Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
20.12.2011 | 00:37
The art of giving
Sebas fékk nammi í skóinn. Viti menn. Hann var ánægður.
Kids these days!
Tókum svo jólaþeytinginn á þetta og versluðum í allan dag.
Fórum í Kringluna og skiptum liði
Beta og DK fóru og keyptu gjöf handa mér frá strákunum. Ég krafðist þess að svo þurfti ekki. En Beta hlustaði ekki á það (eins og ég hafði reiknað með).
Meanwhile laumuðumst ég og Sebas til að kaupa pakka handa Betu.
Að finna gjöfina tók 4 mín. Að sannfæra Sebas um að halda kjafti tók 26 mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2011 | 00:30
körfubolti?
Sebas er alltaf í bolta á sunnudögum upp í Kór með Breiðablik
Við erum á grasinu og þar er stuð. Við tökum alltaf smá rispu ég og hann eftir æfingu. Helbert fjör.
Síðastliðin sunnudag voru krakkarnir hinsvegar í litlum sal uppi. Hann var tvískiptur. Krakkarnir einu megin við tjaldið og hinum megin var körfuboltaleikur.
Veit ekki hvaða lið þetta voru en ég gat ekki annað en horft á þetta inn á milli þess að hvetja Sebastian. Fannst þetta eitthvað svo hallærislegt.
Helmingurinn var með bumbu, nokkrir stórir en allflestir með doughnut skegg.
Svo voru allir eitthvað svo skapheitir og þetta skipti þá eitthvað svo voðalega miklu máli.
Einhver var aðgangsharður við einhvern og allir eitthvað voða harðir. Að er virtist.
Mér fannst þetta nú eiginlega líkjast frekar tveggja ára einkabörnum á blússandi frekju.
Um leið og eitthvað vafaatriði kom upp þá ruku allir upp til handa og fóta og öskruðu á dómarann
,,DÓMARI!!!!"
,,HVAÐA DJÖFULSINS RUGL ER ÞETTA!"
,,ERTU AÐ GRÍÍÍÍNAST!!!"
Þetta voru eins og spillt frekjubörn sem ekkert mátti gera við
Af hverju sætta menn sig ekki við það sem dómarinn segir í íþróttum. Til þess er hann þarna. Til að dæma um hvað sé rétt og rangt.
Meanwhile þá voru börnin hinumegin að elta fótbolta fram og til baka og enginn deildi við dómarann. Þetta var steindautt 2-2 jafntefli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011 | 12:00
Ný könnun
Viltu harðan eða mjúkan pakka í ár?
Það er komin ný könnun hér á hægri hönd.
Kjósið!
Þess má geta að áttatíuogeitthvað prósent vildu fara aftur í tíman í stað fram.
Áhugavert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011 | 11:58
kassagítar
Ég var að spila á rafmagnsgítarinn fyrir strákana. Sem fyrr.
Skyndilega fer Sebastian inn í herbergi og kemur út með einn kassann sem jóladótið var í.
Réttir mér kassann og tjáir mér að núna geti ég bara spilað á kassagítar
Sniðugur
Honum datt þetta sjálfum í hug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011 | 11:55
too cool for school
Davíð Kári hefur ákveðið að hætta að velta sér yfir á magann. Hann tók smá rispur í sirka 1-2 vikur og fannst það sniðugt en hann er over it núna.
Hann bara liggur núna á bakinu og purrar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2011 | 09:41
nýja jólakveðjan í evrópu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2011 | 09:41
jól
Jólatréið komið upp og skreytt. Meira að segja pakkar undir tréinu. Sebas heldur áfram að vera unimpressed með þessar jólasveinagjafir. Ætla að spara mér pening og gefa honum þá bara eitthvað enn ódýrara fyrir vikið. Mandarínur eða eitthvað álíka.
Í dag fékk hann lítin löggubíl og litla lögguþyrlu. Hann vaknaði, náði í þetta og svo bara fór hann í psp.
ég spái því að hann fái Pez á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2011 | 00:37
ládeyfð
Fórum á tónleika í Vídalínskirkju með Diktu og Of monsters and men
Frekar lágstemmt
Ekki mikið fyrir augað fyrir gítarperra eins og mig. Samt alltaf gaman að fara á tónleika
Myndi segja að Of monsters hafi stolið soldið tónleikunum. Fannst þeir skemmtilegri.
Ég man þegar ég sá Cliff Clavin fyrir sirka einu og hálfu ári síðan þá vorum við Beta sammála um að þarna færi skemmtilegasti trommari Íslands.
Svo fór Beta á tónleika með Of monsters um daginn og tók eftir að trommarinn þeirra var ekkert síðri. Fáránlega skemmtilegur og kraftmikill.
Viti menn, þetta er sami gaurinn. Föttuðum það í kvöld. Hann er klárlega numero uno í dag. Unun að fylgjast með gaur sem svoleiðis lifir sig inn í það sem hann er að gera. Gefur sig allan í þetta.
Þennan gaur í framtíðarhljómsveitina mína!
Allavega, þetta markar tímamót í sögu DK. Hann fór í fyrsta sinn í pössun. Allt gékk vel. En mikið var hann ánægður að sjá mömmu og pabba aftur. Brosandi út að eyrum. Samt í góðu yfirlæti með afa sínum og ömmu að horfa á kvenna handboltann.
Allavega, hef farið á betri tónleika en samt gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2011 | 00:13
similaritus exactus
Þessi auglýsing.................
...........minnir mig alltaf á þennan gaur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2011 | 23:56
FB
Er að elska þetta nýja FB timeline
Ekta fyrir nörd eins og mig.
Er að fylla upp í eyðurnar. Setja atburði og slíkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar