Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
5.8.2010 | 08:27
dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 19:39
mófókkin dagur
Ömurlegur dagur að baki. Strákurinn búinn að hósta framan í mig í nokkra daga og það virðist hafa skilað sér í pínku slappleika. Ég komst að því EFTIR golfhringinn í dag. Ömurlegt að spila svona slappur. Um það bil ömurlegasti golfhringur sem ég hef spilað.
Er samt ekkert veikur per sei, en bara soldið undir veðrinu.
Lagði mig í 3 tíma í dag. Verð orðinn hress sirka eitt í nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 22:56
Lukku Láki, Svalur og Valur og Viggó Viðutan
Hef áhuga á að eignast Lukku Láka, Svalur og Valur og Viggó viðutan. Ef einhver á þessar bækur og vill selja/gefa mér þá væri það sörprím.
Sendið mér bara meil á
g o l f g u s @ g m a i l . c o m
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 08:47
Ný könnun
Ég veit að það er rétt að segja að ,,nudda" en ég hef alltaf sagt að ,,nugga".
Eins og ,,að nugga augun".
Náttla miklu fallegra orð en spurning hvort það sé algengt að fólk noti ,,að nugga".
spurning um að kjósa..hmmmm....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 08:38
að troða marvaða
að troða marvaða? hvaða hálfviti fann upp á því?
Það var þannig að ég handlegsbrotnaði akkurat á þeim tíma sem okkur var kennt að troða marvaða í sundtímum í gamla daga. Þannig gat ég ekki farið í sund í lengri tíma og lærði aldrei að troða marvaða.
Svo hefur maður eitthvað verið að prófa þetta en aldrei get ég haldið mér á floti! Skil þetta ekki og lít alltaf út eins og hálfviti.
Þannig að þeir sem eru að drukkna, ekki búast við því að ég bjargi þeim með því að troða marvaða. Kannski í mesta falli hendi ég þeim upp á bak og tek flugsund eða eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 22:36
það hafa allir lent í þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 12:39
Draumaráðningar
Mig dreymdi að KJ Choi(suður kóreskur lyftingakappi núna golf pró) og Pétur félagi minn væru að keppa í borðtennis. Úrslitaviðureign í einhverju móti.
Þeir voru báðir með varnarspaða.
Svo breyttist þetta í innanhúsfótbolta þar sem ég var að rústa Ingvari Kale markmanni. Einn á móti manni niðurlægði ég hann sífellt. Hann varð brjálaður og fékk einhvern til að skipta við sig í marki og fór á kantinn til að geta tæklað mig. hann reyndi en án árangurs. Við urðum samt vinir í lok leiksins.
WHAT DOES IT ALL MEAN!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2010 | 09:27
mánudagspóstur
Bloggar | Breytt 27.7.2010 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2010 | 23:18
Imdb Vs Rotten tomatoes
Ekki það að ég fari eitthvað sérstaklega eftir því sem gagnrýnendur segja en stundum er ágætt að fá smá nasaþef um annað hvort diskinn eða myndina.
Eitt sem ég hef tekið eftir er hve Rotten Tomatoes er leiðinleg síða og ekki áreiðanleg með dóma og gagnrýni.
Dæmi....Nanny McPhee returns er í 15.sæti í ár á T-meter skalanum þeirra! ég meina.....ekki í þessu lífi félagi.
Á meðan er Inception bara í 21.sæti.
Imdb.com er eina síðan í dag sem mark er takandi á. Hún er þægileg í notkun og ekki með eitthvað vesen í einkunnargjöf og ekki með Nanny McPhee returns(mynd númer tvö!!!!) í fimmtánda sæti.
ps. ,,ekki í þessu lífi félagi" setningin að ofan er gott dæmi um frasa í ílla talsettri teiknimynd(sjá fyrri færslu).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 153547
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar