Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

pínu

Sebastian er á ,,pínu" tímabilinu.

Hann notar þetta orð ótæpilega.

,,Pabbi! viltu pínu koma?"
,,ég ætla að fara pínu inn í herbergi"
,,hey! eigum við pínu að horfa á Lúkas(the ant bully)?"

Mér finnst það dúllulegt.


Stjörnumerki

Við skiluðum bílaleigubílnum í morgun.

Á leiðinni heim ræddum við öll um í hvaða stjörnumerki við vorum. Fyrst sagðist Beta vera ljón svo kom Stefán Orri og sagðist vera krabbi. Anna Elísabet sagðist svo vera Steingeit og ég Bogmaður.

Þá var bara einn eftir og allir litu á hann.

Sebastian hugsaði sig pínu um og sagði okkur loks að hann væri blettatígur. Því hann vildi hlaupa hratt.


Pulsa

Rúntuðum um Eltville í leit að Bradwurst. Fundum ekkert!

Það var enginn pulsusali á vappi. Ráfuðum inn á Tyrkneskan stað og spurðum til vegar. Hann neitaði að segja okkur frá neinu og vildi bara að við ætum hjá honum. Stælar! Við fórum því út og ég muldraði ,,Sofía Hansen" lágum rómi er ég lokaði á eftir mér.

Við fórum meira að segja á Tourist info skrifstofuna til að spurja.

,,EntsczxzshúldiGúng, wissen sie wo ich kann eine bradwurst geessen?"

Stelpan rétti mér bækling með öllum veitingastöðum Eltville.

Það var einmitt það sem við vildum ekki. Við vildum fá pulsuna sem dettur af vagninum. Pulsuna sem innfæddir borða. Pulsu fátæka mannsins. Alþýðunnar. Ekki á fansí veitingastað.

Helst eitthvað sveitt.

Á endanum gáfumst við upp. Við fórum því bara í Das Hagkaup og keyptum okkur svín úr kjötborðinu. Við strákarnir hámuðum það í okkur en Beta fúlsaði við því. Fékk sér bara brauð og egg!

Ætlum að fá innfædda til að leiðbeina okkur um staðinn í leit að pulsu um helgina.


Perrinn ég

Tókum annan Frankfurt rúnt í morgun. Beta, Sebas og ég.

Það var skítakuldi og ég þurfti að vera í peysu :)

Tókum smá fatarúnt fyrir Betu og enduðum svo aftur í hljóðfæraversluninni.

Ég og Sebas kíktum í trommu álmuna og gripum í kjuða og lömdum stöff hægri og vinstri. Tók nettar myndir af Sebas á hinum ýmsu settum. Tók sig vel út.

Fékk svo að perrast í gíturunum í friði á meðan þau sátu í Gibson leðursófa.

Fékk að prófa Gibson Les Paul Studio faded mahogany worn brown

Gibson Les Paul Studio CH WB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ótrúlega fallegur að mínu mati.

Mér var vísað inn í herbergi þar sem sást ekki í veggina fyrir ömpum og hátölurum. Ég gat valið mér hvaða magnara ég vildi stinga í. Hvílíkur valkvíði! Bað um Marshall JCM 800 eftir smá umhugsunarfrest. Gæjinn kveikti á því apparati og fór svo út og lokaði á eftir sér.

Þjónusta! Af hverju er ekki svona dæmi á Íslandi!

Ég kallaði á Betu og Sebas og myndir voru teknar. Sebas fékk líka að spila. Hann var að strömma og ég spurði hvort hann vildi taka ,,Vælubíllinn"(sem við syngjum stundum).  Hann neitaði og sagðist vilja gera nýtt og flottara lag. Ánægður með hann, ekkert cover stöff, bara frumsamið á þessum bæ.

Keyptum að lokum strengi fyrir Stefán Orra og brunuðum heim. Var að láta þá í barnagítarinn hans og stillti uppá nýtt. Hann ætti að geta glamrað eitthvað á gripinn núna. Hann var nefnilega orðinn soldið lúinn og einungis með 3 strengi. 

Myndir af þessu himnaríki gítarperrans koma eftir smá.


Hljóðfærabúð Guðana!!!!

Ég er glaður. Fórum í Musik-Schmidt í Frankfurt í dag. Men ó men. Myndir af þessari búð koma þegar ég kem heim því ég er ekki með snúru. En myndir voru teknar svo rosaleg var búðin.

Það voru 2500 rafmagnsgítarar þarna inni að sögn. Trommu ÁLMA! Ska-rill-billjón effektar og svo fullt af herbergjum með milljón mögnurum af öllum gerðum og stærðum þar sem maður gat sest og leikið sér á gítar og plöggaði í það sem maður vildi.

og þetta var bara efri hæðin!

Á þeirri neðri voru fjögurhundruðþúsund píanó/orgel/flyglar/og u bara neimitt ásamt upptökutækjum, mixerum, og beisikklí allt sem tengist hljóði.

og þetta var bara fyrra húsið!

Það var annað hús!

Þetta var needless to say, yfirþyrmandi og það tók mig um 5 mín bara að fatta á hverju ég ætti að byrja.

Samt tók ég fyrstu 10 mín bara að labba um og sinna strákunum. Þeir voru líka að eipshitta. Með mér voru sem sagt Beta og Sebas ásamt tæplega 6 ára Stefáni Orra.

Þeir voru sammála um að Flying V týpan væri flottust. Eða sú lögun. Svo fundu þeir fullt af þannig gíturum með myndum á eins og eldi, hauskúpum og einn Spiderman gítar meira að segja. Allt mjög spennandi og þeir báðir staðráðnir í að fá sér gítar á morgun (Sebas er ekki enn búinn að ná tíma conceptinu og kallar allt ,,á morgun" sem mun gerast í framtíðinni).

Svo náði ég að fá smá tíma fyrir sjálfan mig og Beta sá um strákana.

Ég uppfærði Zoom G2.1u pedalinn minn í G2.1Nu ásamt því að kaupa daisy chain og multi power snúrur fyrir effekta. Kjarakaup að sjálfsögðu og fæ meira að segja 3000kr tilbaka í tollinum á leiðinni út.

Vona bara að ég komist upp með að smygla þessu inn og sleppa við tollinn(allir tollverðir sem þetta lesa þá kem ég 1.apríl heim).


Eagles smeagles

Hvað er málið með þessa Eagles vitleysu!

Kántrí viðbjóður sem var heitt í usa einhverntíman.

Ég og Beta erum mjög samstíga með skoðun á þessum sökkass böndum eins og Eagles, Boston, Chicago og Crosby Stills and whocares.

Eiga allir kannski eitt, tvö góð lög og svo rest bara lame(Betu finnst reyndar ekkert lag gott með þessum böndum).

Fyndið með íslendinga, það er svo auðvelt að hæpa eitthvað upp hér á landi.
Nánast nóg að setja bara ,,loksins á Íslandi" í auglýsinguna og allt selst upp á 10 mín. (Hver man t.d. ekki eftir Papinos/Dominos málinu í gamla daga).

Ég meina, hvað ætlar fólk að gera þegar Hotel California er búið og 19 lög í viðbót eftir sem eru miðlungs í besta falli!

Frekar myndi ég eyða þessum 15þ kjélli í bland í poka, bara súrt!


TojsRass

Fórum í Toys R Us í morgun og lékum okkur að 70% af dótinu. Ýttum á alla takka og spiluðum á flest hljóðfærin.

Það tók smá tíma að útskýra fyrir Sebs að stundum fer maður bara til að skoða og leika sér en ekki til að kaupa.

Það hafðist á endanum án væls en með smá fýlusvip sem entist í 7 mín.

Beta keypti reyndar smábarnadót. Snuð með ,,I´m a rocker" framan á og slíkt.

Á morgun förum við svo líklega til Frankfurt í aðra HM búð og hljóðfærabúðina Musik-Schmidt http://www.musik-schmidt.de/gb

Virðist vera hardcore búð.

Sebas er spenntur og vildi umsvifalaust fjárfesta í gítar með hornum á stöng(hvað sem það svo þýðir) þegar ég sagði honum planið.

Ætla að kaupa nokkra hluti. Meira um það síðar.


Nintendo

Erum að pæla að kaupa Nintendo DS fyrir Sebastian. Þetta er bara svo helvíti dýrt. Lite útgáfan kostar 16þ svo plús einn leikur á rúmlega 6þ kjéll.

Þetta er bara nánast komið upp í Wii tölvu!

Þurfum aðeins að pæla í þessu betur.


ljón

Sebastian var sorgmæddur í morgun því ljónamorgunmaturinn var búinn og bara tígrisdýramorgunmatur til.

Fyrir forvitna:

http://www.ciao.co.uk/Nestle_Lion_Cereal__5345923

og

http://www.kelloggs.co.uk/products/Frosties/Cereal/Frosties.aspx

P.s. það reddaðist þegar hann fékk að blanda frosties saman við seríós


Frenzí

Við vorum að labba í miðbæ Wiesbaden á göngugötu þegar ég sá skyndilega einkennilegan, en jafnframt kunnulegan glampa í augum Betu.

Hún stoppaði, snéri á hæl og sem óð væri arkaði inn í búð.

Þessi búð......er sú búð sem allar konur elska.......við erum auðvitað að tala um hina margrómuðu.......... HM.

Mín var ekki lengi að ná áttum og kynnast krók og kima með því að standa við innganginn og skanna staðinn með blikandi augunum.

Það sem gerðist næst er eiginlega í móðu.

Við erum að tala um nokkurskonar frenzí sem kom yfir hana og hún raðaði í körfuna flík eftir flík.

Hún varð eiginlega hyper og byrjaði að tala við mig um barnaföt og allskonar stöff sem ég skildi ekkert í. Stærðir, liti og lögun sem gat alveg eins verið gríska fyrir mér.

Þá áttaði ég mig á því sem gerst hafði!

Hún hafði fyllst sömu öfgatilfinningu og ég, þegar ég sé hljóðfærabúð.

Það koma blindur fyrir augun(svipað og á hesti), sjónsviðið þrengist en einbeitingin verður jafnframt skarpari. Ánægjutilfinning hríslast um líkamann og maður verður ör. Maður er fljótari að hugsa, tekur ákvarðanir á örstundu og hefur gaman af því.

Frábært.

Ég lokaði því bara eyrunum, kinkaði kolli og opnaði budduna.

Ég vona bara að mér verði sýndur sami skilningur þegar hlutverkin víxlast :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband