Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
11.10.2011 | 07:53
John Frusciante
Besti gítarleikari okkar tíma!
hands down
Ekki sá sneggsti. Ekki sá tæknilegasti. Ekki mesta hetjan. Bara einfaldlega sá besti.
Hann gerir feilnótur en hann er bara eitthvað svo bestur.
Tilfinningin sem hann fjárfestir í hverri einni og einustu nótu er virðingarverð.
Auðvelt að líta framhjá slíku
En það geri ég ekki
Að ofan sportar hann Gretch White Falcon. Einstaklega fallegur gítar.
Hér að neðan er lag af sólóplötu hans. Kassagítar, gott crowd og tilfinning
Mæli með sóló plötum hans er nefnast:
To record only water for ten days
Shadows collide with people
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2011 | 22:30
BUMBUBANI
Jæja
Þá er komið að því
Ég nenni ekki lengur að vera með bumbu
Ég nennti því allan tíman alveg þangað til í gær
Því hef ég ákveðið að vera ekki lengur með bumbu
Fyrsti dagurinn fór þannig að ég dánaði einhverjum hristi sheik. Varð ekki svangur aftur fyrr en kl 12. Sem var fínt því þá kom akkurat hádegismatur. Heppinn.
Tók meðvitaða executive ákvörðun um að taka ekki alveg cold turkey á þetta og pantaði pitsu. Borðaði hins vegar lítið. Sem er bittersweet því fyrir vikið á ég aftur pitsu í hádegismat á morgun. Upphitaða. Heppinn.
Tók svo eitt heilbrigðis bar kl 16 og loks núðlupasta með kjúkling í kvöldmat.
Svo eitt epli kl 21:30 og drakk 1.5 lítra af vatni í dag.
Ágætis byrjun eins og skáldið sagði
Ætla að halda geðheilsunni og taka þetta ekki þangað sem sólin ekki skín. Með öðrum orðum þá ætla ég ekki að borða bara ekkert gott. Ætla ekki að telja kalóríur eins og sækó. Ætla bara að borða minna, heilbrigðara og minna djúsí. Kötta á gos, nart og minnka sósur.
Til að gera langa sögu stutta þá er ég búinn að vera með hausverk síðan kl 17 og er alveg jafn feitur. FOKKIN ALLT!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2011 | 14:42
Gíslataka á Sæbrautinni
Vorum að keyra eftir Sæbrautinni og ég tek frammúr bíl.
Sem er ekki frásögufærandi nema hvað að þar sem ég skauta frammúr þá sé ég hvernig gaurinn í farþegasætinu miðar einhverju í hausinn á bílstjóranum.
FOKK!
Hostage situation.....var það fyrsta sem ég hugsaði.
Ég hægði aftur á mér til að hleypa honum upp að hlið mér (sem eftir á að hyggja var ekki skynsamlegt).
Mikil spenna ríkti inn í bílnum um hvað væri á seyði.
Ég var kominn með 112 innstimplað í gemsann og tilbúinn að hringja í Squat tímið ef eitthvað myndi fara úrskeiðis.
Á þessum tímapunkti var Beta ekkert sérstaklega sátt með mig. Að stofna okkur í slíka hættu.
Þegar við loks sáum aftur inn í bílinn þá kom í ljós nokkuð mun meira truflandi en gíslataka.
Kona mannsins var, er virðist, að klippa eyrnhárin úr hægra eyranu á manninum sínum.
Svo truflandi var þetta atvik að skömmu síðar fannst mér ég sjá geit út í kanti inn í einu íbúðarhverfinu.
Þetta var bara hundur í tilvistarkreppu
Bloggar | Breytt 9.10.2011 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2011 | 22:22
óþolandi
Ég stóð sirka einn og hálfan metra frá hliðarlínunni að fylgjast með Sebas á æfingu í morgun.
Næsti einstaklingur í sirka 4 metra radíus.
Kemur ekki maður labbandi rólega og stoppar BEINT fyrir framan mig. Stendur þannig að ég sé ekki almennilega til krakkana.
WHAT THE DUCE!
Hvað er slíkur einstaklingur að hugsa?
uuuuuu ekkert nema um sjálfan sig.
Skil ekki hvernig svona fólk fúnkerar.
Kannski er ég eitthvað pirraður og að ofhugsa hluti en FOKK!
Þoli ekki svona persónur.
Allavega....ég horfði íllilega á hann og hann sennilega skynjaði það því kvikindið dugði bara í sirka 15 sekúndur undir mínu grimma borandi augnaráði og færði sig.
Ég meina...það var svo fokk mikið pláss þarna. Algjör óþarfi að blokka annan gæja sem var að horfa á barnið sitt.
Idiot!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2011 | 21:33
trailer
Elska góða trailera. Stundum er trailerinn betri en myndin.
Þessi er góður. En verður myndin góð? vonandi
Setjið á ykkur góð heyrnatól og hækkið í botn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2011 | 13:46
bolti
Fórum á fótboltaæfingu í morgun.
Mun skemmtilegra en síðast. Núna var Sebas með bolta allan tímann og dribblandi og skorandi milljón (að eigin sögn) mörk.
Hann var um það bil sá eini sem var að hlusta á þjálfarann. Hinir boruðu í nefið.
Held að maður verði að hafa áhuga á fótbolta til að nenna að vera þarna.
90% af krökkunum ætla sennilega bara að einbeita sér að skíðagöngu í framtíðinni.
Nei, ok, þetta er nú bara 8.flokkur. Chill Sigursteinn. Verð að vera þolinmóðari gagnvart öðrum börnum sem ekki eru jafn ....[ritskoðað]..... og Sebas.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2011 | 07:41
nenniði að hætta að vera svona hrædd alltaf! GOSH!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2011 | 07:26
kaka
Hef aldrei bakað jafn mikið og í gær. Beta var að sinna Davíð og á meðan sagði hún mér hvað ég ætti að gera. Ég var sem róbót og gerði allt sem hún sagði.
karmellu þetta, súkkulaði hitt.
Hræra þetta og þeyta hitt.
Útkoman eru kökur to die for.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar