Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
12.11.2011 | 01:06
Nevermind eins og hún átti að vera
Eftir að hafa hlustað á demóin af afmælisútgáfu Nevermind þá er ég orðin algjörlega sammála Kurt um að lokaútgáfan var mixuð og masteruð alltof clean og nice.
Þessar röff óslípuðu Smart studio útgáfur af lögunum eru ógéðslega flottar. Sumar þungar, hráar og flottar.
Skil mjög vel að Kurt hafi frekar kosið svona útgáfur. Soldið meira í ætt við hans hugmyndafræði og hvað hann predikaði.
Þó hann hefði nú örugglega ekki haft þær alveg svona hráar að þá gefur þetta sennilega góða mynd af því sem hann var að meina.
Þetta sem kom út var allt of slípað til. Of fallegar útgáfur.
Mæli sérstaklega með Pay to play og Dive
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2011 | 20:42
DK & SIR
Stal næstum því hlustunarpípu læknis í dag. Nenni ekki að segja þá sögu en hún er nokkuð fyndin
Beta fór á ,,af fingrum fram" með Jóni Ólafs. Gestur hans að þessu sinni er Páll Óskar. Stuð hjá henni.
Ég er því hér einn heima að passa DK
Ég hugsaði að langauðveldast yrði bara að svæfa hann og málið dautt. Svo ég gerði það bara.
Sweet.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2011 | 11:19
Athugaðu elskan
Mæli með From the sky down heimildarmyndinni
Hún er um Acthung Baby og U2
Það voru liðin 20 ár núna í október síðan þeir fóru í Hansa studios í Berlin til að reyna að bjarga bandinu frá stöðnun.
Gekk mjög erfiðlega en svo......allt í einu gerðist eitthvað magical í miðju lagi.
Ætla ekki að koma með spoiler. Mæli bara með myndinni.
Þetta er algjört must see fyrir músíknörd sem er fæddur....tja....fyrir 1980 sirka. Eða 1982. Eða beisikklí þann sem ólst upp við þessi Achtung baby lög.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 22:59
kurteisa
Alveg hreint merkilegt hve litlu maður kemur í verk svona í barneignarfríi.
Þetta er ekkert frí godamnit!
Næ varla að blogga og ekkert að taka upp í cubase. Shiiiii
Maður ætti nú samt ekki að væla. Quality time með Betz og DK. Ekki að hata það.
Sebas var hjá okkur undanfarna tvo daga. Í morgun tjáði hann okkur að í planinu var að baka piparkökur með mömmu sinni.
,,en gaman. Hey! viltu gera eina stóra fyrir mig" bað ég hann um svona rétt í gríni.
,,nei því miður, ég get ekki gert það"
Þetta sagði hann ORÐRÉTT.
Hver segir ,,því miður"!
Ástæðan var óljós en það skipti ekki máli. Það var HVERnig hann neitaði mér sem mér fannst fyndið.
Kurteis ungur piltur. Hann hefur það ekki frá mér :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 22:49
mjúsick
Erum að fíla Young the Giant
lög eins og....Garands og god made man.
Hið síðara lágstemdara en endar í kablooie!
Er svo að fara að hjúfra mig niður með sæng fyrir framan tvær heimildarmyndir
Nefnilega PJ20 sem er um Pearl Jam og að tuttugu ár séu liðin frá þeirri ágætu skífu Ten.
Svo er ég líka með myndina um U2 og 20 ára afmæli achtung baby.
Good times
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2011 | 21:11
Framtíðarplön
Sebas ræddi við mig um lífið í bílnum á leiðinni heim úr leikskólanum.
Hann ræddi um að honum langaði að giftast sætri stelpu. Ég útskýrði fyrir honum að það yrði bara þegar hann væri orðinn fullorðinn. Hann hefði nægan tíma.
,,en allar stelpurnar vilja giftast mér!"
Ég sagði að það væri nú bara fínt. Þegar að þar kemur þá bara giftistu einhverri sætri stelpu
,,og líka skemmtilegri" sagði hann
,,Alveg rétt, það er mjög mikilvægt"
,,og hún verður að vera fín"
Ég breytti um umræðuefni og spurði hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór
,,lögga með klukku"
okey....og eitthvað fleira?
,,og ég ætla að kaupa hund. Stóran og loðin hund sem heitir Bruno"
mhm, og hvað fleira?
,,formúlubíl með svaka spoiler"
Djöfull er hann með þetta á hreinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2011 | 21:02
monkey
,,The quest for the sound" heldur ennþá áfram. Er að kaupa fullt af pedulum til að prófa þá og sel svo aftur.
Búinn að fara í gegnum m.a. MXR Blue Box, CryBaby Wah Classic og Digitech Bad Monkey.
Blue Boxið var allt of ófyrirsjáanlegt og dómínerandi í keðjunni. Ekki team player.
Crybaby var töff, bara sé mig ekki nota hann mikið. Nenni því ekki. Þannig að ég seldi hann.
Kaupandinn var Jón Ólafs úr Ný Dönsk. Átti gott spjall við hann þar sem hann sagði mér m.a. að hann þarf pedalinn útaf Deluxe tónleikunum. Á sínum tíma keyrði hann pedalinn í gegnum Hammondið sitt og á víst eitthvað rokna sóló í laginu ,,Sól". Bíð spenntur.
Gaman að vera partur af íslenskri tónlistarsögu. Crybaby pedallinn minn mun taka þátt í þessum tímamótatónleikum. 20 ára afmæli Deluxe plötunnar sem er að mínu mati önnur besta plata sögunar á Íslandi á eftir Ágætis byrjun.
Ég verð með augun límd á pedalinn allan tíman. DEM! ég sem ætlaði að horfa meira á gítarana.
Hef ávalt verið aðdáandi. Fyrsta kasettan mín var Regnbogalandið sem ég keypti á Akureyri í einni bæjarferðinni. Þetta voru mín fyrstu músík kaup!
Þess má geta að fyrsti diskurinn minn var Master of puppets.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 22:07
Canada Dry
Fórum í Hagkaup að versla. Sem er ekki frásögufærandinemahvað.......
Ég rakst á gamla góða Canada Dry!
Ég vaguely mundi eftir að hafa elskað þennan drykk þegar ég var lítill
Ég keypti því fullt af dósum
Til að gera langa sögu stutta þá kom ég heim og þetta var ógéðslegt!
Kom á daginn að þetta var eitthvað Tonic sull.
Ég gúgglaði þetta og það sem ég elskaði var grænt á litin
VÖRUSVIK!!!!!
Ég hellti öllum dósunum niður í svekkelsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2011 | 13:07
Internet sensations
All your base are belong to us
Leeroy Jenkins
LoLcats
Numa Numa gaurinn
2 girls 1 cup
The annoying orange
Boom goes the dynamite
Charlie bit my finger
Double rainbow all the way
Dramatic chipmunk
Ken Lee söngkonan
Leave Britney alone
Star Wars kid
Planking
Það er alltaf eitthvað í gangi. Alltaf eitthvað nýtt stöff. Bíð spenntur eftir næsta nýja internet sensation
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2011 | 23:50
Panta rei
Tók gott session og kynntist pedulunum mínum betur.
Er búinn að leika mér með Wah pedalinn og Blue Boxið. Þarf ekki á þeim að halda.
Mun líka selja Hyperion pedalinn og það er strax komin biðröð af kaupendum(án djóks).
Hann er náttúrulega gourmet fyrir menn sem fíla svona hljóð.
Svo er ein hliðin á Devistortaranum useless fyrir mig á meðan að hin er killer. Er jafnvel að pæla að selja hann líka og fá mér eitthað hlýlegt distort í staðin.
Allavega, Soda Meiserinn er klárlega keeper. Hann stendur einn eftir öruggur.
Allt er breytingum háð.
Þetta verður soldið rennerí af pedulum svona á meðan maður er að reyna að finna kúl hljóð sem maður fílar.
Pedalar koma og pedalar fara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar