Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
22.9.2010 | 16:41
Fibonacci dúfur
Bloggar | Breytt 21.9.2010 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2010 | 16:40
hádegismatur fyrir lengra komna
Fórum á BSÍ áðan til að halda upp á að ég væri breyttur maður. Hef ekki farið þangað síðan ég var ungur að taka rútu norður á Blönduós.
Talandi um freaks and geaks senu! vó!
Kynlegir kvistir er vægt til orða tekið.
Ég tók Betu þangað náttúrulega bara í djóki. Gaman að borða annars staðar en á einhverjum mainstream stað.
Var að pæla í því að fá mér kjamma og kók. Beilaði.
Allt var súper sleezy og grotesque. Glösin óhrein og leigubílstjórar í leðurvestum í öllum hornum.
Hver sest við hliðina á okkur?
Björgvin Þorsteinsson. Maðurinn sem hefur farið oftast holu í höggi á Íslandi!
Legend
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 16:32
Ég er stökkbreyttur
Fór á fund erfðafræðings sem tjáði mér að ég væri stökkbreyttur.
Ástæðan fyrir blóðtappanum er sem sagt að þáttur II og þáttur V í genum eru stökkbreyttir. Sem gerir það að verkum að Prótein C getur ekki brotið breytu úr þætti V niður.
Hot diggittí dem!
Það er mjög algengt að fólk sé með eina stökkbreytingu en ég er svo óheppinn að vera með tvo þætti.
Eða heppinn?
Svona þróast víst mannskeppnan. Stökkbreytingar. Ég hef alltaf talið mig vera lengra kominn frá öpunum en aðrir og þetta er sönnun þess efnis.
Verandi með fokked up þátt II veldur auknum líkum á blóðtappa. Ekkert stórmál, margir með þannig en fá aldrei neitt. Bætum fokked up þætti V inn í dæmið og líkurnar tífaldast. Vesen.
Staðan er því þannig að ég held áfram að taka blóðþynnandi lyf á meðan frekari rannsóknir halda áfram.
Mér finnst ég eitthvað svo breyttur maður undanfarið.
Stökkbreyttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 09:35
yup, those were the days
Bloggar | Breytt 21.9.2010 kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2010 | 07:32
Synchronized Toothbrusing (R)
Ég er frekar góður í Synchronized Toothbrushing (R). Ég er að reyna kenna Betu og skóla hana til en fram að þessu finnst mér vanta allan takt í þetta hjá stelpunni.
Synchronized Toothbrushing (R) er listin að hreyfa sig í takt við annan sem er að tannbursta sig á sama tíma og þú. Þá stendur fólk saman í speglinum, oft annar fyrir aftan hinn, og leikur sér að allskonar hreyfingum í takt. Ýmist til hliðar, upp, niður og í raun bara allt sem manni dettur í hug. Í takt.
Varúð! Aldrei reyna þetta á morgnanna. Það eru byrjendamistök. Þá er fólk sjaldnast hresst og ekki jafn líklegt til að framkvæma þetta vel.
Fínt er að bíða eftir að það kvöldi vel og allur galsi sem oft vill koma sé til staðar. Því meiri galsi í fólki, því betri verður frammistaðan. True story.
Það sem Betu vantar aðallega núna er kreatíf. Hún apar bara eftir á þessum tímapunkti. Hún þarf bara meiri æfingu og sjálfstraust til að fara í sínar eigin hreyfingar.
Þetta kemur allt saman með kalda vatninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2010 | 13:10
Chicken on a raft
Skemmtilegasta síða internetsins?
http://www.chickenonaraft.com
Hversu lengi endist ÞÚ þarna inni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2010 | 12:38
Rappara kisur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2010 | 12:02
BÆKURNAR KOMNAR!!!!
BÆKURNAR ERU KOMNAR!!!!
Þær komu sem sagt 20.september en ekki 13. okt eins og þeir sögðu. Ég friggin vissi það. Djöfull er ég ánægður.
Við erum að tala um bókakaup aldarinnar. 7 bækur á 16þ kjéll. Og ekkert venjulegar bækur.
Bítla Anthology bókin er massívt stór og vegleg. Svona bók sem myndi kosta lámark 6500kr hérna heima en lítur út fyrir að kosta 13þ. Svo eru tvö bindi af Elvis Presley sem eru vægast sagt þykkir doðrantar og mjög veglegir. Þvílíkt ánægður með þær.
Svo er annar massívur doðrantur um klassíska tónlist. Kom mér á óvart hve þykk og flott hún er. Fer alveg í gegnum alla söguna um klassíska tónlist. Frábært yfirgrip.
Svo eru þrjár í viðbót sem eru meira svona contemporary dæmi. Ævisaga fyrrverandi trommara Guns n Roses, Steven Adler. 28 OD´s, milljón rehabs og 3 hjartaáföll segja allt sem segja þarf. Joy.
Svo ævisaga Marilyn Manson. Skyldulesning. Mjög forvitnilegt. Ekki það að ég sé aðdáandi, heldur er ég bara forvitinn um að vita af hverju hann sé svona fokkt opp.
Svo ein í lokin eftir Chelsea Handler og hennar one night stands í gegnum árin. uuuu skyldueign allra karlmanna!
Ég er þegar hálfnaður með eina bókina. Hvaða bók?
Nú auðvitað Chelsea bókinni. Kynlíf selur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 13:05
Ricky Gervais og biblían
Mér finnst þessi gæji einn sá fyndnasti í bransanum. Hann er bestur þegar hann er bara hann sjálfur og það skín best í gegn í þessum stand up sýningum sem hann hefur gert. Fame, Politics og Animals. Mæli með að fólk tékki á þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar