Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Réttir

Við erum farin í réttir. Tungnaréttir. Langt síðan ég fór í réttir. Kominn tími til að sýna þessum kindum hvar Davíð keypti ölið. Tek með mér mynd af Vínbúðinni. Bada bing.

Ég segi nú bara ég sé um hestinn og þú sérð um hnakkinn. Fer í lopapeysu og allt. Þetta er tekið alla leið.

Mun draga kindur í dilka. Bara verst að þær eru allar kollóttar.

Og munið svo bara.......don´t count the days, make the days count!

Farið varlega þarna úti.


Besta golfhögg allra tíma!

Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég sé þetta.

Sextánda holan á flottasta vellinum, Augusta National, á flottasta mótinu, The Masters árið 2005. Tiger og DiMarco eru neck in neck. Hola númer 70 af 72. Tiger framkvæmir ómögulegasta högg í sögu golfsins, mitt mat, og vinnur mótið eftir bráðabana.


...

Ég át múffuna

Sagan af múffunni

Ég hef aldrei átt möffins jafn lengi og þessa Aunt Mabel´s múffu sem starir á mig af eldhúsborðinu.

Þetta er milk chocolate múffa. Ljósbrún með dökkum súkkulaði bitum.

Ég keypti hana í gærkvöldi af einskærri græðgi en sá svo að mér þegar ég kom heim. Sem er mjög sjaldgæft.

En múffan lifir enn ósködduð.


Bono

demotivational posters - BONO
see more Very Demotivational

ÚT/EXIT

demotivational posters - IN CASE OF FIRE
see more Very Demotivational

Bókasafnið

Var að færa allar bækurnar mínar inn á www.goodreads.com

Ég á 180 bækur

19 íslenskar
9 um golf
20 um tónlist

Restin er kvalítet stöff um allt sem skiptir máli.

Svo er ég strax kominn með 5 bækur á óskalistann.

Það mætti segja að ég sé lestrarnörd. Bækur eru það eina sem ég hef safnað í gegnum tíðina. Datt aldrei í frímerkjasöfnun eða slíkt. Ég er alltaf með allavega eina bók í gangi en oftast fleiri.


The chosen one

Horfði á Matrix 1 aftur um daginn. Hún var góð. Horfði svo núna á Matrix 2 aftur. Hún er nú bara betri ef eitthvað er. Kom mér á óvart.

Beta greyið þarf að þola að í hvert sinn sem ég horfi á svona hetjumyndir þá fer ég í það hlutverk í smá tíma á eftir.

Núna fannst mér ég vera Neo endurborinn. Hreyfði mig fagmannlega um íbúðina með fáguðum hreyfingum sem allar virtust hafa rosalegan tilgang.

Hef alltaf verið svona. Alveg síðan ég sá Karate Kid í bíósalnum á Blönduósi. Þá var maður sparkandi og höggvandi út í loftið í fylgd ,,hæjah" hljóðs.

Svo Rocky náttúrulega (vil bara nota tækifærið og biðja Kötu systir fyrirgefningar).

Svona er maður mikið barn.


hmmmm

demotivational posters - SKEPTICAL DOG
see more Very Demotivational

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband