Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
6.1.2011 | 09:32
línur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 09:31
Sorgmæddur
SPOILER ALERT! Fyrir How I met your mother
Ég er svo sorgmæddur yfir nýja HIMYM þættinum. Pabbi hans Marshmellow deyr. Hvað er í gangi, ég hélt að þetta væri grín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 15:02
áhugavert
Ég átti áhugaverðar samræður í gærkvöldi við ónefndan aðila.
Aðili: ,,Af hverju vaxa sum hár meira en önnur?"
Ég: *þögn*
Aðili: ,,t.d. hár undir höndum, af hverju hætta þau bara að vaxa?"
Ég: *tíst í engisprettum*
Aðili: ,,og líka á löppum og slíkt"
Ég: *tumbleweed blæs yfir tóma götu í bæ í villta vestrinu*
........3 mín síðar..........
Aðili: ,,djöfull er það skrýtið"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 10:04
Lögin sem SP hafa gefið út
Verð að segja að þessi lög sem Smashing Pumpkins hafa gefið út undanfarna mánuði eru nú ekkert stórkostleg. Sum betri en önnur en heilt á litið slæmt. Hann er algjörlega búinn að glata þessum neista sem hann hafði. Finnst eins og þetta sé soldið þvingað. Ekki eins og hann sé að semja rólega og láta þau koma náttúrulega út heldur að þvinga lögin út.
Það er svo margt betra þarna úti en þessi gamla risaeðla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2011 | 18:15
Varúð! major pirr færsla
Hvað er málið með lækna!
Hvað er þessi stétt búin að vera lengi við lýði eiginlega?
Nógu friggin lengi til að, að mínu mati, hafa yfir að ráða þokkalega ítarlegum gátlista yfir hvað skuli gera útfrá ákveðnum vísbendingum sem sjúklingur gefur upp um veikindi.
Segjum t.d. að ég fari til læknis og segist vera með verk í eyra. Ok, þá ætti skv þessum gátlista að vera x margir hlutir sem gætu verið að. Ég segi honum meira frá þessu og hann getur þrengt þetta niður í x marga hluti. Prófa þá og finna rétta lausn. BEM. Ekki flókið.
Tæknin er til staðar. Vitneskjan og reynslan er til staðar.
Ég hef nefnilega alltaf á tilfinningunni að læknar bulli bara helminginn af því sem þeir segja.
,,Verkur í eyra, jú, taktu þá bara sýklalyf"
Sýklalyf, hvílík crap. Ég hef það frá tveim mismunandi læknum í gegnum tíðina að mikið af þessu stöffi sem maður tekur við ýmsum kvillum er bara crap og geri lítið annað en að hughreysta fólk. Svo sjái líkaminn og tíminn um að redda hlutunum og fólk heldur að þetta hafi verið vatnssullið sem læknaði það.
,,Verkir í baki, jú, þetta eru bara beinverkir"
Ég veit ekki hve oft maður heyrði þetta þegar maður var unglingur. Allt var alltaf bara beinverkir!
,,Verkur í kálfa, jú, þetta er rifinn kálfi, ekkert hægt að gera í því"
Einmitt. Ég þurfti að fara þrisvar til að láta skoða mig þangað til ein kona sá hvað var í gangi. Blóðtappi. Ég hefði auðveldlega geta dáið hefði ekki verið útaf innsæji Betu um að eitthvað væri mis.
Allavega, mér finnst fólk bera allt of mikla virðingu fyrir læknum. Þeir eru bara fólk eins og ég og þú sem hafa lesið aðeins meira.
Auðvitað gera læknar gagn, en mér finnst bara ekki nógu vel. Mér finnst þetta kerfi ekki nógu skilvirkt.
Sebas fór til læknis því hann heyrir skyndilega ílla. Aldrei verið með nein vesenis veikindi hvað þá eyrnavesen eða slíkt. Pottþétt bara smá þrýstingur eða slím útaf smá hósta sem hann var með um daginn.
Læknirinn segir okkur bara að bíða í mánuð! MÁNUÐ! og ef ekkert breytist þá koma aftur og láta rör í eyrað! RÖR! Ertu eitthvað geðveikur!
Nú er ég enginn læknir en þvílíkt kjaftæði. Maður lætur ekki rör í barn sem hefur aldrei verið í neinu veseni með eyrun. Og þetta ályktaði hann á 5 mín eftir að hafa rétt kíkt á strákinn.
Hálviti.
(Þú varst varaður við. Þetta var pirr færsla dagsins í boði Jónínu Ben)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2011 | 17:44
Manískur
O men djöfull er ég dottinn í nýju söguna um Likkuna sem heitir ,,Enter Night". Mæli með henni. Enn og aftur er það Mick Wall sem skrifar og hann ásamt Neil Strauss gjörsamlega aðalgaurarnir í ævisögum tónlistarfólks.
Borðuðum á Vegamótum í gær og tókum þennan klassíska bókarúnt eftir það þar sem ég rakst á bókina. Hálfnaður með hana núna og lýk henni sennilega á morgun. Hún er tæplega 500bls svartur klumpur með Hetfield öskrandi á forsíðunni.
Lengi lifi Likkan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2011 | 10:33
allskonar ársins
Besti tannburstinn: Reach með þykkum haus(blár)
Besta tannkremið: Crest(með undirliggjandi kókósbragði)
Besti maturinn: Viðbrenndi(viljandi) Mango Chutney kjúklingurinn hennar Betu
Drykkur ársins: Malt
Fallegasti gítarinn: Ibanez Ergodyne EXR 170
Skemmtilegustu manneskjur: Beta og Seb
Skemmtilegasta lagið að syngja með Seb í bílnum: Vínber II og Sticks and Stones
Athyglisverðasta atvik ársins: Þegar við fórum í sunnudagsrúnt(á laugardegi) suðureftir og nenntum ekki sömu leið tilbaka og enduðum á því að fara bara hringinn í kringum landið á tveim dögum í staðin.
Besti aðfangadagurinn: 23.des
Söknuður ársins: Sebas(þegar hann sefur)
Ótrúlegast ársins: að Courtney Love hafi átt nokkur góð lög á nýrri skífu(someone else´s bed, Honey, Pacific coast highway, For once in your life)
Heimskulegasti hlutur framkvæmdur af mér sem svo varð fyndið eftirá: Að stúta dry 300ml Tekíla flösku í einum sopa(dauður klst síðar).
Besta golfmót ársins: Jónar Transport Open(sem ég vann)
Járn ársins: Titleist 695MB
Járn í öðru sæti: Ironman 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2011 | 10:31
Síður 2010
Bestu síður 2010:
1.www.sir.blog.is
2.www.gogoyoko.com/artist/sir
3.www.google.com
4.http://icanhascheezburger.com/
5.www.kylfingur.is
6.www.Facebook.com
7.www.isohunt.com
8.www.youtube.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153392
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar