Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
13.6.2011 | 09:51
vondasta kona ever?
Bloggar | Breytt 12.6.2011 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2011 | 18:05
round up
Spilaði ekki eins vel og í gær. Sjö yfir og samtals +10 sem skilar mér í 29-31 sæti. Lækkaði um 0.1 í gær og hækkaði um 0.1 í dag. Stend í 3.7.
Þetta var meira ströggl í dag. Upphafið að endalokunum var á fjórðu. Flengdi drævið en boltinn fór bara 30 mtr og skondraðist með jörðinni.
WTF!
Geng að kúlunni og hún sprungin og ónýt!
Nilli!
Djöfull er ég sterkur. Það borgar sig að borða Cocoa Puffs í morgunmat.
Ég skipti um kúlu en einhver sagði mér að ég hefði mátt endurtaka höggið. Veit ekki. Fékk skolla í kjölfarið. Vendipunktur.
Eftir stendur að ég fuglaði fimmtándu holu alltaf, fékk alltaf skolla á áttundu sem eru 4 högg í súginn. Fimmpúttaði átjándu. Vippaði í á tíundu í dag. Var að dræva, slá, vippa og pútta bara heilt yfir ágætlega.
Þokkalega sáttur.
Það er saga á bakvið ónýta boltann á fjórðu. Hún kemur á morgun.
Við tökum dalllinn heim á eftir. Snúum heim hel tönuð. Okey...ógéðslega rauð. Okey.....Beta brún og ég rauður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2011 | 08:23
Íslenska
Ég er ötulll talsmaður þess að það eigi að nota þrjú L í íslensku.
Vala
Valla
Vallla
Ég segi t.d. alltaf ,,Salat" eins og "vala" ekki eins og "Halli".
Gott dæmi um rugling var t.d. þegar kona ein kom í Golfskálann og var að selja veski merkt "Dilla Designs".
Ég bara ,,hmmmmm Dilla Designs". Hún leit á mig móðguð og sagði ,,nei vinur, Dilla Designs".
Þá hafði ég sagt það með þrem L-um(eins og að dilla sér) en þetta átti að vera með tveim.
Þetta er úrelt dæmi.
Farinn í golf
Bless
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2011 | 08:17
bið
Vaknaði kl 7 og hef ekkert að gera. Búinn að taka einn Tiger golfhring og dunda mér í angry birds. Bíð eftir að fá að spila seinni hringinn.
Er löngu búinn með allt í chrome útgáfunni af angry birds og kominn með alla bónuskallana. Er bara að dunda mér að fá 3 stjörnur þar sem það vantar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2011 | 08:15
hmmmm
er að "vinna sigur" það sama og að "sigra vinning"?
að vinna
að sigra
sigur
vinningur
Þýðir að vinna sigur eitthvað annað en að sigra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2011 | 23:08
fyrri hringur á 2.stigamóti GSÍ
1.Par 4.Flottur ás vinstra megin í semí röffi. Man ekki hvaða járn en innáhöggið var pínu stutt en á gríni. Tvípútt. Par.
2.Par 3.Góður vindur á móti. 123m og ég tók 7 beint á pinnan sem var uppi hægri megin. Rétt náði gríni en 3mtr pútt beygði í fyrir fugli. Fugl.
3.Par 4.Var búinn að ákveða hérna að vera ekkert að kötta hægra megin og miða beint á grín. Það er leiðinlegt röffið þarna og bönker. Þess vegna fór ég vel vinstra megin inná fjórðu braut. Mig minnir að sirka 120mtr eftir og 7 járn, ekki viss. Man ekki. Fór allavega vinstra megin bakvið grín og lenti í hól. 60° algjört rescue vipp heppnaðist helvíti vel. Meters pútt klikkaði. Skolli.
4.Par 5.Flottur ás á miðri braut en stuttur. Rétt fyrir framan hólinn. 19° þráðbeinn og skildi eftir 54mtr og 60° pínu langur og 3mtr pútt klikkaði. Par.
5.Par 4.Nennti ekki að vera í rugli og fór beint til vinstri inná sjöttu braut. Helvíti fínt. Innáhöggið fínt en skildi eftir 1 mtr í grín. Vippaði nokkra cm frá og gefins par. Par.
6.Par 4.Flottur ás uppí semí hægra megin. 109mtr eftir og 54° 2 mtr frá. Krækti fuglapútt. Par.
7.Par 3.Fáránlega stutt fimma nokkra mtr stutt. Vippaði meter yfir holu. Pútt í. Par.
8.Par 4.Ás, vinstra megin, bakvið klett, oní holu. Djörkaði honum upp og dúndraði í klettinn sem var í 2 mtr fjarlægð. Kúlan kom tilbaka á ógnarhraða og höggið varð sem sagt -5mtr langt. Aftur í fönkí legu en náði að vippa inná grín og tvípútta. Skolli.
9.Par 4. Fínn ás. Fönkí 6 járn hægra megin pin high. Vipp nokkra cm frá. Par.
+1 og sáttur.
10.Par 4.Stuttur ás vinstra megin. Lélegt innáhögg. Tvípútt. Par.
11.Par 4.Flottur ás á miðri braut. Flott innáhögg í fade uppá efri pall. Rétt missti fugl.Par.
12.Par 3.149mtr með 8 pin high vinstra megin á gríni. Par.
13.Par 4.19° upplögn við brekku. 4 járn upp í brekku við grínið. 60° of langur. Tvípútt. Skolli (sem nánast er par á þessa braut í þessum vindi)
14.Par 3.Flottur pw vinstra megin í fade sem endaði einn og hálfan frá holu. Fugl.
15.Par 4. Flottur ás í dragi til vinstri. Endaði um 40mtr frá pinna niðri vinstra megin á braut. Bankaði kúluna upp á annan pallinn með áttu meter frá pinna. Ekkert svæði til að vinna með þannig að ég valdi að rúlla honum upp með áttu í staðin fyrir 60° á flugi. Heppnaðist. Auðvelt pútt. Fugl.
16.Par 5. Mikill hægri til vinstri vindur og ég tók flottan ás í dragi og notaði vindinn. Átti 210 í pinna en ákvað að taka tvö 100mtr högg í staðin. Hið fyrra, vangefin nía. Hið seinna erfið pw úr þykku grasi. Skildi eftir undarlega bogið pútt í 7mtr fjarlægð. Tvípútt. Par. Strákurinn.
17.Par 3.7járn beint á pinna í fönkí vindi. Vipp og einpútt. Par.
18.Par 5.Frumlegur ás með púll fade á miðja braut. Upplögn með þykku 5 járni. Ákvað svo að taka 9 járn með 80% krafti. Mistök. Alltof stuttur og átti 5 mtr í grín. var beint fyrir neðan pinna sem var á miðju gríni vinstra megin. Þetta grín er náttla rosalegt. það var stór hóll þarna og ég ákvað að pútta upp í staðin fyrir að vippa. Var of stuttur og fór alla leið neðst á grínið aftur tilbaka. Púttaði beint upp, sirka 10mtr, næstum því í holu. Skildi eftir meters pútt niðrí móti. Það var erfitt pútt og ég missti það og skildi eftir meter fyrir neðan. varð pirraður og skoðaði ekki línuna og missti það í fljótfærni. Fimmta púttið örugglega í. Tribble.
+3
Fór svo 10-17 í gale force vindi og bucketfull rigningu til einskins.
Case closed
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2011 | 21:59
fyrri hringur
Spilaði gott golf í dag. LOKSINS.
Í raun allt inni og ekkert úti.
Þetta var mjög auðvelt.
+3 sem er akkurat forgjöfin en ég lækka samt. Var á pari fyrir lokaholuna þar sem ég í raun fimm púttaði. Eitt púttið var reyndar semí vipp. Tribble. Ekkert annað markvert.
Er í 20 sæti og bara nokkuð sáttur.
Svo fórum við reyndar 8 holur í viðbót í gale force plús brjáluð rigning. Tókum 10-17. Svo var þetta blásið af. Par,par,par,skolli,fugl,skolli,skolli,skolli. Þessir síðustu skollar voru bara útaf veðrinu sem var orðið klikkað.
Fer út kl 9:40 á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2011 | 18:39
Veikur
Það er komið á hreint að þessi bólga er reykeitrun útaf bílferð dauðans(sjá neðar).
En að öllu gamni slepptu þá er ég pínu slappur og kominn á fúkkalyf.
Borgaði 2500 fyrir viðtal við lækni og svo aftur 2500 fyrir lyfið.
Mín spurning er þessi: Af hverju er þetta lyf ekki selt bara beint í apótekum án lyfseðils?
Er þetta ekki alveg jafn hættulegt og parkódín og hvað allar þessar töflur heita? Alveg jafn hættulegt að óverdósa af þessu og einhverju öðru.
Af hverju er pensilin lyfskylt?
Skyldi það vera svo læknarnir fái sinn skerf! Er bara verið að mjólka fólk að ástæðuleysu!
Pottþétt.
P.S. svo er þetta pottþétt bara sykur í þessu hylkjum. Hef enga trú á þessari læknastétt. Kalt mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar