Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Jarðabær

,,áttu ammæli í jarðaber?" Spurði Sebastian mig í bílnum í dag. Hann vissi að ég ætti afmæli í nóvember en ruglaðist bara pínu.

Svo talar hann soldið upp úr svefni. Fyrir nokkrum nóttum síðan heyrðist hann segja ,,Beta! hættu þessu rugli"

Hann er búinn að vera úber hress og skemmtilegur í dag. Soldið pirrandi að hann skuli alltaf vera eldhress eftir svona nótt(sjá fyrri færslu) en maður sjálfur ónýtur.

Ég er búinn að stúta fjórum paratabs og er enn með hausverk!


Dósin 2010

Nóttin sem leið var ein sú erfiðasta ever. Pungurinn með pirring í hálsi. Ég vaknaði sirka 12 sinnum frá miðnætti til 3 um nótt til að róa Sebas. Svo vorum við báðir vakandi frá 3 til hálf fimm að reyna að finna eitthvað trix til að sigrast á þessum hósta.

Það sem á endanum virkaði.....að sofna í faðmi pabba síns.

Erfitt? jú, því ég þurfti að vakna kl 7 og fara í golf.

Það tókst. Með herkjum.

Það var stirður og þróttlaus íslandsmeistari sem sló af fyrsta teig.

Ég var að spila í Dósin 2010. Ég og Binni Bjarka hittumst einu sinni á ári til að keppa í holukeppni. Með okkur voru Óli Valur og Yngvi.

Ég svæfði Binna á sextándu. Hann var dormie eftir fimmtán og ég vann loks 3&2.

Ég spilaði á +5 sem er lækkun um eitt högg. Slysalaust golf en án flugelda.

Át ekkert á hringnum og var farinn að sjá Yngva sem eina stóra kótilettu í lokin. Ég mátti svo sem við því að missa úr máltíð.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband