Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Sóló í lúðrasveit

Ég var í Lúðrasveit Blönduósar í gamla daga. Spilaði á Barítón. Sem er eins og túba nema mun minna. Stóð alltaf aftast við hliðina á túbunni sem Bjarni Magnús spilaði á.

Í hljómsveitinni á þessum tíma voru öngvir aukvissar skal ég segja ykkur. Kjartan Sveins úr Sigur Rós, Einar Jóns úr Í svörtum fötum og svo að sjálfsögðu íþróttarhetjan og skáldið...ég.

Ég man að í prógramminu hjá okkur var slot þar sem ég tók sóló í einu eða tveimur lögum. Var tekinn fremst og allt. Ég man að það var stressandi að standa þarna fremst og vera sóló artistinn heilt lag.

Einu sinni fórum við sem fulltrúar Íslands til Svíþjóðar að keppa á alþjóðlegri lúðrasveitarkeppni. Það var upplifelsi.

Ég varð skotinn í stelpu sem þarna gisti í sama skóla og við. Einu sinni þegar við vorum að koma fram í einni verslunarmiðstöðinni þá neitaði ég að taka sólóið mitt því hún var þarna að horfa á. Skarphéðinn hljómsveitarstjóri leyfði mér að komast upp með það eftir smá fund.

Það er svona að vera stjarna.

Ég tók margt frá þessari reynslu að hafa spila í lúðrasveit. Það helsta náttúrulega að ég get fyrir vikið actually notað frasann ,,this one time, at band camp"


Libido

Ég var einu sinni í hljómsveit. Hún hét Libido. Við æfðum í nokkra daga einhver þrjú til fjögur lög og áttum eitt legendary gigg í félagsmiðstöðinni Skjólið á Blönduósi.

Þeir sem sáu þá tónleika eru betri manneskjur fyrir vikið.

Ég söng eitt lag að mig minnir. Polly með Nirvana.

Spilaði svo á trommur í laginu Rape me með Nirvana.

Rest er í móðu.

Þetta plús lúðrasveit eru mín einu ævintýri í tónlistarbransanum.


Pjakkur. Nafn með rentu.

Köttur mömmu og pabba sem heitir Pjakkur er enn og aftur slasaður. Núna er hann í gipsi á vinstri löpp.

Þessi gæji eltir uppi vandræðin því hann er nýbúinn að vera í kyrrsetu útaf brákaðri mjaðmagrind eða eitthvað álíka.

Hann er alltaf að koma heim með sár hingað og þangað.

Ég sver það! ef þessi köttur væri manneskja þá væri hann annað hvort Chuck Norris eða Steven Siegal.


að tala við náungan

Ég elska fólk sem er opið og ekki hrætt við að tala við ókunnuga. Ég var staddur við salatbarinn í Hagkaup í morgun og var að bakstra við að setja saman eitthvað ætilegt.

Þá kemur gamall kall (yfir sjötugt) og stumrar yfir barnum og virðist ekkert vita hvað allt þetta crap sé.

Hann spyr mig hvað í helvítinu þetta sé og bendir á Vorrúllurnar.

Ég segi honum að þetta séu Vorrúllur.

Hann verður sposkur og segir að þær séu nú annað hvort allt of seinar eða allt of snemma því nú sé komið haust!

Maður að mínu skapi.

Við spjölluðum um fleiri hluti á salatbarnum eins og gamlir vinir.

Ég sakna hans núþegar


listin að dansa til að gleyma

Ég hætti mér aðeins á dansgólfið í gær þrátt fyrir blóðtappann. Ég tók hógvær spor og hélt mér í hliðar saman hliðar með einstaka Travolta múvi til að sýna lit.

Eftir smá sprett settist ég niður og fann hvernig blóðið pumpaðist í æðum mér í takt við tónlistina.Þá fór ég að hugsa um hve góður dansari ég væri.

Ég er það góður að blóðið í mér dælist í takt við sporin.

Ég er bókstaflega með taktinn í blóðinu!

Samt ekki jafn mikið og þessi


GIFSoup


listin að tengja

funny sports pictures - Good Plan
see more Sports Pictures

Sagan af brúðkaupinu

Fórum í brúðkaup í gær. Falleg athöfn. Langt síðan ég hef farið í kirkju. Var búinn að gleyma hve prestarnir eru dramatískir og barnalegir.

Þessi gæji reyndi að vera með dramatískar þagnir og slíkt til að leggja áherslu á barnaleg orð um kærleikann. Manni finnst alltaf eins og prestar séu að tala við börn. Jú, enda kallar hann þetta fólk, sóknarbörn. Börn guðs.

Of mikill drami fyrir minn smekk.

Svo var farið í Þróttaraheimilið í veislu. Góður matur og góð kaka. Gæsavídeóið sem Beta klippti vakti lukku og allir í stuði.

Beta fékk sér aðeins í tánna en ég bara eitt Bailey´s glas með kökunni. Enda má ég ekki við því að þynna blóðið meira en það er.

Beta var orðin góð á því og þegar kom að því að grípa vöndinn þá í fyrstu stóð mín til hliðar en á lokasekúndunni fylgdist ég skelkaður með er hún skaust fremst fyrir miðju og tók sér stöðu. Stöðu sem ég vil kalla Hidden dragon, crouching tiger stöðuna. Hún var tilbúin og virtist nánast blóðþyrst miðað við hinar ógiftu konurnar.

Vendinum var kastað og upphófst þá atburðarás sem best er að ímynda sér í slow motion. Beta, sem enn var í Hidden dragon, crouching tiger stöðunni, stökk þá upp með miklum offorsa. Á þessum tímapunkti var ljóst að þetta var bara orðið á milli Betu og einnar konu sem einnig stökk upp.

Önnur hvor þeirra þreifaði í vöndinn sem datt þá í gólfið, beint fyrir framan þær.

Þær tvær tóku dýfu niður á gólf á meðan allir aðrir stóðu á öndinni. Það vill til að Beta er lítil og þ.a.l. stutt í gólfið. En það hefði samt ekki breytt neinu skal ég segja ykkur. Því, í slow motion, sáust þessir tvær konur hætta lífi sínu og limum er þær stungu sér eftir þessum blessaða vendi.

Ég var hættur að sjá hvað var á seyði og stóð upp af stólnum. Það heyrðist eitthvað þrask og læti og eftir uþb tveggja sekúndna þögn reis ein konan upp úr krafsinu eins og Fönix upp úr eldinum.

Beta, nánast blóðug, reis upp sigri hrósandi, með vöndinn í öruggu dauðagripi í vinstri lófanum!

Ég gróf andlitið í hendurnar á mér með þá vitneskju um að núna væri komin pressa á giftingu inna árs!

Beta varð svo ánægð. Ég samgladdist henni, bölvandi guðunum, og drekkti mér í Bailey´s glasið mitt.

Svo var dansað. Hef bara eitt um það að segja. Ef Michael Flatley og Tasmaníudjöfullinn eignuðust barn, þá væri það Beta. Hún er stórkostleg á gólfinu. Sannkölluð Lord of the dance. Á meðan dansaði ég hógværan dans með tappann í löppinni, hugsandi um þau góðu ráð sem Will Smith gaf Kevin James í myndinni Hitch.

Góður dagur í gær. Réttir plús brúðkaup. Frá 7 um morgun til 1 um nótt.

-------disclaimer: Engar Betur voru skaðaðar við gerð þessarar sögu-------


Réttir

Fórum í réttir í morgun. Það var snilld. Hef ekki farið síðan ég var lítill strákur í sveit í Svartárdal.

Ég var í gallabuxum, rarik skóm og ullarpeysu. Ég féll inn í hópinn eins og flís við rass.

Ég hafði ekki dregið kind í örugglega hartnær 20 ár eða svo þannig að ég tók eitt fórnarlamb(bada bing) og setti hana á milli lappana og dró stefnulaust í hringnum. Vissi ekkert hvert hún átti að fara þannig að ég sleppti henni bara á endanum. En, ég dró þó kind.

Beta tók myndir.

Vorum mætt kl 9 og kindurnar voru komnar í dilkana sína kl 10:30. Þá hófst söngurinn. Bóndarnir(bara bóndar segja bændur) búnir að staupa sig soldið og orðnir hressir. Þeir mynduðu stóran hring inn í réttinni og sungu. Raddað, keðjusöng, u name it. Algjör snilld.

Maður fylltist stollti og þjóðarkennd þar sem maður stóð og horfði á þetta. Þetta er alvöru. Íslenskara verður þetta ekki.

Hálf klökk, yfirgáfum ég og Beta hringinn og fengum okkur kaffi aftan úr pikköpp jeppa þar sem fólkið sem ekki söng safnaðist saman. Þar voru rifjaðar upp sögur og greinilegt að partíið var rétt nýbyrjað hjá þessu fólki.

Við þurftum að drífa okkur heim því við erum á leiðinni í brúðkaup. Það eru öfgarnar í hina áttina.

Missum af réttarballinu þar sem stór hljómsveitin ,,allra veðra von" mun leika fyrir dansi.


yup

demotivational posters - CROSS USB DRIVE
see more Very Demotivational

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 153701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband