Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
12.1.2011 | 09:36
fokkin C class leikarar
Djöfull er sjónvarpsmarkaðurinn að fyllast af þáttum með ,,C" leikurum í aðalhlutverkum. Þetta er ömurlegt.
Ég man hvernig þetta var fyrir nokkrum árum, þá voru allir þessir sökk ass leikarar aðallega að reyna að meikaða í kvikmyndum og fengu í besta falli lítil hlutverk og maður sætti sig við það. Þá vorum við oftast með noboddís leikara í þáttum í staðin, sem var bara fínt, því það voru bestu noboddís leikararnir sem fengu oftast hlutverkin.
Þá sá maður góða leikara í þáttum sem voru ekki frægir og sá svo á eftir þeim fá hlutverk í kvikmyndum og verða stjörnur. Og nýjir noboddís leikarar komu í þeirra stað í nýjum þáttum.
Hringrás sem virkaði.
Þangað til......
Ég held að vendipunkturinn hafi verið þegar goddem ,,C" leikarinn hann David Caruso fór í CSI Miami. Hann var búinn að reyna lengi vel(síðan '76 skv imdb) og átti myndir eins og Jade og.......já, bara þá mynd. Sem btw sökkaði.
Þátturinn varð vinsæll og skyndilega sáu þessir sökk ass leikarar, sem allir voru að reyna við kvikmyndirnar, að það mátti svo sem alveg græða pening á þáttum í staðin fyrir kvikmyndir og verða frægur.
Ég meina, friggin Horatio Caine virkaði ágætlega, svona gæji sem maður elskaði að hata. En núna er sem sagt allt yfirfullt af svona lélegum leikurum og ég er bara kominn með upp í kok á að horfa á þætti með ömurlegum leikurum.
Ég man ekki hvað þessir þættir allir heita, enda skipti ég umsvifalaust um rás ef ég sé eitthvað slíkt. En þetta er allt morandi í ömurlegu stöffi sem oftast endist ekki lengur en 1-2 seríur.
Af hverju? Jú þetta eru sökk ass C class leikarar sem eru ótrúverðugir og ekki góðir leikarar. Punktur. Ég meina, það er ástæða fyrir því að þeir fá ekki góð hlutverk í kvikmyndum. FOKK!
Bestu þættirnir eru þessir frumlegu og skemmtilegu með noboddís casti. Hugsið....Friends, hugsið.....My so-called life, hugsið.....breski Office, hugsið.....X-Files, hugsið.....Freaks and geeks(fyrir þá sem ekki vita þá var sá þáttur stökkpallur t.d. fyrir Seth Rogen, Jason Segel og James Franco enda framleiddur af Judd Apatow og þrátt fyrir stutt líf valin þrettánda besta sería síðustu 25 ára)
Allt þættir með upphaflega noboddís casti sem síðar varð frægt og fór í, í flestum tilfellum, í kvikmyndir.
Hvar eru ÞESSIR þættir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 06:57
Trúlaust Ísland 2020!
Komst að því að sirka 400-300 fyrir kristmund voru gæjar að koma með kenningar um að við værum ekki miðja alheimsins og slíkt. Svo bara náði það ekki alveg fótfestu og þessi hugsun náði ekki að þróast þar til einhvern tíman um 1600 eftir kristmund. Lá í dvala í um 2000 ár!
Hefði þetta náð fótfestu þá hefðu við kannski sloppið við allt þetta trúar kjaftæði og heimurinn væri betri staður til að lifa í. Ef menn hefðu þróað þessar kenningar betur þá hefðu menn kannski verið upplýstari og ekki haldið að einhver guð-mundur eða önnur æðri vera væri að stjórna öllu. Heldur lögmál heimsins.
Menn hefðu þá ekki fallið fyrir þessu húmbúkki. Ímyndið ykkur....færri stríð, færri heimskir kanar, ekkert al-kaida, öngvir umskurðir né prestaperrar.
En hey, ég virði fólk sem trúir á guð. Svo lengi sem það getur virt það að ekki allir trúi þessu k-j-e-f-t-e-ð-i!
Gefum þessu 100 ár í viðbót. Fólk hlýtur þá að vera búið að ná sönsum. Alveg eins og með reykingar. Gefum því um 50 ár í viðbót og þær verða bara slæm minning.
Bloggar | Breytt 10.1.2011 kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 06:57
Skítaferð
Hvernig stendur á því að ég verð gáfaðri og gáfaðri eftir því sem ég skít meira?
Hmmmmm.....
Jú, ég á svar við því.
Ég er að lesa ,,The Grand Design: The answers to the ultimate questions of the universe" eftir Stephen Hawking.
Ég verð gáfaðri og gáfaðri með hverri skítaferðinni!
Bloggar | Breytt 10.1.2011 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 13:44
ég vildi ég væri jafn svalur og þessi fagmaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 10:18
Ómeðvitað stuldur
Lenti í mjög skrýtinni upplifun um daginn. Var að horfa á skjáeinn þar sem það var verið að auglýsa einhvern þátt.
Þá kom lag sem er mjög svipað og eitt lag sem ég samdi.
Lagið mitt heitir Protein og er hér í djúkaranum til hægri. Hitt lagið veit ég ekki hvað heitir en man núna að ég hef heyrt það áður einhversstaðar. Hvort þetta sé Daft Punk eða eitthvað slíkt?
Spurning hvort einhver snjall gæti bent mér á hvaða lag þetta er sem ég óvart samdi upp á nýtt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2011 | 12:12
rólegur félagi!
Spurning um að fá þennan fagmann í bandið. Max lengd á normal lögum yrði 45 sek.
Radio hittara yrðu þá 30 sek
Basic
Bloggar | Breytt 8.1.2011 kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 12:12
Tónleikar
Fórum á Who Knew í gærkvöldi. Djöfull eru þeir magna-fissi-cent.
Húsið opnaði kl 21 og fyrsta hljómsveit átti að byrja kl 22. Við krúsuðum því bara salíróleg niður laugaveginn kl 22:15 og ætluðum að mæta um 22:30.
Í bílnum velti ég því fyrir mér hvort á þessum tímapunkti meðlimir who knew væru ekki bakvsviðs akkurat núna að snorta kókaín og með almenna stjörnustæla.
Ég komst brátt að því að svo var ekki því er við löbbuðum að dyrunum á Sódóma þá sáum við söngvarann.
Dúnklæddur með eyrnaband í brjáluðum kulda. Hann tók á móti okkur og þetta er ekki meira rokk en svo að hann var í dyrunum og seldi okkur aðgang!
Þó vonsvikinn ég var að þetta væri ekki sveittara en það, þá var gaman að spjalla við hann, enda lítill, krúttlegur og fyndinn.
Hann heitir Ármann og spurði okkur hvort við vildum ekki töffarastimpil. Við jánkuðum því og hann krotaði ,,töffari" á úlnliðinn hennar Betu og svo ,,Skvísa" á minn.
Sing for me Sandra byrjuðu svo loks kl 23 og voru ekkert spes. Mjög auðgleymanlegir og ekki með töff sviðsframkomu. Kannski svona band sem þarf 1-2 ár í viðbót af spilamennsku til að gela sig saman og búa til skemmtileg lög.
Nolo voru næstir. Þeir eru sennilega krúttlegasta hljómsveit landsins. Þeir eru tveir ungir, nördalegir piltar. Einn á fokkt up límdan saman gítar og hinn á skemmtara og orgel. Þeir voru samt skemmtilegri en fyrri hljómsveitin.
Loks stigu Who Knew á svið kl 01. Þeir eru þéttir og sennilega besta band íslands um þessar mundir. Ótrúlega töff sviðsframkoma og brjáluð lög. Söngvarinn krúttlegi var kominn úr að ofan og neðan eftir nokkur lög. Þeir eru svo að fara út í aðra tónleikaferð til Þýskalands á mánudaginn.
Heimsfrægð bíður ef rétt er haldið á spilunum. Sem er pottþétt ekki málið, enda íslendingar sem halda örugglega að þetta komi allt af sjálfum sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar