Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

nafn

Nafnapartí á morgun til heiðurs Davíðs Kára. Kökur og læti.

Það er nánast allt að verða vitlaust!


what is this I don´t even

Annað hvort stærsti gítar sem ég hef séð eða þá minnsti gítarleikari sem ég hef séð! 


Ný íþrótt fundin upp af SIR

Það er komin ný íþrótt!

Tube a you

Maður fer inn á eitthvað random youtube myndband og reynir svo að komast yfir á annað fyrirfram ákveðið myndband eingöngu með því að nota uppgefin tengd myndbönd á hægri spássíu.

Segjum að maður vilji komast á myndband af Queen og Bohemian Rhapsody
http://www.youtube.com/watch?v=irp8CNj9qBI

En þarf t.d. að byrja á þessu myndbandi
http://www.youtube.com/watch?v=qoOgSeKsFyg

Þá kíkir maður á hægri spássíuna og sér t.d. ,,what not to do with equipment" fer þaðan inná ,,mudfest...." etc......

Þetta er erfitt en með æfingu er hægt að fikra sig áfram, myndband frá myndbandi.

og það er bannað að nota ,,back" takkann til að fara tilbaka.

Svo telur maður hve oft maður smellir á nýtt myndband þangað til að maður finnur sitt myndband.

Spurning um að halda heimsmeistarakeppni í þessu!

P.s. Það er merkilega auðvelt að enda í einhverju klámtengdu.


Nirvana og Smashing Pumpkins í twister

sennilega eitt mikilvægasta móment rokk sögunnar 


Oui

Það er staðfest.

Fyrsta orð Davíðs var með þykkum frönskum hreim og hann sagði ,,Oui"

Klárlega heimsborgari

Í öðrum fréttum er það helst að fyrstu lögin sem hann söng með voru smells like teen spirit og Even flow.

Við sátum saman strákarnir og ég raulaði með lögunum og hann svaraði.

Rokkstjarna


prump

Það er alltaf einhver að prumpa á mig!

Þessi einhver heitir Davíð Kári, kallaður Davíð Báví.

Var að fatta það að ef ég hefði farið á sama kúr og hann þessa tvo mánuði þá væri ég orðinn 205cm á hæð og sirka 140kg.

Allavega svona miðað við hvernig hann hefur stækkað hlutfallslega.

Þannig að....allir sem vilja grennast......ekki sjúga brjóstamjólk.


hræddur við Juliu Roberts

Nákvæmlega svona bregst ég við þegar ég sé mynd af Kiera Knighley 


Nafnamál

Sá Björn Jörund í dag þar sem ég labbaði upp tröppurnar í Þjóðskrá.

Ég var sem sagt að fara að skila inn nafninu á Davíð Kára.

Hann er svo mikið idol að ég íhugaði sterklega að breyta um nafn á drengnum á síðustu stundu.

Björn, Jörundur eða Hólmfríður Júlíusdóttir komu fyrst upp í hugann.

Ég hafði um 15 sek til að bregðast við þessari löngun því það var engin biðröð hjá stelpunum í Þjóðskrá.

Ég stóðst mátið.

En eftiráhyggja finnst mér stórmerkilegt að Beta skuli hafa treyst mér fyrir því að fara einn inn til að afhenda nafn drengsins.

Ég hefði getað breytt nafninu í eitthvað stórkostlega töff nafn. Eins og Engilbert Elvis. Björn Örn. Sebastian Arnar(annar). Sigursteinn Sigursteinn Sigursteinsson eða Róbert Steinn(Robert Rock)

anyhú.....kemur í ljós næst þegar Beta fléttir upp í þjóðskrá.


Fanboy

Verð nú að viðurkenna að mér leið ansi vel í bílnum í kvöld.

Ég og Sebas fórum á rúntinn til að geta hlustað á lög og sungið með.

Stundum öskrað.

Ok, oftast öskrað.

Ég er alltaf eitthvað að bardúsa við að gera lög og við vorum að hlusta á eitt slíkt sem er nýtt.

Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þegar lagið kláraðist þá segir Sebas:

,,pabbi, ég fann lagið í hjartanu mínu"

*snökkt* [sjúg upp í nef] *snökkt*

Hef sjaldan verið jafn stoltur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband