Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Undrun

Þjóðverjar eru upp til hópa ótrúlega kurteist og vingjarnlegt fólk.

Í umferðinni blívar mikil skipulagning. Fólki er hleypt inn í bílaraðir hægri vinstri og allir sem ég hef séð eru þolinmóðir. Ekki eitt einasta flaut.

Aldrei séð annað eins. Ekkert kapphlaup að verða fyrstur. Þvílík andstæða við Spán og Ísland allavega.

Svo heilsa allir manni ef þeir ganga framhjá. Guten tag og Halú.

Fólk í búðum er einstaklega vingjarnlegt og flestir meira að segja með bros á vör, ólíkt því sem maður hafði heyrt og gúgglað.

Kannski er þetta af því að við erum í litlum bæ með bara 17.500 manns en reyndar var þetta líka svona í Wiesbaden sem er með 277þ manns.

Er þetta veruleiki eða er þetta bara þýska genið í mér loksins að vakna!

Hmmmmm, kann allavega vel að meta vingjarnlegheitin en best þykir mér þó skilvirknin.


Ný könnun

Vek athygli á nýrri þýskri könnun

varðandi fyrri könnun þá var hún svo leiðinleg að ég man ekki hver spurningin var. Því síður niðurstöður.


ó to the moþafriggin mg


þýskur áróður

Alveg rólegir þjóðverjar með að skella auglýsingamyndböndum fyrir framan nánast öll youtube myndbönd!

Ótrúlega óþolandi að þurfa að bíða í sirka 10 sek(ég veit, hljómar lítið en er samt óþolandi) áður en vídeóið þitt byrjar.

Hef verið að horfa á annoying orange fyrir krakkana, gítarmyndbönd fyrir mig og klám fyrir Betu........nei djók. Bara tvö fyrri dæmin.

Youtube skynjar ip töluna mína og sér að ég er í Þýskalandi og BEM! auglýsingar út í eitt.


Ævintýrarúntur

Við skutluðum börnunum í skólann og Betu svo heim. Ég og Sebs fórum þvínæst í ævintýrarúnt í kringum svæðið. Ég lét bara Garmin gps tækið reikna út hvar næstu golfvellir væru, stillti AcDc ,,highway to hell" í botn og svo bara operation GO.(lagið var óskalag).

Sá fyrsti sem við fundum var Amerískur Members only klúbbur með B.B. King bakvið búðarborðið í Proshoppinu. Hann var með attitude þannig að við fórum bara. Nennum ekki að tala við fólk sem nennir ekki að tala við fólk.

Næsti klúbbur var Wiesbadener Golf eða eitthvað álíka. 9 holu völlur sem var bara með opið á vetrargrín. Lame.

Þriðji og síðasti klúbburinn heitir Mains-Taunus og var flottur. Loksins fólk sem nennti að afgreiða okkur félagana. Eini gallinn við hann var verðið. 95 friggin evrur fyrir einn friggin hring. Rúmlega 15þ kjéll!!!

Sjensinn.

Reyndar var þetta verðið um helgar, virka daga einungis 60 evrur eða tæplega 10þ. KABLOOEY!!!!

Ekki að ræða það.

Það virðist vera sem golf sé soldið mikið bara ríkumannasport hér í Þýskalandi. Sem skýrir af hverju ekki fleiri þjóðverjar eru góðir á túrnum.

Þannig var það t.d. á Spáni í denn áður en að túristagolfið opnaði þetta soldið. Þróunin þar hefur líka verið sú að fleiri og fleiri ungir spánverjar eru að gera góða hluti einmitt útaf því að almenningur kemur meira og meira inn í sportið.

Á Íslandi er þetta einmitt pjúra almenningssport.......hmmmm....af hverju eru ekki fleiri íslendingar þá á túrnum!

Útaf því að við sökkum.


Róna peep show

Erum hérna í litlum bæ sem heitir Eltville sem er í um 30mín fjarlægð frá Frankfurt.

Þar á milli er Wiesbaden sem er 280þ manna bær.

Við rúntuðum þar inn og leituðum að miðbænum.

Það var nokkuð ljóst hvenær við vorum komin er við stoppuðum á rauðu ljósi og á hægri hönd voru rónar og einn með tippið úti.

Krakkarnir sáu þetta sem betur fer ekki en ég og Beta fengum þau forréttindi að sjá ókeypis peep show.

Nokkuð solid merki um að maður sé kominn í miðbæ stórborgar!


golf im deutschland

Kom með golfsettið með mér. Ég er samt bara ekkert viss um að ég fari því þessir vellir hér í kring eru ekkert spes og allir rándýrir!

Einn gæji t.d. bara 9 holur og samt 50-60 evrur sem gera um 8000-9500 bökkerúnís! 9 holur. Ekki séns.

Sjáum til hvort ég finn ekki eitthvað boðlegt.


Kind

Beta gerði amrískan brunch fyrir okkur krakkana. Við ræddum yfir borðhaldinu hve skrýtið væri að barn í þýskalandi væri í raun kind. Sebas hafði gaman af því.

Við erum að blasta X-inu 977 í eldhúsinu. Það er svona internet radio hérna. Soldið skrýtið að hlusta á slíkt hér út í bradwurstlandi.

Gaman að því.

Næst á dagskrá:

Rúntur um bæinn.


Bitra vartan

Það er alltaf einhver að kalla mig ,,bitra vörtu!"

Hraðbankinn, wii talvan, bílastæðasjálfsalinn.....


Schwein!

Þýskukunnátta mín er strax farin að skila sér. Ég fór í kjötborðið í Nóatúni þeirra þjóðverja og spurði hvar beikonið væri.

,,Wo ist die Bacon?"

Ég fékk, held ég, síðustu opinberu ræðu Hitlers á móti mér.

Mér fannst það allavega. Ég reyndi þá aftur.

,,Schwein?"

Þá rétti hún mér bara pulsu og brosti!

,,ist das Schwein?"

Hún bara ,,nein" og benti á Sebas.

Var bara að gefa Sebas að smakka.

Krúttleg gömul kona.

ps ég fann svo beikon skömmu síðar. Andið rólega


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband