Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
27.12.2011 | 19:52
Opus
Oh Men....ég var að semja svo sweet lag. Nokkurs konar opus. Géðveikt sáttur við það. Var inn í stofu með magnarann lágt stilltan og svona rétt að fikra mig áfram, delay-að og reverbað til helvítis. Grand sánd og mikil sál.
Algjörlega í zone-i
Trítlar Beta inn......
Beta: ,,hvað er þetta?, er þetta þarna Elton John lagið í Lion King?"
Ég hætti umsvifalaust að spila þetta lag, pakkaði gítarnum niður, fór í kalda sturtu og talaði ekki við Betu í uþb 2 tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2011 | 09:18
#C
Það er fátt sem ég elska meira en ,,Secret option number C"
Það er oft sem aðstaðan kallar á að ég segi við Betu ,,hvort viltu gera A eða B?" eða ,,hvort viltu fara á A eða B?"
Þá gæti A og B verið staðir eða whatever. Við erum alltaf að gera eitthvað þannig að við þurfum oft að velja á milli hluta.
Oftar en ekki þá kemur hún með ,,Secret option number C" sem gjörsamlega rústar hinum valmöguleikunum og við gerum það. Eða förum þangað. Eða whatever.
EN
Þetta er list
Það þýðir ekkert að vera einhver amatör og segja bara eitthvað!
Valmöguleiki C þarf að vera uþb 66% meira spennandi en A og eigi minna en 73% djarfari en B
Ég elska ,,Secret option number C"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2011 | 14:57
Kobbi Magg
Ú men.....Fékk Ævisögu Jakobs Frímans sem heitir því skemmtilega nafni ,,Með sumt á hreinu"
Búinn með einn kafla og þetta lúkkar helvíti vel.
Hún er soldið skrifuð eins og hann sjálfur væri að tala við mann. Rosalega hástemmd og flott. Eins og honum er einum lagið.
Beta fékk bókina hans Hallgríms Helga....sjiiiiii hann er svo ekki málið fyrir mig. Með alla þessa stæla í ritstílnum. Pirrandi.
En, Beta fílar hann.
Hún klárlega fílar gaura með stæla......hmmmmmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2011 | 14:51
hlutir sem maður gerir
Hlutir sem maður gerir af því að maður er lúði
....þegar aðalleikarinn í kvikmynd kafar neðansjávar án köfunarbúnaðar þá held ég niðrí mér andanum líka til að sjá hvort ég myndi deyja eða lifa af
....ég tel alltaf stjörnurnar þegar Paramount lógóið birtist í upphafi kvikmynda
....opna munninn í takt við munninn á DK þegar ég er að mata hann. Ósjálfrátt
....Stoppa örbylgjuofninn sem næst núlli án þess að niðurtalningin klárist því þá líður mér eins og ég sé að aftengja sprengju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2011 | 10:23
Siggi Suarez
Við borðuðum hangikjöt í gærkvöldi.....sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þetta er ekki eitthvað stöff sem ég er vanur að borða.
Þess vegna var fótboltinn sem ég og Sebas tókum eftir mat mjög skrautlegur
Ég rak svo íllilega við að Sebas gaf mér gula spjaldið
Í seinna skiptið fékk ég beint rautt!
...sem þið vitið hvað þýðir.......
8 leikja bann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2011 | 18:44
Vá, þetta er svo mikil kaldhæðni að ég nánast prumpa á mig!
,,......fólk horfi framhjá glysi og skrauti!" segir Páfinn sitjandi í gull hásæti skreytt demöntum með glyngur um hálsinn. Inn í húsi þar sem veggir eru skreyttir milljónkróna list hátt og lágt.
Vá! Hvílík kaldhæðni og hræsni!
Fólk horfi framhjá glys og skrauti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2011 | 12:24
Action Wars
Sebas fannst hann náttúrulega vera umsvifalaust kominn í hljómsveit þar sem hann átti núna gítar.
Stebbi (pabbi Betu) spurði hann hvað hljómsveitin hans héti
,,Action Wars" svaraði gítargoðið strax
JÁ SÆLL
Ekki slakt nafn fyrir 4 ára gutta!
Sennilega blanda af Star Wars og Action man
Klárlega búinn að hugsa þetta áður strákurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2011 | 10:39
pakkar
Sebas fór yfir um þegar hann tók upp gítarinn. Urðum báðir sirka jafn ánægðir.
Þetta fór eins og ég spáði. Hann henti sér í pósur tvist og bast með gítarinn um hálsinn.
En það var svo mikið af pökkum að á einhverjum tímapunkti var hann farinn að rífa utan af pökkunum sínum án þess að kíkjá hvað hann fengi. Bara rífa upp og næsta takk.
En ég var búinn að innprenta nógu mikið í hann að þakka alltaf vel fyrir sig og vera þakklátur yfir höfuð. Það tókst ágætlega. Vesenið var að muna hverjir gáfu manni hvað.
Þetta var allavega raging success.
P.s. Ég gaf Betu tvær gjafir. Hún ætlar að skipta þeim báðum. Ekki svo mikið ragins success.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2011 | 11:05
Jólakeðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2011 | 00:47
Gjafir
ooo men.....ég hef sjaldan verið jafn spenntur yfir gjöfum á jólum.
Reyndar ekki gjöfum til mín.
Heldur get ég ekki beðið eftir að fylgjast með Sebas opna allt stöffið sem hann setti á óskalistann
Líklegt til vinsælda:
Flying V alvöru rafmagnsgítar í barnastærð, með magnara.
Francesco rafmagnsbíll úr ,,Cars"
Mikki, flutningabíll úr ,,Cars"
Tíminn mun sennilega standa í stað þegar hann tekur upp rafmagnsgítarinn. Spái ég.
Svo mun allt byrja að hreyfast í slow motion og ég sé fyrir mér að hann eigi eftir að taka hann í hendur og slæda sirka 4 metra á parketinu að hætti Angus Young og detta beint í Highway to Hell stefið.
Eða hann verði fyrir vonbrigðum því mér hefur mistekist að fá hann til að fíla Flying V betur en Gibson Explorer. Vona að hann opni ekki bara pakkann og líti á mig og segi ,,en ég vildi svona með tveim hornum sitthvoru megin í báðar áttir!"
Þá mun lífi mínu sennilega ljúka af vonbrigðum
STAY TUNED!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar