Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

sögur

Ég geri fastlega ráð fyrir þónokkrum sögum af þjóðverjum og okkar svaðilförum hér í Þýskalandi. Hlakkar mikið til að lenda í vandræðalegum mómentum í samskiptum á þýsku.

Kom mér samt á óvart á flugvellinum þegar ég spurði mann um hvar Bulky luggage myndi koma. Hann svaraði á þýsku og ég skildi bara allt sem gæjinn sagði.

Er náttla 1/8 þjóðverji. Jawoll mein herr.

CharlieWiederSheen


Úber alles

Heil allir saman

Flugum í morgun með íslenska landsliðinu til Frankfurt. Þeir voru hressir.

Við erum samt drulluþreytt enda vöknuð kl 4

Sebas er dottinn í Wii með Stefáni. Aðal issjúið er að skiptast á. Það er erfitt.


Auf vídercharliescheen

Næsta færsla verður út í Dojtschlandi og að sjálfsögðu á þýsku í tilefni dagsins.

manía

shit! gleymdi að borða!

Það er svona að vera manískur


B to the M

Verð að segja að Big Muff rúlar svo mikið að ég er næstum því farinn að skæla.

Langt síðan ég hef kveikt á Cubase og rippað nokkur likk.

Bara verið að spila live í ampinn.

Plöggaði Big möffnum í Zoominn og þaðan í tölvuna og reif nánast nýtt gat á ósonlagið með þessum þykka lava-like tón.

Ég var ekki lengi að henda í nýtt lag. Bara verst að ég nenni ekki að gera trommur við það.


what to do in der reich

Jæja þá styttist í Þýskalandsför.

Hlutir sem ég ætla að borða í Þ-landi:
1. Bratwurst
2. Sauerkraut
3. Wienerschnitchel
4. Kartoffelsalat(á að vera mjög wunderbar að sögn)
5. Marzipan

Hlutir sem ég ætla að skoða
1. Feita menn með axlabönd og bjórvömb
2. Rín
3. Kannski eitt stykki golfvöll
4. Kastala
5. The Eagles Club(staðurinn sem Priscilla hékk á og hitti Elvis þegar hann var staðsettur í Þ-landi í hernum)

Hlutir sem ég ætla að forðast
1. Mjóa menn með yfirvaraskegg
2. Derrick
3. Oliver Kahn
4. Lederhosen
5. Volksmusik (polka tónlist)


Bakrödd

Fórum í mæðraskoðun í gær. Engin önnur en Eva Ásrún sem var hjúkkan. Var mikið að pæla hvort ég ætti að fá hana til að syngja smá bakrödd fyrir okkur.

listin að fá sér góðan bragðaref

Lykillinn við að fá sér góðan bragðaref er að biðja stelpuna bara um að hafa pínu minni ís!

Hljómar mótsagnakennt. Hljómar nuts! Hljómar crazy!

but might be just crazy enough to work[lesist sem hvísl]

Hvernig má þetta vera spyr fólk sig!

Með minni ís hækkar maður nefnilega ,,ís to nammi ratio-ið".

Það er eftirsóknarvert því þannig virðist vera meira nammi í refnum. Sem allir fíla. (Ef þú fílar það ekki þá áttu bara að fá þér venjulegan hreinan ís. Ekki bragðaref.)

nöff said.

Til að draga þetta saman þá skal biðja stúlkuna um lítinn bragðaref en samt hafa pínu minni ís en vanalega. Gott er að brosa pínu rétt fyrir og eftir bónina til að tryggja gott viðmót og almenna kurteisi.

Þetta trix á við allar stærðir bragðarefs.

Njótið vel!


Klipping...niðurstaða

Klipping....niðurstaða......rosalega mikil noboddís klipping...rosalega stutt og rosalega óáhugavert.

Skil ekkert í mér að muna ekki eftir að biðja um töffaraklippingu!


Gítarhetja

Talandi um Sebas þá var síðasta lagið sem við hlustuðum á áður en ég skutlaði honum á leikskólann ,,Highway to Hell" með AcDc.

Við sungum hástöfum en eftir lagið var komið á hreint að honum langar í rafmagnsgítar.

Hann þekkir mína gítara og kallar þann hvíta ,,vínber gítarinn" og hinn ,,svarta gítarinn".

En honum langar sem sagt í ,,...svona gítar með hornum á"

Veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessum skilaboðum.

Er hann að meina svona Gibson SG 

Gibson SG
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svona ESP Hetfield
ESP Hetfield
 
 
 
 
 
 
 
eða svona alvöru metalgæja
ESP Hetfield B
 
 
 
 
 
Get ekki beðið eftir að ræða þetta nánar við hann.
 
Hann fær pottþétt gítar eftir smá tíma. Bara spurning hvort hann sé metal þenkjandi eða normal rokkari. 
 
btw, AcDc lagið er í uppáhaldi núna útaf því að hann horfði á Megamind myndina þar sem það kemur fram. Ekki það að ég hafi verið að ýta þessu að honum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband