Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Obligatory frétt aðfangadags

Ég er gríðarlega spenntur!

Loksins, loksins fæ ég hugsanlega að uppfylla gamlan draum

Draum sem ég hef átt alveg síðan ég komst til vits og ára

Ég á eftir að kaupa eina gjöf!

Hvað þýðir það?

Ég verð hugsanlega einn þeirra sem koma í fréttinni sem sýna eiginmenn á hlaupum korter fyrir lokun verslana á morgun.

THAT´S THE DREAM!!!!

Ég ætla að hlaupa nokkrar ferðir upp og niður Laugaveginn. Þykjast vera geðveikt taugaveiklaður. Þeir hljóta að ná skoti af mér.

STAY TUNED!!!!


Takk

Fórum niðrá Laugarveg eftir vinnu í kvöld. Djöfull var þetta perfect kvöld.

Brilliant veður, stillt og fallegt. Akkurat passlega mikið af fólki og bara almenn gleði.

Sáum Jójó spila, nokkra gaura inn í búð, 2-3 karóll singers og svo Of monsters and men.

Of monster helvíti töff þarna bara á miðjum laugarveginum. Hentu bara í 3 lög eða svo. Hress að vanda.

Við hittum mann og annan. Frændfólk og vini. Svo náttúrulega Forsetan og Dorrit. En best fannst mér þegar við vorum komin efst á Skólavörðustígnum á leiðinni inn í bíl kl sirka 21:30. Þá rákumst við á Mugison á horninu.

Ég vatt mér náttúrulega að honum og tók í hendina á honum og sagði ,,Takk".

Hann er klárlega vanur því að fá svona almúga á sig því hann vippaði sér úr lúffunum á 0.1 sek og sagði ,,Þakka ÞÉR".

Stórsniðugt Þorláksmessukvöld!


muggi

Sá Mugison í sjónvarpinu. Flottur. Djöfull er singin swingin singin lagið géðveikt. Sirka topp 10 besta lag Íslands undanfarin 10 ár eða svo.

Myndi samt ráðleggja honum að leggjast aðeins í grafir eftir þessa törn. Hann er búinn að vera svo rosalega mikið í sviðsljósinu undanfarið að fólk gæti jafnvel fengið pínu leið á honum.

Djöfull var þetta flott lag


Siggi stubbur

Ég er að þjálfa DK upp í að horfa á stubbana

Hann sýnir smá áhuga. En um leið og það koma dauðir partar þá kvartar hann.

Var að pæla hversu sweet það væri að búa þarna í stubbalandi. Frír matur, engi fullt af blómum þar sem maður getur bara hent sér niður og lagt sig. Ryksuga sem sér um að þrífa. Vinir manns eru þarna líka og svo sigla stundum skip þarna framhjá.

Fokkin sweet


jóla hvað

Jei, dagurinn verður bara lengri og lengri hér eftir

Stysti dagurinn var náttúrulega í gær. fannst hann samt ekkert stuttur. Var að vinna til 22 um kvöldið. Brjálað að gera.

Núna eru tveir dagar eftir í jólamadnessi og svo kemur pása


Verstu plötur ársins?

Það eru tvær sem koma til greina

LULU með Metallica og Lou Reed

og

The King of Limbs með Radiohead

Verstu plötur ársins?

hmmmmmm

Þá meina ég miðað við og deilt með status í katalógíu flestra


Plötur ársins?

Var að hugsa um hvaða plötur væru bestar á árinu.....af hverju man ég ekkert eftir neinu?

Fattaði bara núna fyrir nokkrum dögum We were promised jetpacks plötuna

1. In the pit of the stomach

Svo fílaði ég Chilipeppers plötuna

2. Im with you

Get ekki sagt að Coldplay platan hafi beint verið góð. Frekar þannig að nokkur lög voru fín.

Hef ekki heyrt Mugison né Of monsters and men skífurnar. Manni er sagt að þetta séu stórvirki. Ekki á mínum lista.

Ég spurði Betu hvaða helvítis tónlist við hefðum eiginlega hlustað á þetta árið. Það var mjög einfalt svar sem ég fékk.

,,Þú hlustaðir aðallega á þig sjálfan!"

já, alveg rétt.....ehemm


Idiot


pipargægir

Gluggagægir kom í nótt. Hann gaf Sebastian 12 stauka af pezi. Sebas fílaði það

Við létum piparkökudallinn fyrir neðan gluggann svo hann gæti smakkað pínu.

Hann tæmdi dallinn og það voru piparkökur út um allt. Úti á svölum og allt.

Sumum fannst það fyndið


Rush

Það var jólaball í Capacent í dag. Þegar ég kom í lokin eftir vinnu þá voru allir krakkarnir í nammivímu, hlaupandi eins og maniacs út um allt gólf.

Engjar ýkjur

Sebas að elta Emil og öfugt

Jólasveinarnir farnir og búið að taka göngutúr í kringum tréið

Skiplögð dagskrá tæmd.....þá fyrst byrjar gamanið er virðist.

Jólasveinarnir reittu af sér brandarana að sögn

,,Hver vill taka við?" sagði einn jólasveinninn og rétti fram herðatré(sem er úr við)

Svo potaði hann með herðatréinu í hönd hins jólasveinsins og sagðist vera að reka við í höndina á honum.

Engum fannst þetta fyndnara en Betu, sem er algjört orða-útúrsnúnings böff


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 153171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband