Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
26.9.2010 | 07:08
Skuggamyndir gone bad
Við gerðum skuggamyndir á veggnum í gærkvöldi rétt fyrir svefninn. Það fór ílla.
Dýrin sem ég, Beta og Sebastian gerðum voru óvinveitt og oftar en ekki endaði þetta allt í blóðbaði þar sem eitt dýrið fór á "killing spree" og át hin dýrin.
Að gera hund var vinsælt.
Sebas var fyrst Beethoven og át Lassie og Benji.
Það hafði ekkert upp úr sér að gera framhald því þegar Rex lögregluhundur ætlaði að rannsaka morðin þá var Cujo mættur og át hann ásamt aðstoðarmanni hans, Plútó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 17:50
Félagsvísindakönnun
Ég er með félagsvísindakönnun í gangi sem staðið hefur núna í meira en ár.
Ég sagði frá þessu fyrir nokkru en núna er ný framvinda til frásagnar.
Þannig er mál með vexti að einu sinni fór ég inn á síðu sem auglýsir fitutap, fitness og almennar ráðleggingar um heilbrigt líferni.
Skömmu síðar byrjaði ég að fá póst frá þeim með reglulegu millibili. Hann var skemmtilega persónulegur og innihélt ráðleggingar og tips um allt ofangreint.
Ég fékk póst sirka á þriggja vikna fresti eða svo.
Mér datt í hug að sjá hve lengi þau myndu halda þessu áfram án þess að ég svaraði né blokkaði þau.
Þetta hefur staðið núna í meira en ár.
Núna fyrir um viku síðan þá setti ég aðra breytu inn í dæmið. Ég svaraði.
Ég þakkaði þeim fyrir póstinn.
Núna fæ ég póst nánast á hverjum degi.
The saga continues....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 11:00
SkriðSiggi fer í sund
Fórum í sund öll þrjú saman. Fórum í Grafarholtslaug. Ógéðslegt veður úti en kósí oní laug.
Þau héldu sig í innilauginni á meðan ég stritaði 0,5k í, er virti, mótvindi allan tíman í útilauginni.
Var enga stund með þessa 500mtr núna því ég tók ekki jafn langar pásur inn á milli og mun meira í skriðsundi. Smátt og smátt að gera þetta af alvöru.
Prófaði allt sem ég var búinn að rannsaka á netinu í gær. Sundtækni. Margt breyst síðan ég lærði sund í gamla daga.
Prófaði snúninginn í skriðsundinu sem var soldið scary.
Það var svo mikið af nýjum hlutum sem ég var að einbeita mér að, að ég höndlaði ekki að prófa Sundgolf líka.
Soldið erfitt að telja sundtökin og passa að taka loft í þriðja hvert skiptið, allt á sama tíma. Hljómar einfalt en er ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 07:38
HIMYM
How I met your mother er byrjað á ný. Sjötta sería byrjaði síðasta mánudag í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn var ágætur. Þetta er alltaf á mánudögum og komið á netið í síðasta lagi þrem dögum síðar. Ég niðurhlóð þessu allavega á fimmtudaginn.
Jei, loksins eitthvað að horfa á fyrir utan Top Gear, Jay Leno og Stephen Fry.
Bloggar | Breytt 24.9.2010 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2010 | 15:39
Besta síða í heimi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2010 | 13:48
Sundgolf
Fór í sund í morgun. Bætti aðeins við og fór 750mtr.
Tók aftur tímann og fór 100mtr bringusund á 2:45 aftur.
En ég bætti tímann í skriðsundinu. Fór 25mtr á 23 sek í stað 27 í gær.
Er að pæla að svissa alfarið yfir í skriðsundið. Meira púl þannig. Svo er svo kúl hvernig þeir snúa við bakkann. Ætla að mastera það.
Er búinn að finna golf leik sem ég get spilað í sundinu til að gera þetta skemmtilegra og stytta stundir.
Ég syndi skriðsund eina ferð (eða tvær) og tel strokurnar sem ég tek með vinstri hendi eða hægri. Bæti þeirri tölu við sekúndurnar sem ferðin tók og þá er ég kominn með Par vallar. Reyni svo að bæta það í næstu ferð. Tek kannski meðaltalið yfir allar ferðirnar og reyni að bæta mig dag frá degi.
Sundgolf.
It´s gonna be a thing!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2010 | 09:04
World record baby!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2010 | 08:56
Skammtafræði
Hvað er að gerast með skammtastærðina á veitingastöðum?
Fórum út að borða í gærkvöldi og komum heim með mat sem dugar í rúmlega tvær máltíðir.
Gordon Ramsay yrði ekki ánægður með Ruby Tuesdays.
Annars mjög góður matur og ekki yfir neinu að kvarta. Vona bara að þetta stuðli ekki að frekari offitu íslendinga (sem það gerir náttúrulega).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 16:46
SkriðSiggi
Fór í sund til að tékka á Salalaug og ræktinni þar. Einnig til að tékka á fætinum og hvernig hann höndlar aftur smá álag.
Tók hálfan kílómeter. Setti örugglega heimsmet í fjölda sundtaka í fyrstu ferðinni sökum hægagangs.
Fóturinn í góðum gír og ekkert því til fyrirstöðu að spíta aðeins í.
Byrjaði þá að taka á því og tók m.a. tímann á 100m.
2 mín og 45 sek að fara 100m bringusund.
Örugglega ekki langt frá Evrópumetinu. Ef maður deilir fituprósentunni í tímann þ.e.a.s.
Synti svo 25m (eina ferð) á 27 sek í skriðsundi.
Sem er óstaðfest met í Salalaug miðað við að þetta var síðasta ferð af 20.
Þið getið byrjað að kalla mig annað hvort MetaSiggi eða SkriðSiggi. Þið ráðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 14:22
Bókamaníac
Búinn með Chelsea Handler bókina og meira en hálfnaður með Manson bókina. Ég er manískur, að sögn.
Er annars kominn með grænt ljós á að hreyfa mig aftur. Eftir fundinn í gær veit ég að mér er saklaust að byrja að hreyfa fótinn á ný upp að sársaukamörkum.
Ég er að pæla að kaupa mér hálfs árs kort í Salarlauginni í Kópó. Þá í ræktina þar og laug.
Er núna á leiðinni þangað að skoða pleisið.
Held að sund sé einmitt málið fyrir golfara. Gott fyrir þol og efri búk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar