Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Good times

Góðir tímar framundan

How I met your mother byrjað aftur á skjánum.

Niðurhlóð 5 fyrstu þáttunum.

Happy happy joy joy


Dagur

Í dag var góður dagur

Helst ber að nefna að ég var on fire í öllum spurningakeppnum í sjónvarpinu. Bæði á stöð tvö, skjáeinum og á rúv.

Boris Karloff. BEM!
Fiskur án reiðhjóls. BEM!
Nanna. Auðvelt!
Jón í beinni. Líkt og um hanska væri að ræða!
Hallgrímur Ormur. WHAMMY!

Allt kommon knowledge fyrir Kjéppann

Svo spilaði Dóri í blúsbandinu ,,Vinir Dóra" á gítarinn minn. Honum fannst það gott. Gítarnum það er. Hann átti skilið að fá góðan gítarleikara til að strjúka sér.

Dóri var ánægður með gítarinn. Taldi hann meira að segja vera í betri kantinum. Hann spilaði alveg í dágóðan tíma á hann.

Held að riffin leki núna úr honum í kjölfarið og epic smellir líti dagsins ljós.


SIR

Samdi lag áðan. Það heitir sennilega ,,We should float for thirteen million years"

Fyrsta sinn í langa tíma sem ég tek upp kassagítarinn og sem á hann. Hefur oftar verið bara ég í dúlleríi í Cubase að lita blanco canvas með riffum.

Stefnir í að ég taki langan tíma í að gefa næsta disk út. Hef ákveðið að syngja inn á lögin og það er friggin erfitt.

Er kominn með demó af 6 lög.

Kurdt Cocain
I bleed
Before we hate
It´s measured in tears
Hurt Goodbyes
We should float for thirteen million years

Allt meira að segja með texta. Sem er nýlunda.

Stefni á útgáfu á næsta ári.


Blink-182

Er pínku að fíla nýja diskinn með Blink-182. Soldið einhæfur en er samt hress stuðboltadiskur. Maður verður að vera í þannig skapi. Þeir eru ekkert að reyna að vera eitthvað annað en Blink-182.

Maður heyrir það frá fyrstu tónum að þarna eru þeir aftur mættir eftir sirka 8 ára hlé.

Fínt stöff


blogg um blogg

Þegar ég blogga þá kemur það stundum upp á bloggsíðu moggans.

mbl.is/blog

Fatta oft ekki hversu margar ip tölur poppa inn á bloggið allt í einu. Þá er það birting á mbl.is/blog

Fer þar inn endrum og eins svona rétt til að tékká bloggum annara.

Ég get svarið það. 95% bloggfærslna eru kvartanir, neikvæðni og leiðindi.

hmmmmmm er ég svona líka?

neeeeee held ekki. Kannski pínu en eftir að hafa farið pínu yfir færslurnar þá finnst mér ég allavega vera jákvæðari en flestir.

Allavega.....ef einhver vill lesa um evrópusambandið, kreppu, útrásarvíkinga, ríkisstjórn eða eitthvað álíka leiðinlegt þá er þetta ekki staðurinn.


Ég og Sullenberger

Jón Gerald Sullenberger er vinur minn

Hann heilsaði mér í kvöld þegar við heimsóttum Kost

En án djóks þá er það virðingavert hve hress hann er þegar maður sér hann þarna innan um hitt starfsfólkið.

Djöfull er samt erfitt að vera þarna inni og mega ekki leyfa sér að kaupa djúsí stöff.

Lifandi helvíti.

Keypti reyndar djúsí safa. Mikill safa connoisseur hér á ferð fyrir þá sem ekki þekkja mig.

Stenst aldrei mátið ef ég sé nýjan safa.

....og btw fyrir þá sem ekki þekkja til þá er orðið ,,safi" ekki borið fram sem ,,savi" á þessum bæ. Það er safi með f-i. Alveg eins og ég segi salat með einu l-i eins og í ,,hali".

Góðar stundir


elska Who Knew!!!!!!!

Who Knew - Tranquility from Pegasus on Vimeo.


Paul Gilbert

Einn teknískasti gítarleikari samtímans. Ekki mikið fyrir svona stöff en það er ekki hægt að líta framhjá þessu.

Eftirtektarvert. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband