Leita í fréttum mbl.is

Dósin 2010

Nóttin sem leið var ein sú erfiðasta ever. Pungurinn með pirring í hálsi. Ég vaknaði sirka 12 sinnum frá miðnætti til 3 um nótt til að róa Sebas. Svo vorum við báðir vakandi frá 3 til hálf fimm að reyna að finna eitthvað trix til að sigrast á þessum hósta.

Það sem á endanum virkaði.....að sofna í faðmi pabba síns.

Erfitt? jú, því ég þurfti að vakna kl 7 og fara í golf.

Það tókst. Með herkjum.

Það var stirður og þróttlaus íslandsmeistari sem sló af fyrsta teig.

Ég var að spila í Dósin 2010. Ég og Binni Bjarka hittumst einu sinni á ári til að keppa í holukeppni. Með okkur voru Óli Valur og Yngvi.

Ég svæfði Binna á sextándu. Hann var dormie eftir fimmtán og ég vann loks 3&2.

Ég spilaði á +5 sem er lækkun um eitt högg. Slysalaust golf en án flugelda.

Át ekkert á hringnum og var farinn að sjá Yngva sem eina stóra kótilettu í lokin. Ég mátti svo sem við því að missa úr máltíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband