Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
31.3.2011 | 14:13
Nefkirtill
Létum fjarlægja nefkirtlana úr Sebastian. Fyrsta sinn sem hann er svæfður. Hann lagðist upp á borðið, krosslagði fætur og skellti höndunum fyrir aftan haus.
Er hægt að vera svalari!
Lét ekki í sér heyra. Ekkert snökkt né neitt. Sofnaði bara.
Það var önnur saga þegar hann var að vakna. Það var samt álíka erfitt fyrir mig og hann. Erfitt að sjá barnið sitt með slöngu í arm, eitthvað stöff í munni til að varna að hann biti ekki í tunguna og svo blæðandi út um eyrun og nef!
Hann var mjög ruglaður þegar hann var að vakna og verkjaði.
Það var ekki fyrr en við komum heim og gáfum honum lyf að hann róaðist. Ís, kleinuhringur og pitsa var heldur ekki að skemma fyrir.
Núna er hann eins og hershöfðingi. Að horfa á Happy Feet.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 08:57
áhugavert
Hvort ertu listamaður eða stærðfræðingur?
http://www.heraldsun.com.au/news/right-brain-v-left-brain/story-e6frf7jo-1111114603615
Tékkaðu á því á ofangreindum link.
Ég nota hægra heilahvelið meira segja þeir. Ég reyndi að sjá hana fara anti clockwise en bara sé það ekki gerast.
Sebastian er líka hægra megin í lífinu. En Beta litla er vinstra megin og meira lógískt þenkjandi en við.
Það er fínt að hafa smá fjölbreytni á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.3.2011 | 08:02
meððetta
Við sögðum Sebastian frá því að við ættum öll vön á litlum strák í ágúst. Áður en við sögðum honum samt frá því lét ég hann giska á hvort þetta væri.
Hann giskaði á Leiftur McQueen!
Svo seinna um kvöldið þá sagði ég honum að við þyrftum nú að finna eitthvað kúl nafn á strákinn.
Hann stakk upp á ,,Kalli Kaldi"
Leist ágætlega á það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2011 | 21:35
Smashing Pumpkins
Datt í hug að perrast aðeins meira. SP næst á dagskrá. Getum sagt að þetta sé ein af þremur uppeldishljómsveitunum mínum. Metallica, Smashing Pumpkins og svo Göns. Tvær down, ein to go.
Hér er sem sagt topp tíu Smashing Pumpkins að mínu mati.
1.Hummer
Gjörsamlega yfirburðarlag. Allur gítarinn út úr þessum heimi. Hvet músík þenkjandi fólk að hlusta sérstaklega á gítarinn og hvernig hann litast yfir lagið. Í fyrsta lagi er náttla þessi þungi Big Muff gítar undirliggjandi sem keyrir þetta áfram en svo er líka gæji sem skreytir yfir og skapar melódíska húkkinn. Gaman að heyra kontrastið á milli þunga gítarsins og raddar Billy sem er gjörsamlega án bassa. Röddin hans er mikið trebble skotin og svífur því flott yfir þyngslin.
2.Muzzle
Þetta er meira svona uppáhalds textalag. Hummer meira tónlistar uppáhalds. Málið með Billy er að hann hefur í gegnum tíðina sungið soldið um eina stelpu sem hann kallar June. Ég kann ekki frekari deili á henni(örugglega gömul kærasta) en hérna kemur það fallega fram. Svo nær uppbygging lagsins hámarki 2:45. Fyrir áhugasama þá er hægt að heyra hann tileinka June lagið, segir ,,for June" rétt áður en hann spilar lagið á acoustic tónleikum í Ástralíu 1996. Heyrist á bootleg skífunni Turpentine Kisses.
3.Mayonaise
Ótrúlega flottur gítar. Flott kikk-inn móment 0:54. Vælið sem heyrist þegar lagið stoppar pínu t.d. 2:01 er úr gömlum lélegum gítar sem hann átti og notaði mikið. Hann ákvað að halda því inní laginu uppá sögulegt gildi. Í textanum kemur m.a. fyrir ,,And run away with me tomorrow, June".
4.Bodies
Ótrúlega þungur og flottur gítar. Fyrsta lagið á MCIS sem náði mér. Brjáluð keyrsla og Primal öskur 1:39. Ekki missa af 2:15 sem er kikk-inn móment lagsins og náttúrlega 20 sek fyrir þann part.
5.Cherub Rock
Flott hvernig gítar og söngur vefast saman allt lagið. Billy notar mikið Octave til að skreyta lög og þetta er gott dæmi um það.
6.Soma
Þetta er eitt af þessum epic lögum. Kikkar inn 3:24, flottasta gítarsóló ever að mínu mati 4:24 sem heldur svo áfram að vefast með söngnum 5:07. Hvað er ekki epic við þetta lag!
7.I of the Mourning
MellonCollískt og fallegt lag. Flott afturábak gítarsóló 1:39
8.Blew away
Fallegt lag eftir James Iha gítarleikara SP. Kann að meta það vegna einfaldleika þess og útaf því að þetta er eitt af fáum lögum sem James syngur sjálfur undir merkjum SP. Svo er gítarinn sem kikkar inn 2:25 ótrúlega flottur.
9.1979
Besta feel-good radio-hit lag SP. Vel heppnað sem slíkt og gott nostalgíu grúv í því. Svo fær það bónusstig fyrir flott ártal. Fun Fact: Strákurinn í official vídeóinu sem keyrir var að keyra í fyrsta sinn og mjög nervus. Þeir ákváðu að halda svo bara partí og kvikmynda bara random það sem fram færi. Það tókst mjög vel og úr varð mjög gott partí.
10. Rhinoceros
Besta örlí stöff SP. Söngur og gítar harmónera fallega saman. Kikk-inn mómentið 3:04 og setningin á undan því ,,see you in June" hmmmm tvöföld meining kannski?
Honorable mentions:
Landslide
coverlag sem er betra en upphafleg útgáfa.
Stand Inside Your Love
Fyrsta lagið sem ég heyrði af Machina skífunni. Var staddur í líkamsræktarstöð með Sverri árið 2000 á Spáni. Spes móment.
Rotten Apples
mjög sterkur contender á topp tíu og væri sennilega í 11.sæti.
Eye
Alls ekki í anda Smashing Pumpkins en er samt ótrúlega flott, var á rípít á vistinni í MA hjá mér mjög lengi og það var meira að segja kvartað undan mér útaf því(of hátt stillt).
Christmastime
Besta jólalag allra tíma! Billy notar öll jólalagatrixin í bókinni ásamt því að vera með flottan orginal húkk.
Gish lögin
I am one, Crush, Bury me, Tristessa og Snail(væri í 12.sæti. Ekki missa af besta lokakafla lags 3:26). Þessi lög eru flott en Billy bara ekki alveg búinn að finna þennan Big möff hljóm sem ég fíla betur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2011 | 14:16
Matt Damon
Hvað er málið með Matt Damon?
Hann er búinn að vera á flótta í nánast 10 ár!
Þetta byrjaði allt árið 2002 með fyrstu Bourne myndinni og núna var að koma enn ein myndin með honum sem heitir The Adjustment Bureau og vitiði hvað.....hann er á hlaupum.
http://www.imdb.com/title/tt1385826/
Það mætti halda að hann væri á flótta undan vel leiknu atriði.
Hann er ótrúlega lélegur leikari, á bara einn svip og eitt múv. Múvið er að hann lítur til hliðar með augunum þegar hann er að segja eitthvað alvarlegt og magnþrungið. Stundum bara augun og stundum pínu haushreyfing. Takið eftir því. Ekki ósvipað og Robin Williams þegar hann vill vera dapur, þá setur hann upp þessa fáránlegu skeifu.
Ekkert mál að vera leikari nú til dags, bara finna eitt svona múv og gera það alltaf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2011 | 14:03
Achtung
Acthung baby! var að fá junkmail í inboxið!
Það hefur ekki gertst í langan tíma.
Ég man þegar maður var alltaf að fá rusl í mailið og maður var alltaf að reyna að gera allskonar síur og slíkt.
Núna er þetta nánast bara non existant.
Vel gert Google mail
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 18:13
Cyrus
Horfðum á Cyrus í gær. Eða réttara sagt ég horfði og Beta sofnaði eftir 20 mín.
Hún kom mér verulega á óvart þessi mynd. Jonah Hill, John C Reilly og Marisa Tomei.
Mæli eindregið með henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 12:28
Space Quest
Space Quest var uppáhaldsleikurinn minn þegar ég var ungur. Ég átti aldrei neinar Nintendo eða þannig svalar leikjatölvur þannig að ég varð bara að láta mér nægja svona nörda PC leikir.
http://en.wikipedia.org/wiki/Space_Quest
Maður varði tímunum saman í þessum völundarhúsum og æfði enskuna. Enda fékk strákurinn 10 í ensku í íllræmdu(samræmdu prófin).
Má segja að þessir retro leikir hafi mótað framtíðina soldið því útfrá þessu varð ég góður í ensku. Fór því á málabraut í MA og svo þaðan út í málaskóla til Spánar. The Rest is HiStory.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2011 | 12:23
sund
Synti í 30 mín í laugardalslaug. Eftir að ég fékk inniskóna þá eru mér allar leiðir greiðar. Þarf ekkert að koma við gólfið í annars viðbjóðslegum klefanum og fer svo beint í innilaugina þar sem engin er.
Næs að synda bara einn í nýrri keppnislaug.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 09:22
Meira að segja ég cave-a inn og finnst þetta krúttlegt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar