Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

dagur

Sofa út, borða kókópöpps í morgunmat, fara útí garð á bolnum og spila fótbolta og golf með Sebastian. Fara svo öll saman út í Nauthólsvík á ströndina að sóla sig. Koma við í bakaríinu á heimleiðinni og kaupa sér kringlur og nammi og éta á sig gat í hádeginu. Beta útá svölum í sólbaði, Sebas út í garði í fótbolta með strákunum. Ég að lesa Elvis. Leikur á eftir. Chelskí vinnur.

Uppskrift að wunderbar dag


World War 10

Talandi um stríð. Númer hvað yrði þessi heimsstyrjöld?

Ekki 3 eins og margir myndu kannski halda.....fásinna!

Væri frekar númer sirka 10 skv þessum gæja

http://redhatrob.wordpress.com/2007/07/20/world-war-one-and-world-war-two/


Viðrar vel til loftárása

Djöfull finnst mér eins og heimsstyrjöld sé í nánd.

Hvíti maðurinn á móti múslimanum

Eða Caucasian Vs Moro

Fyrst kom 9/11
Svo var hefnt með Farawayistan árás sem lauk með dauða Obama(obligatory villa nú á dögum) Bin Laden.

Núna er röðin komin að múslimanum aftur. Það kemur eitthvað rosalegt. Nóg til að valda full out stríði.

Kalt mat

Þetta liggur í loftinu....þið lásuð það fyrst hér gott fólk.


pyjamas hamas

Ævintýradagur hjá Sebas í dag. Búinn að leika sér mikið úti í bolta með strákunum í garðinum og svo núna kl 21(venjulegur háttatími kl 20:30) þá fórum við öll í náttfötunum út í nóatún til að velja okkur eitt nammi.

Vakti ekkert litla lukku hjá pungnum.

Það vakti ekki síður lukku hjá fólki inn í Nóatúni. Beta beið út í bíl og við tveir ráfandi í nammileit í náttfötum.

Góður dagur í dag.


setning síðustu 100 ára

Horfði á Anvil heimildarmyndina um daginn. Svo í gærvköldi sá ég Rolling Stones myndina eftir Martin Scorcese.

Var núþegar búinn að sjá báðar myndirnar og verð að segja að RS myndin er leiðinleg. Ótrúlega ópersónuleg og ekkert í gangi.

Anvil hinsvegar var ótrúlega góð.

Það er samt eitt sem stendur upp úr. Það er klassísk setning sem Keith lætur eftir sig. Þetta gæti hugsanlega verið uppáhalds setningin mín.

Hún hefur allt....depurð, gleði, vináttu, metnað og fegurð.

Þegar hann var spurður hvor væri betri gítarleikari, hann eða Ronnie Wood

þá kom þessi gullmoli.....

,,We´re both lousy, but together we´re better than ten others"


shaken not stirrrr

Ég var útí garði að leika við Sebastian áðan. Það voru nokkrir krakkar þarna í búðarleik m.a. krakkarnir þeirra Nonna og Höllu frá Blönduósi.

Allavega...þau voru að færa mér allskonar þykjustunni mat.

,,hvað viltu núna?"

ég reyndi að svara á frumlegan máta.

,,súkkúlaðijarðaberjakökuís"

Svona gékk þetta milljón sinnum í viðbót þangað til að ég sagðist vera saddur.

,,bara einn í viðbót"

,,ok"

,,hvað viltu núna?"

Þá datt mér í hug að fokka aðeins í þeim og biðja um áfengi.

,,Malibu Leche takk"

Þá kom bara strax

,,viltu klaka?"

!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Krakkarnir með þetta á hreinu.


achaaaaa


víííííí

víííi

hress

Nákvæmlega svona bregst ég líka við þegar tilkynnt er að nú séu flugfreyjur að bera fram mat! 


freknur

Ég var að pæla......djöfull er langt síðan ég sá einhvern með freknur!

Hvað er annars málið með freknur? Hverskonar fyrirbæri er það?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband