Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

SPARTA!

Djöfull fíla ég Sparta!

Það er svo fyndið, ég tek svona rispur með þeim og gleymi þeim svo í einhvern tíma. Uppgötva þá svo skyndilega aftur. Svona er maður einfaldur.

Þetta er sirka akkurat músík sem hentar mér. Aggresíft en mjög melódískt power rokk með flottum öskursöngvara. 

At the drive-in var náttla úber skemmtilegt band og synd að þeir hættu. En í staðin fengum við Sparta og svo The Mars Volta. Sú síðari náttla frekar kúkí shit. Myndi segja að ég fíli sirka 10% af því sem þeir eru að gera.

Án frekari tafa þá eru hér tvö myndbönd af flottum skít

THIS TIME I´LL GET IT RIGHT!

Fann svo ekki studio version af síðara laginu en þetta er skítgott. Mæli með part 2:38 og 3:40. En mæli samt mest með því að fólk hlusti á alla Wiretap Scars skífuna, hún er góð. Frægasti singullinn náttla ,,Cut your ribbon".


Ný könnun

Í hvaða sæti endar Ísland á HM?

Kjósið!


Bítlarnir alltaf þéttir

Hvernig ætli þeir hafi náð þessu þykka gítarriffi svona þéttu? Brilljantín?

 


Dót fyrir Sigga litla

Það sem ég var að fara kaupa mér í fyrri færslu var Boss ME-25. Þetta er multi effect fyrir gítarinn. Í staðin fyrir að kaupa einn effekt, á segjum 4þ-15þ þá er þetta tæki með 120 effektum og verðið var 20þ!

Gæjinn auglýsti þetta tæki en kom svo bara með ME-20 sem er eldra og sirka helmingi slakara.

Þetta kostar 41þ nýtt þannig að þetta voru reifarakaup. Potentially.

Fólk spyr sig þá af hverju allir séu ekki bara með svona multi effekta tæki í stað staks effekta. Jú, því það á að vera pínu verra sánd í þessum tækjum og atvinnumúsíkkantinn snobbar fyrir því.

Ég held að þetta sé nú líka pínu að menn vilja halda í gamla tímann. Vissulega er hljóðið ekki nákvæmlega það sama, en það er eitthvað sem ég og svona meðaljónar heyrum ekki. 

Allavega hér er kynningarmyndband 

Og hér sést hvernig loop effektinn er notaður. Nokkuð spennandi stöff. 


Agi

Þetta verður sirka aginn í bandinu mínu. Það líðast engar feilnótur! 


google neitar að birta veðrið í Rvík

Upphafssíðan mín neitaði að birta veðrið í Reykjavík.

Ég held að það sé útaf því að þeir halda að við séum að fokka í þeim.  

Eða að þeir hugsi að það sé ekki hægt að hafa alltaf svona friggin viðbjóðslegt veður og þetta sé einhver galli hjá þeim. 

veður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nennir einhver að laga þetta fyrir mig?

Þá meina ég friggin veðrið.


að standa við hluti

Ég fann tæki sem ég virkilega vildi eignast á hugi.is fyrir tæplega viku síðan. Á hálfvirði miðað við búðarverð og ég fáránlega spenntur.

Hafði samband við gæjann og hann vildi selja mér stykkið. Frábært.
Hann ætlaði að senda mér sms með tíma og stað daginn eftir. Frábært.
Ekkert gerðist daginn eftir. Pirr.

Svona gekk þetta í 4 daga. Hann sagðist alltaf ætla að hafa samband, því hann var með númerið mitt en ég ekki hans, en ekkert gerðist og ég sendi alltaf ,,WTF!" mail um kvöldið.

Fjóra daga í röð.

Óþolandi manneskja.

Loksins, loksins í gærkvöldi hringdi kvikindið. Við samþykktum að hittast á hlutlausum stað. Ég mæti snemma enda spenntur. Gæjinn rúllar inn á stæðið og allt að gerast. Við stígum báðir út úr bílunum og hann réttir mér tækið. Þetta er ekki tækið sem hann sagðist eiga!

Æðislegt.

Ég, að sjálfsögðu, horfði bara á fávitan með undrunarsvip og labbaði í burtu án þess að kaupa tækið.

Er hægt að verða meira pirraður en ég er akkurat núna!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband