Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Hola

Ég skipti um grip á pútternum mínum og skellti Lamkin 3Gen gripinu á. Allt í!

Hann virkaði sem svín um helgina út á Hellu.

Þetta grip er þykkara og algjör draumur.

btw þá hætti ég við kaupin á Odissey Dart og held mig við Píparann minn frá Ping.

Knútur er að reyna að fá mig til að kaupa Ping Anser kylfurnar. Þær eru ótrúlega flottar og virka vel. En málið er að ég á bara svo fallegar kylfur núþegar þannig að. En ef ég ætti að fá mér nýjar þá kæmu Anser vel til greina.


Við erum öll hólpin

Mannkyninu er bjargað!

Við erum öll hólpin. Take That eru aftur byrjaðir að gefa frá sér vídeó þar sem þeir sjást sitja eða standa horfandi í mismunandi áttir. 


Vírað

Mæli með Wired þennan mánuðinn. Þetta er ,,The Humor Issue" og gæjinn í SNL er framan á coverinu.

Wired....the gift that keeps on giving.


fíll

Djöfull er ég að fíla þennan grófa undirtón og þennan ethereal söng yfir. Gott kontrast 


Æfing

Mætti á æfingu í fyrsta sinn í langan tíma. Það kom mér skemmtilega á óvart að strákarnir eru ennþá strákarnir og Derrick er ennþá Derrick.

Var búinn að sakna þess að mæta. Mjög gaman.

Svo var pútterinn bara svo suddalega heitur að annað eins hefur varla sést norðan alpafjalla.

Það var semí vel mætt. Tunnan, Massfreð, Batman, Þessi, Rokkgoðið, Tjón, strákurinn og fleiri góðir. Vantaði T-Dog, D, Simsen, Ginga, Kaymerinn og fleiri góða.

Reyndar var Kaymer keyptur yfir í GKB. Hans verður sárt saknað.


Gylfi

Mig dreymdi að Beta væri laumudóttir Gylfa Ægis!

Ég er að pæla í að fara í meðferð. Eða allavega í ískalda sturtu.


1.hringur sumarsins

Fyrsti hringur sumarsins staðreynd. Ég sló 30 boltum fyrir hringinn til að hita upp og vissi að það sem ég þyrfti að passa væri 50mtr og niður útaf tötsinu sem er alltaf ryðgað á vorin og líka sveiflu gefelsið. Maður er oft eitthvað stirður á vorin og gefur sig ekki nægilega í sveifluna.

Annars var ekkert sem ég var að pæla í. Vildi bara spila og skemmta mér með engar væntingar.

1 - Ætlaði að taka bara létt á því og gaf því ekki nægilega í sveifluna. Hann dökkaðist til vinstri og beint út í á. Víti. Þriðja högg var átta frá 120m þar sem ég ætlaði að taka létt á....viti menn.....vel til vinstri, yfir braut og út í drasl. Fjórða höggið var 60° redding uppá braut. Pw vipp sem krækti. Stutt pútt. Dobbúl á fyrstu og ég gerði akkurat það sem ég ætlaði ekki að gera. Að gefa sig ekki í sveifluna. Fokk!

2 - 8 járn aftur vel til vinstri og upp í hól. Fönkí lega en ég tók Ballesteros save með Pw og setti svo púttið örugglega í fyrir pari.

3 - Flugbrautin. Gaf mig loksins í höggið og átti brilliant upphafshögg. Flottur blendingur. 54° beint á pinna en 2mtr yfir. Púttið fullkomið en cm of stutt. Par.

4 - Tók létt 80% 3 tré um 40 mtr til vinstri við grín. Varabolta nákvæmlega eins. Fann fyrsta boltan og vippaði inn á grín. Púttaði fullkomlega en cm of stuttur. Skolli.

5 - Fullkomið upphafshögg. Tré 3 pin high vinstra megin út í drasl. Kiksa 60°(tötsið ryðgað) nokkra mtr áfram. Vippa því aftur og set svo púttið örugglega í fyrir pari.

6 - Fínt upphafshögg aðeins til vinstri. 54° inná grín. Fullkomið pútt en cm of stutt. Par.

7 - Fullkomið upphafshögg. 54° 2mtr frá. Fullkomið pútt en cm of stutt. Par.

8 - 6 járn rétt við grínið vinstra megin. Lélegt vipp of langt. Fullkomið pútt en cm of stutt. Skolli.

9 - Fullkomið upphafshögg. 54° 6mtr of stutt. Fullkomið pútt en cm of stutt. Par.

10 - Upphafshögg pin high vinstra megin. Kiksa 60° rétt áfram. Vippið lélegt. Fullkomið pútt en cm of stutt. Skolli.

11 - Strikað 4 járn en of stutt. Vipp og pútt. Par.

12 - Fullkomið upphafshögg. 54° blint högg og yfir grín. Lélegt vipp of langt. Fullkomið pútt en cm of stutt. Skolli.

13 - 8 járn vinstra megin. Vipp krækti og einpútt. Par.

Á þessum tímapunkti var ég orðinn þreyttur. Lappirnar mjög þungar. Þegar það gerist þá fara höggin oft til vinstri og stutta spilið(tötsið) að klikka.

14 - Upphafshögg vel til vinstri og rétt hékk fyrir utan rautt á sjöttu braut. Reddaði kúlunni með blending 30mtr fyrir framan grín. Fínt vipp. Fullkomið pútt en cm of stutt. Skolli.

15 - Fullkomið upphafshögg. Flottur blendingar. 54° kiks. Vipp og pútt. Par.

16 - Upphafshögg vel til vinstri yfir á fimmtándu. Flott innáhögg. Fullkomið pútt en alltof stutt. Fullkomið pútt en cm of stutt. Skolli.

17 - Fullkomið upphafshögg yfir á þriðju eins og rætt var um til að hafa betri innákomu á grínið. 54° kiks. Lélegt vipp of langt. Fullkomið pútt en cm of stutt. Skolli.

18. Upphafshögg vinstra megin. Þungt röffhögg rétt undir brekku. 60° nettur lobbari sem þó góður, skildi eftir erfiðasta pútt dagsins. Niðurhalli og hægri til vinstri brot. Fullkomið pútt sem loksins náði að éta upp þessa helvítis cm sem ég hafði alltaf skilið eftir. Svona er að æfa alltaf á hörðu teppi!

Allt í allt mjög sáttur við flest nema vippin. Tötsið. Það er þó skiljanlegt. Tötsið er oft ryðgað á vorin. 79 högg með 11 fullkomnum púttum sem fóru ekki í holu útaf skorti á cm. Svona er golfið. Alltaf skýring á öllu. Kannski er bara best að þegja.


Malibu Leche

kemur mér verulega á óvart að engin drekki Malibu Leche með matnum!

Það er 40% Malibu og 60% mjólk

Basic

Ætti að vera efst í matarþríhyrningnum.


79 högg

79 högg í gær og ég merkilega sáttur. Var að dræva sem mothafogga á flestum brautum. Nema á fyrstu þar sem ég húkkaði út í á og fékk dobbúl.

Svo púttaði ég sem engill. Nema bara að holan var alltaf pínu lengra í burtu en kúlan vildi fara.
Ég átti sem sagt ekki eitt feilpútt allan hringin og var alltaf beint á holu. En......var mjög oft centimetrum of stuttur.

Setti í raun bara eitt flott pútt niður, og það var á lokahounni.

Grínin voru bara svo ótrúlega hæg að heilinn í mér registeraði ekki að maður átti í raun alltaf að negla. En uppsetning, línulesning og framkvæmd strokunar var 100% rétt í öllum púttunum. Vantaði bara pínu meiri kraft.

Varð í 19-23 sæti af um 248.

Miðað við fyrsta hring eftir blóðtappa og hreyfingarleysi þá er ég glaður. Síðasti hringur var 7.ágúst þannig að.....

nánari lýsing á hringnum kemur í kvöld.


lím

funny-angela-merkel-superglue

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband