Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

swollen

Ég vaknaði bólgin á hægri kinn. Æðislegt. Gaman að vinna í búð bólginn.

Allir sem vilja koma og sjá freak of nature komi í Golfskálann í dag.

Spurning hvað í fjandanum þetta sé. Stíflaðar kinnholur? Einhver læðst inn og kýlt mig í svefni?


Bílferð dauðans

Ég lenti í hræðilegri lífsreynslu í dag. Ég var að gera félaga greiða sem krafðist þess að fara með honum í bíl í smá túr.

Við vorum komnir 1-2 kílómetra og allt í góðu. Góður andi í bílnum og allir í stuði. Svo gerist eitthvað sem ég hef ekki orðið persónluega vitni að síðan fyrir aldamót.

Minn maður dregur upp sígarettu og mundast við að kveikja í henni!

INN Í BÍLNUM!

MEÐ MÉR.

INN Í BÍLNUM!

Ég hélt að þetta væri ólöglegt.

Ég byrjaði að losa beltið til að stökkva út á ferð en hann bara hló.

Bílferð dauðans!

Fyrsta sem Beta sagði þegar ég kom heim....,,hvaða viðbjóðslega reykingarlykt er þetta!"

Ég tel mig eiga lámark 5 Lion Bör inni hjá félaga mínum eftir þessa lífsreynslu.


Klipping

Fór í klippingu. Vægast sagt ósáttur.

Hér koma nokkur random komment sem ég fékk samdægurs:

,,Er þetta John Daly klippingin!"
,,lenturu í stríði og tapaðir?"
,,Tinni bara mættur"

Verst var þó þegar Beta sagði ,,þú ert voða sætur"

ouch!

Ég sagði við stelpuna að raka hliðar og skilja eftir á toppi til að ég gæti leikið mér með dúið.

Eftir stendur.......Hermaður meets John Daly meets Jón stóri meets Tinni.

Hræðilegt.


málið í dag

"Cool for your pockets, rocks for your rocketride"

Poor

David Caruso, Jeff Goldblum, Alfred Molina, Laurence Fishburn, Gary Sinise, Hugh Laurie.....

Hvað eiga þessir ömurlegu leikarar sameiginlegt?


golfdrasl

Fórum í golf í morgun. Knútur og ég enduðum í jafntefli. Ég spilaði mjög ílla og tók í raun bara þrjú fín högg.

Er í lægð.

Allt úti. Ekkert inni.

Ekki gott veganesti fyrir helgina.

Ætlum aftur á morgun. Vonandi næ ég eitthvað að klóra í bakkann.

btw spáin segir hiti um helgina en gale force vindur út í eyjum. Alltaf gaman að spila í eyjum, sérstaklega í roki.


Æfa

Búinn að skrá mig í annað stigamót GSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum. Tveir hringir á laugardegi og einn á sunnudegi.

Ekki seinna vænna en að byrja að æfa pínu.

Hraunkot í kvöld.

Ómjá


roleplay

Það voru hin ýmsu hlutverk sem við brugðum okkur í í gær.

Ég byrjaði og spurði Sebas hver hann vildi vera

,,enginn"

Ok Eggert minn, ég ætla allavega að vera Lukku Láki og Beta heitir Engilfríð.

Honum fannst það fyndið.

Svo svissaðist það fljótt og ég þurfti að vera Eggert og hann Lukku Láki.

Við tveir vorum alltaf að brugga launráð gegn Engilfríð. Við földum okkur undir sænginni (undir sænginni heitir Texas því þar á Lukku Láki heima en bærinn hét skvabbiskvabb að ósk Lukku Láka) og töluðum lágum rómi um allskonar plön um að kasta skutlum í Engilfríði.

Svo þegar það varð þreytt þá í tilefni Kung Fu Panda 2 varð ég Meistari Shífú og Sebas apinn. Þá hlupum við rosalega hratt.

Gaman að bregða sér í smá roleplay og vera ungur aftur.


Rjómaslagur

Snjáldruðum í okkur kringlum og rúnstykkjum í hádegismat. Svo kaka í eftirrétt. Með rjóma.

Ég klessti rjóma framan í Sebas og hann bara WHAT!!!

Svo setti ég pínu meira og hann var stunned. Hneikslaður.

Þetta var svo súrrealískt fyrir honum. Svo fjarri normal hegðun að hann höndlaði þetta ekki.

Þetta stríddi gegn öllu sem ég hafði kennt honum. Allir borðsiðir út um gluggan.

Hann fór að gráta.

Sem er eðlilegt. Manneskjan verður hrædd við aðstæður sem hún þekkir ekki.

Þá bauð ég honum að klína rjóma framan í mig. Sem hann gerði. Þá varð þetta aftur fyndið.

Ég óttast að matartíminn verði aldrei samur eftir þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband