Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
4.6.2011 | 22:50
The Italian Stallion
Erum að horfa á Rocky. Kemur mér verulega á óvart hve vel Sly leikur. Náttúrulega eru bardaga senurnar ótrúlega ílla leiknar en allt annað er virðingavert.
Hann náttúrulega samdi handritið sjálfur. Svo leikstýrði hann líka Rocky II og fleiri myndum.
Fáir sem vita að hann samdi, leikstýrði, pródúseraði og lék í Stayin Alive með John Travolta.
Fjölhæfur. Fullt af flottum myndum með honum.
Rocky 1-4 og 6
Rambo 1-3
Cobra
Over the Top
Tango & Cash
Demolition Man
The Specialist
The Expandables
Svo náttúrulega klámmyndirnar árið '70...má ekki gleyma þeim.
P.S. fyrir fróðleiksfúsa þá varð hann svona í framan útaf vandræðum í fæðingu. Hann var dreginn út með töngum sem afmynduðu andlitið og lamaði pínu vinstri hliðina. Bara fallegri fyrir vikið.
Fínn leikari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2011 | 22:39
Kung Fu Panda 2
Fórum á Kung Fu Panda 2 með Sebas. Hún var góð. Sennilega flottasta teiknimynd sem ég hef séð. Þá meina ég ekki skemmtilegasta heldur flottasta.
Ótrúlega flottir litir, þrívídd og teiknun. Skemmtanagildið samt mikið.
Eini gallinn er að við fórum á íslensku útgáfuna, sem að sjálfsögðu var ótrúlega lame. Stamandi þýðing og aldrei neinn gríntaktur í henni. Fullt af setningum sem maður tók eftir að meikuðu ekki sens en þegar maður ímyndaði sér enskuna þá fattaði maður þessa hráu og beinu þýðingu.
Idiots!
Er friggin enginn sem þýðir þetta með meira en tvö vindstig í heilanum!
Allavega, samt skemmtileg sýning.
Hlakka samt til að heyra í Jack Black.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2011 | 21:59
Lög
Undur og stórmerki. Avant garde Cutting edge ÉG.... er að fíla Eminem ft Rihanna lagið Love the way you lie.
Og nokkur önnur svona R&B lög. Enda eru þau í non stop rotation í Golfskálanum.
Ég var að pæla í af hverju ég fíla svona crap allt í einu. Komst að þeirri niðurstöðu að jú, svona lög eru bara orðin svo rokkuð nú til dags. Líkari alvöru lögum.
Allt annað en R&B í gamla daga þegar þetta var bara skítléttur skítur.
Held að Jay Z hafi soldið lyft þessu upp á annað plan með....
D.O.A.
Run this town
Empire state of mind (ekki kannski rokkað en melódían er bitchin)
Ef maður hlustar á þessi þrjú lög þá heyrir maður rokkið og kraftinn í þessu. Beinstífur rafmagnsgítar, flottar trommur og killer bassi.
Gaman að því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2011 | 09:21
Hangover Deux
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2011 | 09:20
Elvis
Kláraði Elvis í gær. Búinn að lesa þessar tvær bækur forever. Hef nefnilega 90% af tímanum bara lesið þær á klóstinu.
Niðurstaðan er þessi:
Elvis var flottur. Töff skemmtikraftur. En hann datt svo í þetta Michael Jackson þema. Einangraðist frá heiminum og varð eins og lítið spillt barn sem reiddist ef hann fékk ekki sínu fram.
Upphafið af endinum.....herinn. Þar fékk hann ,eins og allir, öppers til að halda sér vakandi. Amfetamínið notaði hann svo áfram þegar hann kom tilbaka og allt gengið hans var á þessu og þeir vöktu allar nætur. Svo þurfti hann dáners til að sofna á daginn. Þetta leiddi hann út í allskonar eiturlyf sem á endanum lamaði líkamsstarfsemina og á endanum dó hann við að rembast á klóstinu.
Ekki að grínast. Líffærin hans virkuðu ekki sem skildi því þau voru orðin svo slök útaf öllum þessum Qualudes og róandi lyfjum. Hann var fullur af skít því honum tókst ekki að remba honum út.
Eitt skiptið þá var hann í annarlegu ástandi og að remba kúk út og eitthvað gerðist þannig að hann fór í yfirlið og datt fram fyrir sig á klósettsetunni og dó.
Case closed
Líf hans var ömurlegt síðustu 7 árin eða svo. Var bara í lyfjamóki uppí herberginu sínu og leið ílla. Ótrúlega sorglegt að fólk geti ekki rifið sig upp úr svona dæmi. Hann hafði alltaf svo miklar áhyggjur af því að fólk elskaði hann ekki lengur. Stanslaust að efast. Svo dó hann og 50.000 manns komu upp að hliðinu á Graceland grenjandi.
Elvis the Pelvis has left the building
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2011 | 18:22
Frí
Mæli með golfvellinum á Geysi. Frábær skemmtun. Spilaði lala. Högg dagsins á annari braut. 185mtr högg með 4 járni yfir ánna og enda 3m vinstra megin við pinna pin high. Missti reyndar arnarpúttið en tap-in fugl.
Það var ágætur vindur í dag og pínu rigning.
Svo ætlum við á Hangover 2 á eftir. Nokkuð nettur dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2011 | 20:34
Smashing Pumpkins
Erum við að tala um kombakk!!!
Tékkið á þessari frétt um nýja skífu frá Billy sem er væntanleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2011 | 20:08
Geysir
Ætlum að spila golf á Geysi á morgun. Tengdó á bílnum og Beta farþegi með honum. Ég arka svo á eftir.
Þetta er almennt talinn frekar erfiður völlur. Veit ekki. Í fyrsta skiptið sem ég spilaði hann jafnaði ég vallarmetið. Óformlegt náttúrulega því þetta var ekki mót. En samt.
Ætla samt ekki að vera með of miklar yfirlýsingar. Miðað við formið í dag þá ætla ég að nota lélega bolta á morgun.
Erfiður völlur en fáránlega flottur og fallegur.
Hlakka til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar