Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Klám pre 1990

Ok, að neðan er færsla um mín fyrstu kynni af tölvu.

Mín fyrstu kynni af internetinu er álíka sorgleg.

Ég man að ég og Árni vorum einir heima. Við kveiktum á tölvunni, sem nú var komin inn í sérstakt tölvuherbergi.

Kveiktum á módeminu. Það eitt og sér tók um 10 mínútur.

ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ...........BAAAA-DONG-A-DONG-A-DONG-A-DONG.....
..........SUUUUUUU#$$%=#(/)(&)(#/ASDJFO#()$hfo#)($wKLJFSUUUUUURG......

Come to think of it.....þetta hljómaði í raun eins lag með Radiohead post 2000.

Við allavega sátum og horfðum á módemið framkvæma þetta viðbjóðslega surg.

Loksins varð allt hljótt!

Við hófumst þá handa við að leita að einhverju stöffi sem kallaðist internet en fundum ekkert (I kid you not).

Opnuðum því næst eitthvað sem við héldum að væri líklegt til afreka.

!!!!!!!!!!!!!!!Netscape Navigator!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Nafnið eitt og sér hljómaði ótrúlega spennandi

Við sem sagt opnuðum það og bara ,,já.....og hvað svo?"

Við vissum að þetta internet var eitthvað spennandi en ekkert meira en það.

Bara hreinlega vissi ekki til hvers það var.

Það eina sem ég hafði heyrt af því var eitthvað í sambandi við eitthvað að gera með Pamelu Anderson

Þannig að við skrifuðum bara ,,Pamela Anderson" í vefslóðarlínuna (sem ég vissi ekki neitt til hvers var at the time) og ýttum á enter.

Ekkert gerðist.

Í langan tíma.

Við strokuðum þetta út og skrifuðum aftur.

Og ýttum aftur á Enter.

En í þetta sinn ákváðum við að vera þolinmóðir og fórum út að gera eitthvað. komum aftur inn eftir einhvern tíma með von í brjósti um að eitthvað stórfenglegt hefði gerst á meðan.

Ekkert.

Við slökktum.


PC 286

Atari, Commodore, Nintendo gamla, Sega

Alltaf þegar menn rifja upp með sælutilfinningu þessa gömlu góðu tíma þegar menn léku sér í ofangreindum tölvum þá stend ég á gati.

Ég var uppi á þessum tíma en bara einfaldlega átti aldrei neitt svona stöff.

Bömmer

Ég man að fyrstu kynni mín af tölvu var PC 286 eða eitthvað álíka. Ég var sirka 7-9 ára gamall.

Ég man að þetta var algjört móment. Við stilltum henni upp í stofunni. Við vorum öll fjölskyldan saman komin. Kveiktum á tryllitækinu, ekki vitandi neitt hvað myndi gerast. Ekki hugmynd.

Erfitt að ímynda sér þetta núna en þetta var í fyrsta sinn sem maður kveikti á tölvu!

nuthin like it!

Hvað gerðist..........Svartur skjár með blikkandi punkti.

Jei...ég man að við vorum bara ,,is THIS IT!"

Þá var hringt í Hauk Ásgeirs og hann fenginn til að gera eitthvað voodoo magic stöff.

Eftir nokkra daga þegar við fengum tölvuna aftur þá var það með von í hjarta að eitthvað magical myndi gerast í þetta skiptið.

Svartur skjár með 5 valmöguleikum

Einn af þeim var MS Paint

Allt hitt var eitthvað mumbo jumbo

Þannig að maður var bara í paint!

Good times!

Þannig að þegar einhver fer að tala um Sega, Atari eða Comodore, þá ætla ég bara að minnast á hina gömlu góðu daga PC 286 og MS Paint.


ÖS

Jólatörnin byrjar á morgun. Opið hjá okkur til 22. Spurning hvort einhver mæti svona seint um kvöld. Ætli maður taki ekki bara gítarinn með. Aldrei að vita nema maður detti ekki í eins og svona eitt gott session.

Lofa að taka ekki jólalög

Þetta verða bara tormelt instrúmental verk undir áhrifum öfga expressionisma


G-Thang

Gítarinn minn er sennilega sá svalasti í bransanum.

Mesti höstlerinn allavegana.

Hann var alltaf að slíta G-strengi

Svo oft að það var undarlegt þannig að ég fór með hann í yfirhalningu hjá sérfræðingi.

Núna ætti hann að haga sér

Alltaf að slíta G-strengi....hmmmmmm annað hvort höstlari eða þá feit kelling að beygja sig niður.

Ég er fáránlega ánægður með þennan gítar. Fyrst spilaði Dóri úr ,,Vinir Dóra" á gítarinn og sagði hann vera eintak yfir meðallagi. Svo núna þegar gítarsmiðurinn tók hann úr töskunni þá sagði hann instantlí

,,vó, þessi er þungur"

Sem er helvíti kúl.

Honum fannst hann óvenju þungur og breiður. Svo skautaði hann yfir hálsinn með eituhröðum gítarfingrum og tjáði mér að þetta væri helvíti gott eintak af Epiphone Les Paul.

Sáttur


Sebas og skór

Ég gleymdi að segja Sebas frá því að Jólasveinninn gefur bara smærri gjafir í skóinn. Ekki af stóra listanum hans sem hann er búinn að vera að skrásetja síðan um miðjan nóvember.

Beta heyrði þrusk kl 06:25 og hnippti í mig. Er ég reisti mig pínu upp og kíkti fram, sá ég í rassaskottið á Sebas staulast fram í stofu.

Ég elti hann og saman sáum við að Jólasveinninn hafði gefið Sebas mjög flottan nammi dispenser. Simpel gjöf og ódýr en samt kúl.

Við settumst saman í sófan og skoðuðum dótið

,,það er bara þannig" heyrist í Sebas

Mjög vonsvikinn tónn með melonkólískum blæbrigðum

EN, hann var ekkert að kvarta. Bara pínu vonsvikin yfir að hafa ekki fengið stóran pakka.

My bad!

Svo bara ekkert meir. Við snérum okkur að morgunverkunum.

Ég fattaði þetta ekki at the time. Ekki fyrr en við náðum í hann á leikskólann. Þá byrjaði hann að velta þessu fyrir sér. Að Jólasveinninn hefði nú sennilega gleymt að kíkja á listann.


ATH...ekki rasistafærsla

Hafið þið pælt í því af hverju það er hvíti maðurinn sem apar allt eftir svarta manninum en ekki öfugt?

Litlir hlutir eins og

--að kless´ann
--Bling bling dæmið
--að kalla konur bitches
--að segja ,,yo"
--að segja ,,shiiiiii"
--að segja ,,aight"

Og þess háttar. Man ekki meira. Þetta virðist alltaf eiga rætur hjá svörtu fólki in da hood, svo breiðist þetta út og eftir nokkur ár þá er þetta orðið mainstream talmáti hjá hvítu fólki líka.

Þið sjáið aldrei svartan mann herma eftir hvítum manni í hegðun og talmáta!

Hvað veldur?


Skífa ársins?

In the pit of the stomach með We were promised jetpacks er sennilega besta plata þessa árs að mínu mati.

Búinn að hlusta reyndar bara einu á hana en þvílíkt impact. Þetta er nánast nákvæmlega eins og ég myndi vilja semja sjálfur. Myndi kannski vilja pínu groddalegri bassa en þetta kemst helvíti nálægt. Nær en allt annað. Sem heildar diskur. Get alltaf fundið lag hér og lag þar með öðrum sem mér finnst vera nær en þessi heildar upplifun er málið.

Kemur á daginn að þessi hljómsveit tók skífuna upp á Íslandi í Sundlauginni. Sólrún úr Amiinu spilaði meira að segja á henni.

Svo spiluðu þeir á Icelandic Airwaves

FOKK!

Að missa af þessu. Synd.

Hef ekki farið á Ice..Airwaves ennþá. Fer pottþétt á næsta ári.


Leyfið mér að kynna............We were promised Jetpacks

Ég er búinn að bíða í sirka 12-18 mánuði eftir svona mómenti!

Loksins eitthvað sem hreyfir við manni

Lagið byrjar rólega. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði til að hlusta á allt lagið þá skaltu gera þér greiða og hlusta allavega frá mín 2 og í eina mínútu.

Samt, að hlusta frá byrjun gefur þessu mómenti svo miklu meira vægi.

Beta vissi ekki hvaðan á sig veðrið stóð. Hún bara ,,hvað?!" ég gat ekki talað í 2 mínútur eftir að lagið hætti. 

Hljómsveitin heitir We were promised Jetpacks og er skosk. Elska skoska hreiminn. Elska þegar skotar öskra. Er ekki búinn að heyra annað lag með þeim en mun svo sannarlega rífa í mig allt sem ég finn.

Lag ársins hingað til. 

Bónus:

Svo er mælt með því að ýta á pásu á myndbandinu á mín 0:00, gúggla ,,rainy mood" og fara á þá síðu sem kemur fyrst upp í leitirnar, ýta svo á play.  

Gefur laginu auka ambiance 


Toyota

Við keyptum 2008 árgerð af Toyota Verso þann 22.sept af Betri Notuðum bílum hjá Toyota.

Það komu einhver viðvörunarljós í mælaborðið um mánuði síðar. Fórum með hann til Toyota og þeir endurstiltu ljósið og sögðu þetta vera allt mjög saklaust.

Þetta er sem sagt skynjari í pústkerfinu sem gefur viðvörun ef mengun eða sót fer yfir eitthvað ákveðið fyrirfram ákveðið viðmið sem ESB setur.

Mjög algengt. Svo algengt og í raun strangt viðmið að menn setja núna bara smá hólk yfir skynjarann til að blekkja kerfið.

Ég vildi það ekki fyrst og lét þá bara endurstilla ljósið.

Svo kom ljósið aftur núna í nóvember og ég fór aftur með hann.

Þeir segja að þetta sé bara málið. Aftur það sama.

En málið er að ég var ekkert sáttur við þessa lausn. Blekkja kerfið. Hvað ef svo allt í einu eitthvað kemur fyrir í alvöru þannig að kúturinn mengar fáránlega mikið og bensíneyðslan ríkur upp úr öllu valdi. Ekkert aðvörunarljós og ég sit uppi með viðgerð uppá tæplega 100þ kjéll.

Nú var bíllinn bara í umboðssölu hjá Betri notuðum og Lýsing átti í raun bílinn.
Bílar eru bara í 3 ára ábyrgð hjá Toyota þannig að ég gat ekkert krafist neins af Toyota. Þeir voru fríir af ábyrgð.

Svo skrifaði ég líka undir kaupsamning sem segir að ég kaupi bílinn "as is". Get ekkert farið að kvarta ef allt í einu eitthvað bilar.

Næs.

Ég vil náttúrulega bara að það verði skipt um allt draslið og ég fái bara vöru sem virkar 100%. Búinn að eiga bílinn í 3 mánuði og strax vesen. Þetta er alveg eins og ef maður kaupir dvd spilara og allt í einu er ekki hægt að spóla áfram.

Með það í huga ákvað ég að bjalla í gaurinn sem seldir mér bílinn hjá Toyota. Ég sagði honum bara söguna án þess að biðja um eitthvað. Vildi bara vita hvað hann hefði um þetta að segja og, að sjálfsögðu, að vona að hann myndi sjá auman á mér og gera eitthvað. Án þess að þurfa þess.

Sæll.

Hann Einar, núna stórvinur minn, skilur mína afstöðu og biður mig bara um númerið mitt og segist ætla að kanna málið og hafa svo samband.

Hringir klukkutíma seinna og segir mér ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann fékk Lýsingu til að borga bara allt draslið (80-100þ)!

Lýsing þurfti ekkert að gera neitt fyrir mig. Toyota þurfti ekkert að gera neitt fyrir mig. En svona er sumt fólk bara. Það er vingjarnlegt.

Einar reddaði þessu bara fyrir mig á no time og sagði svo bara Gleðileg Jól!

Hann þurfti ekkert að gera þetta. En málið er að þeir hjá Toyota eru einfaldlega alltaf svo fáránlega næs. Þetta er engin goðsögn. Hef BARA fengið svona þjónustu hjá þeim í gegnum árin (þess vegna hringdi ég líka, just in case). Hef átt 5 bíla í gegnum tíðina. Allt Toyota. Þar á meðal einn nýjan Avensins sem ég fékk 250þ afslátt af bara með því að spjalla við sölugaurinn.

Elska þessa gaura frá Toyota. Þeir hafa líka eignast viðskiptavin for life. Ekki það að ég hafi eitthvað ætlað að versla við aðra. En núna er það allavega garanterað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband