Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

mót eftir mót

Tveggja daga mót í Korpu og Grafarholti. Spila í liði með Geira Blö.

Gale force vindur og læti.

Verður ekki betra.

Ætlum að rústa þessu.

Teigur kl 9:50


bleh

Ég segi nú bara milk was a bad choice!
Hefði ekki átt að taka þátt í þessu stinkin móti.
Þarna fóru 15þ og tveir dagar sem ég fæ aldrei aftur.

FOKK!

Slæ þessu upp í kæruleysi og fer á Harry Potter.

Yfir og út


svekktur

Spilaði fínt golf í dag fyrir utan eina braut. Bergvíkin alræmda.

Setti þar tvo út í sjó og fór hana á +5 höggum en er samtals á +10 höggum yfir í heildina.

178m í pinna og hliðarvindur. Reyndi að taka sirka 165m á flugi með fimmu. Tók flott högg en vantaði um meter til að ná yfir. Í stein og beint í hafið. FOKK!

Næsta högg var fjarki en acutally lélegt högg sem feidaði út í steina og haf.

Þriðja högg af teig var líka fjarki miðaður vel til vinstri og pínu feidaður í glompu vinstra megin. Náði ekki að bjarga pari með þessum bolta og 8 högg niðurstaða.

Ég var pínu stund að jafna mig á þessu. Á endanum hugsaði ég bara að þetta hefði bara verið skolli. Múv on.

Það tókst.

Átti flottan fugl á sjöundu. Tók upphafshöggið vel til vinstri. Endaði að þurfa slá 120mtr með sexu(vanalega pw eða létt 9) því staðan var svo fönkí. Vinstri löppin á mér var sirka í hnéhæð og ég dúndraði vel upp í loftið.

Vel slegið og endaði á efsta pallinum á friggin gríninu! Erfiðasti parturinn. Pinninn var á öðrum palli í miðjunni. Það var svo mikið brot í þessu pútti að ég held að ég hafi púttað sirka 7 metra til vinstri við holuna og hún bognaði svona líka fallega niður brekkuna og beint í holu.

Annað markvert gerðist ekki fyrir utan 9 fuglapútt og 6 þeirra rétt misstu með nokkrum cm. Annars var pútterinn mjög fínn. 33 pútt, kannski 2-3 hefðu mátt detta í viðbót.

Rest var bara basic pör og stundum skollar.

Ásinn var fínn, vippin fín, púttin fín en járnin pínku að feida.

Er í sæti 99 og næ nánast pottþétt ekki köttinu. Verð eiginlega að para völlinn á morgun. Sem, miðað við spilamennsku í sumar, er mjög hæpið.

vot ever. samt alltaf gaman að spila á íslandsmóti. Það verður líka einhver að fórna sér í köttið. Það geta ekki allir unnið.


spenntur

Ég var svo spenntur að fara í mótið að ég vaknaði kl 05:00 og svo aftur 06:00 og svo aftur 07:00

Við erum ekki að tala um 05:01 eða eitthvað, nei, nei, akkurat á slaginu.

Hafði stillt klukkuna á kl 8

Mig dreymdi Jón Inga í alla nótt. Frekar vírd. Vona að hann sé í góðu stuði.
Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá var hann nágranni minn á Blönduósi. Á afmæli degi á eftir mér og stal þríhjólinu mínu þegar við vorum pínu litlir og henti því út í sjó. Kljéssik.


RHCP

Þetta nýja lag með RHCP er bara eitthvað svo mikið blah. Ekkert að gerast. Mundaness in the brainess. Litlaust. Svo heyrir maður Josh Klinghoffer reyna eitthvað að lita lagið með gítarlikkum til að setja mark sitt á RHCP sándið....sad.

Léleg tilraun til að fylla upp í skarð Frusciantes sem náttúrulega er ekki hægt að fylla uppí.

Ég bíð samt spenntur eftir að heyra alla plötuna. Vonandi er eitthvað þarna með neista.

En þetta lofar ekki góðu. 

Fyrir mér er RHCP náttúrlega bara John Frusciante og hans gítarsánd og antics. Sennilega besti gítarhljóðasmiður samtímans. Kalt mat. Big Muff plús tilfinningin. Gerist ekki betra.

Certainly milljónfalt betra en neðangreint lag 


Íslandsmót

Íslandsmótið byrjar á morgun hjá mér kl 10:20
Spila með heimamanni og einhverjum Jason Wright frá Akureyri

Spáð fínu veðri fyrsta daginn svo crap veður rest. Tippikal


nafnavesen

Konan mín er orðin svo ólétt. Greyið. Ég er duglegur að kaupa fyrir hana lindubuff til að létta henni lundina. Nudd hér og nudd þar. Basic.

Það styttist í 9.ágúst

Við erum að pæla í nöfnum. Það er svínslega erfitt að finna viðunnandi strákanafn. Ekkert mál að finna stelpunöfn. Dem!

Sebastian er náttúrulega hið fullkomna nafn þannig að ég er að pæla í Sebastian II eða Sebastian Annar. Gæti kallað hann nr 2. Yrði kannski upphafið að nýrri íslenskri leyniþjónustu. Hann yrði 002. Ég þyrfti þá helst að unga út fimm í viðbót til að ná leyniþjónustu standardinum sem er, að sjálfsögðu, 007.

Nöfn?


Leira

Fór í Leiruna í morgun og náði 9 holum. Völlurinn í þvílíkt flottu standi. Pútterinn er frábær, vippin fín, ásinn prima og járnin fín.

Reyndar finnst mér ég vera búinn að stytta pínu aftursveifluna. Vann pínu í því eftir vinnu áðan. Soldið riskí. Ætla ekkert að gera mál úr því. Bara orðin soldið styttri í járnahöggum fyrir vikið.

Þar sem ég ætlaði beint eftir vinnu að slá nokkra bolta fór ég með settið niðrí vinnu. Það stóð þarna bakvið. BEM! þrír búnir að bjóða í járnin!

Ekki séns!

Mun ekki selja þau í bráð.

Þetta lúkkar bara svo helvíti vel í Mitsushiba pokanum með Corza Ghost í farteskinu.


Hvíti Prinsinn returns

Corza Ghost

 

 

 

 

 

 

 

clicgear

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

mitsushiba

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 153169

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband