Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

morð

Af hverju er bara dautt fólk í sjónvarpinu mínu?

95% af öllum þáttum í sjónvarpi í dag snúast um morð, mannvonsku og vesen.

Hvar eru allir leikjaþættirnir. Hvar eru skemmtilegheitin.

Ég nenni ekki að horfa á viðbjóð lengur. Set bara friends eða eitthvað álíka léttmeti í tækið.


morgunhringur

Ég ætla ekki að gera Knúti það að vera að tala mikið um þennan golfhring í morgunsárið.

En til að gera langa sögu stutta þá vann ég.

Það var rosalega kalt. Vindur. Völlurinn eins og um miðjan febrúar. En við vorum snöggir að þessu. Heit sturta og pizza í morgunmat. Gerist ekki betra.


Vekjaraklukka

Beta gaf mér nýja vekjaraklukku. Í þetta sinn ekki með rómverskum tölum.

Svínvirkar.

Núna er ekkert mál að vita hvað klukkan er.

Það eina sem er soldið erfitt við þessa klukku er hljóðið sem gelllur þegar vekjarinn hljómar. Ég er ennþá að jafna mig síðan áðan. Þetta er svo rosalega mikill hávaði. Er með nettan hausverk.

Þetta er eitthvað annað en hin klukkan þar sem Stephen Fry byrjaði að tala seiðandi um eitthvað fallegt. ÞAÐ er góður vekjari.


golf

Jæja....golf í morgunsárið með Knúdsen. Vakna 6. Spila 7. Sturta 9. Vinna 10.

Hljómar eins og plan.


Þetta meikar svo mikið sens

4q4mc

Elvis the pelvis

Tókum Elvis maraþon í gærkvöld. Horfðum á Elvis, the movie, með Johnathan Rhys-Meyers sem Elvis. 170mín. Svo horfðum við á The 68 Comeback Special líka.

Hann var flottur. Nett heimskur og óþroskaður. En flottur.

Brjáluð rödd, sérstaklega seinna meir í lífinu.

Ekki mikill listamaður að mínu mati því hann samdi ekki lög né spilaði að neinu ráði á hljóðfæri. Var bara killer skemmtikraftur með flotta rödd og útgeislun.

Mæli með að fólk tékki á 68 comeback special sit down partinum. Afslappað og fínt atmó þar sem Elvis chillar og syngur. Nett.


1.stigamót

Fyrsta stigamótið um þessa helgi. Spilum útá skaga. Ég hringdi úteftir og mér var tjáð að völlurinn væri í góðu lagi.

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað frá síðasta sumri en nýja grínið á fjórðu braut samt ekki enn komin í notkun. Bara nokkrar glompur hér og þar.

Ég og Knútur fórum í gegnum brautirnar í dag og settum upp leikskipulag. Það var þverpólitísk samstaða um þetta skipulag. Ráðast á alla pinna og rífa upp dræver á öllum brautum. Basic.

Næ ekki æfingarhring en whatever. Hef spilað þarna áður.

Fyrsta braut...miða beint á pinna, driver eða 3 tré.
Önnur braut...5 járn plús innáhögg sem lendir 20m fyrir framan grín og rúllar inná.
Sjötta braut...6 járn plús innáhögg.
Tíunda braut...driver og miða pínu hægra megin

Þetta eru einu ákvarðanirnar sem þarf að taka, all else equal.

Þetta verður óvenju sterkt mót held ég. Margar mínus tölur í forgjöf. Hressandi. Rástímar verða birtir á hádegi á morgun.


Til sölu

Eru ekki allir golfarar hungraðir í nýjar græjur fyrir sumarið? Hér er ein bubblandi kraumandi sjóðandi!

Glænýtt Taylor Made R11 TP 3-tré til sölu. Hægt að stilla kylfuhausinn á fjölmarga vegu. Glæsileg kylfa sem svíkur engan. Þess vegna hægt að leggja drævernum til hliðar því maður slær svo langt með þessari kylfu! Óspjölluð og ennþá í plasti.

Fæst fyrir 55 þúsund krónur (kostar 60 þúsund í golfverslun).

http://www.taylormadegolf.eu/Fairways/R11_TP_Fairway_Woods/R11_TP_Fairway_Woods_Overview.aspx

Áhugasamir hafið samband gegnum póstfangið gudjonhenning@gmail.com


low got lower

Hvílík byrjun á viku. Allt viðbjóðslegt (sjá neðar). Núna er ég orðinn veikur í þokkabót.

Fór snemma heim og mygla yfir Rachel Ray. Er að pæla að skipta yfir á Omega.

Happy times!


let down

Í gær skeit ég upp á bak í golfi, Liverpool tapaði, það sveif öskuský yfir okkur í r.vík, það var ógéðslega kalt og mikill vindur en verst af öllu var þó að enda bara í 2.sæti í deildinni í fantasí.

Ég gerði gott run á Póska og tók af honum 16 stig í lokaumferðinni. Hoppaði upp í 2.sætið með þessari umferð. Var númer 2500 í þessari umferð af 2.500.000. Nokkuð gott. En hefði þurft aðeins betra.

Endaði í heildina númer 68þ, sem er fínt. Endaði í 22.sæti á Kop.is

Ég vann í fyrra, lenti, að mig minnir í öðru árið þar á undan, og núna í öðru aftur. Ekki slæmur árangur.

Óska Póska til hamingju með sigurinn

Óska líka Henning til hamingju með TM/Adidas mótið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband