækjaheitum og slagorðum.


veður

Þoli ekki þegar veðurfréttafólkið fer að segja frá því hvernig dagurinn var!

uuuuu Halló....við vorum hérna líka. Við vitum alveg hvernig veðrið var.

Það eina sem við viljum vita er hvernig veðrið verður á morgun og næstu daga.

FOKK

ps hvenær hættir þetta krakkaveður?


Cars 2

Við erum að horfa á Cars 2

Sebas er búinn að vera svo mikill Leiftur McQueen aðdáandi og við héldum að hann myndi apeshitta.

Nei, nei, hann bara ,,je, whatever"

Horfir samt með áhuga en ekki eins spenntur og ég hélt.

Hann greinilega þekkir bölvun framhaldsmynda. Mynd númer 2 er aldrei eins góð (með nokkrum undantekningum).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband