Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
9.9.2010 | 11:23
Sieg Fail
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 11:17
Don´t die on me Steve!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 13:33
Hunch.com
Hunch.com
Mæli með þessari síðu. Ef þú ert eins og ég þá muntu verja þarna nokkrum stundum í að dunda þér í allskonar stöffi.
Síðan gengur út á að þú svarir spurningum um sjálfan þig. Allskonar skemmtilegum spurningum. Þannig lærir síðan á þig og þínar langanir. Hún ráðleggur þér svo hvað þú gætir haft áhuga á innan allskonar sviða. Bækur, tónlist, myndir, raksápu, tímarit, tölvur, leikir, blóm til að hafa í garðinum og treystu mér....allur fjandinn í viðbót.
Eftir því sem þú svarar fleirum spurningum um þig, því nákvæmari verða ráðleggingarnar.
Auðvitað þarftu að vera sáttur við að gefa upplýsingar um þig til að fíla þessa síðu. Hún tengist Facebook og öllu því stöffi. Ef þú ert spéhræddur með það er þetta alls ekki síðan fyrir þig.
Þá ferðu bara á www.goodreads.com eða á www.stuffwhitepeoplelike.com í staðin.
ps ég er búinn að svara 608 spurningum og verð sennilega kominn upp í 1000 eftir daginn í dag. Meðaljón svara að meðaltali um 150 spurningum skv Wired
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 11:23
Ást við fyrstu sýn eður ei?
Því hefur verið fleygt fram að Everything Everything sé eins og Kóriander. Annað hvort fílar maður þá eða ekki.
FÁSINNA!
Ég myndi segja að E.E. séu nákvæmlega eins og ást við fyrstu sýn er ekki.
Í fyrsta lagi trúi ég ekki á ást við fyrstu sýn. Þeir sem trúa slíku eru bara annað hvort örvæntingafullt fólk sem þráir samþykki annara eða fólk með ranghugmyndir.
Það sem gerist við fyrstu sýn er hrifning á útliti og yfirbragði. Svo þarf að verja tíma með viðkomandi til að kynnast þeim betur og læra fyrir hvað þeir standa. Smátt og smátt eykst einhver tilfinning á milli tveggja aðila sem vex og dafnar. Hún nær ekki hámarki á einhverjum tímapunkti og heldur sig þar, heldur er endalaus stígandi og framvinda. Maður kallar þessa tilfinningu ást.
Allt ofangreint á við um Everything Everything.
Fyrst er eitthvað sem grípur mann. Það er einstaklingsbundið hvað það er. Í mínu tilfelli voru það viðlögin sem eru grípandi og hress. Útaf þessu fór ég að kynna mér þá betur og læra fyrir hvað þeir standa. Smátt og smátt jókst einhver tilfinning fyrir þessari tónlist sem óx og dafnaði. Og gerir enn.
Þetta er ekki spurning um að annað hvort fíla þá eða ekki. Þetta er spurning um að vilja kynnast þeim betur og læra að meta þá á endanum.
Beta mín...ef ég væri þú myndi ég reyna að taka þá í sátt því annars áttu eftir að verða geðveik. Á fóninn munu þeir fara og á fóninum munu þeir vera!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2010 | 11:00
Hörður Torfa
Það eru 40 ár síðan Hörður Torfa gaf út sinn fyrsta disk. Þetta eru tímamót í hans lífi og er í öllum fréttum á þessum dögum.
Ég fór að hugsa....Hörður Torfa.....hvað í andskotanum hefur hann skilið eftir sig sem er einhvers virði?
Ekki man ég eitt einasta friggin lag eftir þetta svokallaða tónskáld.
Það er óhætt að segja að hann hefði alveg eins geta sleppt þessu.
Hann hefur ekki haft neitt impact á íslenskt tónlistarlíf. Ekkert!
Kannski leið honum bara betur að syngja og gefa út mundane flatt og neistalaust efni. kannski.
Örugglega góður kall samt.
Já já, það held ég nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.9.2010 | 17:02
INR gildið
Nýjustu tölur........4.4!
Ég er enn of þunnur og Bond stelpurnar sem hringja í mig skilja ekkert í þessu. Farinn úr 4 töflum í 1 á dag.
1---1.5----4.7----4.2----4.4
Þetta er þróunin. Markmiðið er á milli 2-3. Tekur bara smá tíma að fíntjúna strákinn.
Held það hafi ekki hjálpað mér að hafa farið á The Expandables. Hún er svo þunn. Bada bing!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2010 | 11:00
The Expandables bíórýni-----SPOILER ALERT----
Sáum The Expandables með Sly Stallone og co. Þunnur þrettándi verð ég að segja. Við fórum á þessa mynd með lámarks væntingar og lúmskt að vona að þetta yrði soldið töff mynd.
Vonbrigði.
Það voru nokkur atriði sem maður hló af sökum úber macholeika en þau voru of fá til að halda myndinni uppi.
Þetta handrit er náttla eitt það þynnsta sem ég hef séð. Sly sér stelpu á einhverri eyju einu sinni og verður að fara aftur til að bjarga henni!
Í fyrsta lagi þá gæti hún náttla verið barnabarnið hans. Ég bara trúði ekki að þeir væru að reyna að ýta undir að eitthvað yrði á milli þeirra. Í öðru lagi þá bara er þetta allt of langsótt til að ganga upp. Sér stelpu einu sinni í 15 mín og fer svo til baka í sjálfsmorðs ferð til að bjarga henni.
Svo voru bardagasenurnar, sem maður hafði vonast eftir að myndu halda myndinni uppi, allt of mikið cut&splice. Maður sá ekkert hvað var að gerast. Þeir klipptu þetta í allt of stutta búta og maður náði varla að halda þræðinu um hver væri að berja hvern.
Flottasta senan var þegar Arnie og Sly voru að trashtalka hvorn annan fyrir framan Bruce Willis.
Svo fannst mér kúl þegar svertinginn var að rústa andstæðingunum með þessum háværa riffli.
En allt í allt þá var þetta ekki góð mynd. Og ótrúlegt að Sly geti ekki komið með aðeins vandaðra plott. Því miður. Hefði verið til í að sjá the ultimate hetju mynd.
Tvær og hálf stjarna af fimm. Beta sagði mínus tvær stjörnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2010 | 18:34
Everything Everything
Þeir sem eru músík þenkjandi eins og ég og eru að leita að nýju hressu stöffi þá mæli ég með Everything everything.
Lög sem grípa fyrst eru eftirfarandi:
Suffragette Suffragette
My Kz, Ur Bf
Photoshop Handsome
Schoolin
Í þessari röð.
Niðurhel it and tékkit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar