Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
9.8.2010 | 17:19
sans hreðjar/ný könnun
Var búinn að hugsa rosalega bitra færslu en mun láta mér nægja að segja að ég er vonsvikinn með skort á hreðjum.
hvort er betra að vera dipló eða vera með besta liðið?
Þetta er nú bara efni í nýja könnun. Það er nú líkast til.
ps. ég rita þetta án þess að dissa einn né neinn enda allt öðlingar. Ég er bara hel ósammála.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 09:34
Hár
Ég fór í klippingu á föstudaginn. Ég settist í stólinn hjá Grjóna og bað um ,,nobody´s flíspeysu" greiðsluna. Núna er ég eins og 90% af karlmönnum heimsins. Með svona ,,no brainer" clean look.
Mér hefur verið líkt við Hank the Tank í ,,me, myself and Irene". Það er æðislegt.
Rómeó lúkkið farið og Hank the Tank mættur.
Stutt og laggott og ekkert vesen með greiðslu. Nú er bara að fá sér vinnu frá 9-5 og þá er ég orðinn eins og allir aðrir. Jeiiii
Hey, ég vann þó mót strax daginn eftir. kannski að þetta hár hafi bara verið eitthvað fyrir mér.
Fékk strax eitt óborganlegt komment frá Stigameistaranum. Ég hitti hann á milli níundu og tíundu brautar í hvaleyrinni. Þá óskaði hann mér gleðilegs nýs hárs! Það er ekki af nýliðanum skafið.
ps. er strax byrjaður að safna hári á nýjan leik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2010 | 18:25
Say....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2010 | 13:35
Opna Jónar Transport hringurinn
Við byrjuðum á 10.holu sem er par 3 því það er búið að snúa vellinum við.
10.hola: Par 3: 150m í pinna sem var bakvið glompuna á neðri pallinum. Ég tók góða áttu og dró hann til vinstri. Miðaði á efri pall og endaði á neðri palli. Rétt missti 4mtr pútt fyrir fugli. Par.
11.hola: Par 4: Skar hornið með ásnum og átti bara um 66mtr eftir í pinna eftir upphafshöggið. Smá afsagaður 60° wedge meter frá pinna. Renndi þessum ljúfenga fugli auðveldlega í holu. Fugl.
12.hola: Par 4: Fínt upphafshögg vinstra megin á braut. 90mtr í pinna og afsagaður 54° wedge lenti beint á pinna og rúllaði því um 4 mtr til hægri útaf því að grínið hallar allt þannig. Ætlaði að lenda 2-3 mtr meira vinstra megin. Rétt missti fuglinn. Par.
13.hola: Par 4: Fínt upphafshögg en átti 125mtr í pinna sem var aftast á gríni. Tók afsagaða níu og ætlaði að draga hana soldið til vinstri en kúlan hélst til hægri og ég endaði á gríni en í 10mtr fjarlægð. Par.
14.hola: Par 4: Upphafshöggið hægra megin í röffi sem hafði engin áhrif. 90mtr í pinna sem var alveg fremst og því mjög erfitt að stoppa kúluna nálægt. Ég lenti kúlunni því fyrir framan grínið en hann rúllaði alveg 5-7mtr framm yfir pinnan. Par.
15.hola: Par 5: Fullkominn tré þristur sem beygði með horninu. Lenti í funky legu og ég hálfpartinn toppaði tré þristinn í öðru högginu og lenti í röffi vinstra megin. Tók þaðan fimm járn en röffið var of þykkt og ég var enn 90mtr frá pinna og enn í röffi. Lenti 54° um 2 mtr yfir pinnan og náði ekki að setja trikki par púttið í. Skolli.
16.hola: Par 3: 144mtr og tók því áttu og endaði alveg fremst á gríninu. Átti um 5-7mtr pútt sem var of stutt og ég tappaði inn fyrir pari. Par.
17.hola: Par 4: Frábært upphafshögg og átti um 50mtr eftir. Hálfur 60° wedge var ílla hittur og í raun þriðja lélega höggið mitt þennan daginn staðreynd. var fremst á gríninu en pinninn ofarlega. Massa 10mtr uppíhallapútt var frábært en tvípútt engu að síður. Par.
18.hola: Par 4: Frábært upphafshögg skildi eftir 95mtr í pinna. Ég var hægra megin og þurfti því að slá yfir glompurnar og pinninn var 5 mtr inn á gríninu. Ég ætlaði því að taka 90mtr högg með 54° en sló því miður bara 89mtr högg. Lak í erfiðasta bönker vallarins. Sem hefði ekki verið neitt mál nema að ég var líka í funky legu. Þurfti að negla til að ná honum upp og skallaði náttla kúluna yfir fokkin grínið og upp í móa. Týndi boltanum og þurfti að taka víti og láta kúluna falla aftur í bönkernum. Náði því höggi inn á grín og tvípúttaði. Tripple.
þarna var ég á +3 en samt búinn að spila eins og engill fyrir utan 3 léleg högg og eitt meter of stutt högg.
1.hola: Par 5: Sæmó upphafshögg sem snérist soldið til vinstri útí röff. Skæjaður tré þristur í öðru höggi skilaði mér 100mtr frá holu. Fullur 54° í mótvindi var pinn high, 2 mtr frá og ég rúllaði púttinu örugglega í. Fugl.
2.hola: par 4: Snilldar upphafshögg sem snake-aði sig í gegnum hraunið skilaði mér 70mtr frá pinna. Tók hálfan 54° sem voru mistök því hann beit náttla ekkert og rúllaði 10 metra yfir pinna á þessu vel hallandi gríni. Hefði átt að þrusa 60° og ná spuna til að stoppa betur. Par.
3.hola: Par 4: Á þessari stuttu par 4 tók ég bara tré þrist og endaði beint á pinna nema 33mtr stuttur. Þurfti að lobba með 60° yfir hraunið en var pínu of stuttur og lenti því í halla og skaust vel yfir pinnann. Tvípútt. Par.
Hefði átt að fá fugla á annari og þriðju. Svekktur með það.
4.hola: Par 3: 130 í mótvindi og ég tók áttu. Nkl á pinna en 10mtr of stuttur. par.
5.hola: Par 4: Besta upphafshögg dagsins köttaði vel yfir hraunið. Gröð lína. Átti um 80mtr eftir og afsagaður 54° wedge var pínu hægra megin og of langur. Par.
6.hola: Par 3: 123mtr í mótvindi og ég sló þunga níu sem var of stutt. Fyrsta vipp dagsins og það endaði 2cm frá holu. Par.
7.hola: Par 5: Lélegt upphafshögg en skipti engu máli því ég endaði upp við hraunið hægra megin og átti alveg jafn langt högg eftir og ef ég hefði farið rétta línu (sem var mun meira til vinstri). Þungur tré þristur rétt sveif yfir hraunið en á perfect línu og skildi eftir 33 mtr í pinna. Rúllaði vippinu með pw 2 mtr frá og ekki sáttur með að skilja svona mikið eftir. Setti samt fuglapúttið örugglega í. Fugl.
8.hola: Par 4: Tók bara sexu í upphafshögg útaf vatninu. Átti 125mtr eftir og tók níu en endaði pínu hægra megin við grínið. Pinninn var aftast uppi. Ákvað að pútta þaðan sem voru mistök og skildi eftir of langt pútt sem ég náði ekki að bjarga. Skolli.
9.hola: par 4: Flott upphafshögg sem var hægra megin og sveif fallega yfir hraunklettinn. Átti 90mtr eftir í pinna sem var sirka á miðju gríninu. Sló 54° wedginn 87 mtr og átti eftir 3 mtr fyrir fugli til að komast í bráðabana. Þetta var vel snúið pútt frá hægri til vinstri. Ég hugsaði bara Slammer McFearless og nelgdi púttinu í á öruggri línu sem aðeins atvinnumaður hefði þorað að taka. Fugl.
-2 á seinni og samtals +1.
Ég tel mig hafa hitt allar brautir nema eina. Ég tel það þannig að ef ég er me fullkomna legu eftir upphafshöggið og ekki í neinum vandræðum þá er það sem hitt braut. Eða öllu heldur hitt upphafshögg. Að vera 3 cm fyrir utan braut og með fullkomna legu og telja það ekki sem hitta braut er eitthvað svo heimskulegt og gegn tilgangi þess að halda þessa tölfræði.
Ég hitti 14 grín með 31 pútt. Mjög sáttur með það.
Lækkaði um 0.2 og vann 50 kall hjá Icelandair og bikar. Ekki að hata það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.8.2010 | 23:14
Meistarinn
Vann Opið mót í dag! Ég er glaður. Indeed. Fékk bikar og 50þ kjéll frá Icelandair. Fékk 40þ fyrir að vinna höggleikinn og 10þ fyrir 5.sætið á punktum.
Var á +1 eftir áferðarfallegt golf. Aldrei nein vandræði nema á fokkin níundu holunni(sem í raun er 18.holan skv vallarmati). Tók wedge höggið meter of stutt og lenti í bönker. Í funky legu. Sköllaði kúluna yfir grínið og í drasl. Sá nkl hvar kúlan lenti en fann hana samt ekki. Álfar, pottþétt. Þurfti að endurtaka höggið úr glompunni og endaði á tripple. Svekkjandi.
Vorum þrír á +1 og fórum í bráðabana. Tókum tíundu holuna sem er par 3. Mér hefur gengið ílla á par 3 holum í sumar þannig að það var sértaklega sweet að setja kúluna 3 metra frá pinna. BÚJAKASHA. Hinir voru save og áttu erfitt pútt eftir. Niður hallann. Þeir þrípúttuðu báðir á meðan ég tappaði í fyrir auðveldu pari eftir að hafa misst fuglinn rétt svo.
Núna er bara djamm. Breezer og Malibu Leche flæðir sem gullfoss.
Mér var tjáð að menn vilji fá ítarlegri færslur um allar holurnar í mótinu og hvernig gekk. Það kemur í þynnkunni á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010 | 10:37
Tangó
Ég keypti íslenska drauminn með Tóta og félögum á 1200kr. Það var svo fáránlega langt síðan ég sá þá mynd. Við horfðum á hana og þetta er náttla ein best heppnaðasta íslenska mynd ever.
Margir instant klassískir frasar úr þessari mynd.
Litla stelpan: ,,þið eruð bara leiðinlegir" og labbar í burtu.
Jón Gnarr: ,,þú ert bara sjálf leiðinleg"
Svo náttla ,,I think Iceland is much better than the American team in football. We have Helgi Kolviðsson."
og hver man ekki eftir ,,Ég veit um fullt af fólki sem þekkir Halim Al, og þau segja að hann sé bara fínn náungi." Jón Gnarr.
Ég allavega lá hlæjandi í sófanum á meðan Beta bókstaflega gat ekki horft á sumar senurnar því þær voru svo pínlegar.
Ég fór að pæla í íslenskum myndum og komst að þeirri niðurstöðu að um leið og menn fara að taka sig of alvarlega þá gengur það ekki upp. Skemmtilegar íslenskar myndir? Íslenski draumurinn, Veggfóður, Sódóma Rvíkur og Stella(barn síns tíma). Allt hressar og fyndnar myndir. Allar hinar sökka. Jú, bíddu, Englar Alheimsins var ágæt ef þú gast útilokað Ingvar E úr öllum senum þar sem hann kann ekki að leika. Einn lélegasti íslenski leikarinn sem við eigum(miðað við frægð).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010 | 00:36
hægt
Fyrir bíóið fórum við og fengum okkur borgara á aktu taktu. Það tók okkur um 20 mín að fá matinn og borða hann. Svipaður tími og á Vegamótum!
Fáránlega hæg þjónusta á skyndibitastað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010 | 00:34
Bíó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2010 | 08:32
Rúntur
Fórum niðrí bæ í gærkveldi að snæða. Fólkið á Vegamótum elskar okkur pottþétt.
Við komum inn, fáum borð, þurfum ekkert að skoða matseðilinn því við vitum hvað við viljum og pöntum því strax, fáum matinn eftir ca 7 mín því rétturinn er einfaldur, erum ca 10mín að borða, biðjum um doggybag, komin út eftir ca 25 mín og borðið aftur orðið laust.
Skil ekki hvað fólk er alltaf að hangsa á svona stöðum. Þetta eru ekki eldflaugavísindi, maður er bara að borða.
Tókum bókarúnt og málið tot.
Vorum að krúsa heim á leið þegar við sáum svo skrýtið par á labbi hjá tjörninni að ég þurfti að snúa við til að sjá þau aftur. Snéri við á hringtorginu og brunaði til baka. Þetta var klárlega þess virði en ég bara get ekki lýst þessu pari nánar.
Jæja, ætluðum þá loks að skondrast heim en þar sem ég beið eftir að beygja inn á aðalgötuna þá rúntuðu uþb 30-40 gamlir amerískir bílar framhjá. Einhver bílaklúbbur að sýna sig. Þetta voru trans am, el dorado, camaro, mustang og you name it. Fullt af bílum. Allir nýbónaðir.
Þeir voru á leiðinni á laugarveginn til að rúnta hann niður. Ég gerði það eina rétta í stöðunni og köttaði inn í og joinaði fornbílarúntinn. Svo rúntuðum við eins og herforingjar inn í miðri röð þar sem fólk stóð og tók myndir.
Fólki fannst frekar fyndið að sjá alla þessa bíla koma í röð og svo allt í einu Hyunday jeppa inn á milli. Það var hlegið þar sem ég veifaði út um opinn gluggann í óþökk Betu. Sem á þessu augnabliki vildi eflaust vera einhverstaðar allt annarstaðar.
Svo voru fornbílarnir að gefa soldið inn og gera mikinn hávaða. Þó skellti ég líka í neutral og þandi japanska smájeppann sem btw hafði ekki verið bónaður síðan OJ Simpson var í prufum fyrir Naked Gun 1. Hljóðin sem út komu voru eins og saumavélahljóð samanborin við óhljóðin úr hinum köggunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2010 | 18:42
Geysir
Spilaði Geysi í dag í annað sinn. Var á 36 punktum en frikkin fjórða brautin fór ílla með mig. Var á samtals +6 bara á henni! tveir tribble. Endaði svo á samtals +6, fæ fjögur högg þarna en þar sem þetta voru tribblar þá voru þetta 36 punktar.
Sú fimmta á fyrri níu á dobbúl en allt annað bara helvíti fínt.
+8 á þessum tveim brautum í dag. Strokum þær út úr minninu og ég var á -2 hinar 16 brautirnar.
Byrjaði á fugli á fyrstu og svo annari. Svo örn á fyrstu á næsta hring. Strákurinn kann þessar fyrstu brautir.
Núna er það Louisiana kjúklingastrimlar á Vegamótum.
Skál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar