Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hringferð: dagur tvö: seinni partur

Við vorum stödd á Akureyri.

Vorum frekar ílla til höfð eftir mikið ferðalag og fórum því í Hagkaup til að hressa okkur við. Beta verslaði sér buxur og slíkt á meðan ég fór í aðra hluti.

gelið sem ég fékk á Egilsstöðum gerði mig að broddgelti. Allt upp í loft. Þannig að ég þurfti eitthvað annað efni til að vörka dúið. Ég fór og fann einhverja vaxtúbu í herradeildinni og stal lúku. Fór inn á klósettið og lagaði það sem ég gat lagað. Hank the Tank vék fyrir brilljantín lúkkinu á núll punktur einni.

Klukkan var orðin hádegi og við orðin sæmilega útlítandi á nýjan leik. Þá lá beinast við að fara á Greifan og slaka einni Stallone mínus laukur í andlitið.

100% unaður. ég fékk þó ekki borðið mitt en sat tveim borðum aftar. Pitsan var alveg eins góð.

Við kíktum við á skrifstofu Capacent hjá Kristjáni og Co. Þar var líf og fjör að vanda.

Kíktum þvínæst í jólahúsið, rúntuðum aðeins og enduðum loks í Tónstöðinni. Vorum að svipast um eftir ódýru Ukalele en það eina sem eftir var kostaði 21þ kjell. Var meira að hugsa um sirka 5k.

Smá pittstopp í Gellunesti og road trippið hélt svo áfram.

Batteríið á Ipoddnum var enn í lámarki og við komin með leið á útvarpinu. Við brásuðum því í bílnum eftir tónlist á geisladiskum. Tengdó á þennan bíl og það sem í boði var:

1.Chuck Berry safn
2.Dr Hook
3.Papar(live)
4.Klassísk músík

Tónlist var því af borðinu í bili og við fórum í leiki.

Frúin í Hamborg tók fljótt af. Ég krakkaði Betu á nkl 4 mín. Sem var æðislegt. Ég fagnaði actually lengur en það. Í sirka 15 mín.

Næsti leikur var þessi klassíski um að nefna einhvern frægan og Beta þyrfti þá að nefna einhvern frægan sem byrjar á síðasta staf fyrrnefnda.

Hann stóð í einn og hálfan tíma! Vorum að ströggla með y,e og n. Það enda svo margir á þessum stöfum. Maður er alltaf með nokkra á lager samt, yeardley Smith(talar fyrir Lisu Simpson), yanni(grískur tónlistarmaður), Yaya Touré, Yasmin Bleeth etc...

Við keyrðum framhjá aragrúa hjólandi túrista. Að sjálfsögðu var hrópað út um gluggan. Fyrst á norsku svo á ítölsku. Forca Italia! Þegar það var orðið þreytt þá bauðst Beta til að ,,Hurða einn túristann"(að opna hurðina á ferð og slamma túristann niður). Klassíker. Samt bara í gríni. En það hefði verið spennandi.

Næsta stopp....Sauðárkrókur! Ekkert svo sem að gera þar nema að taka góðan tvist. Ég get bara sagt að klósettið á Enn Einum virkar fínt.

Krossuðum yfir til Skagarstrandar. Hef ekki komið þangað í sirka 15 ár. Pabbi er þaðan. Fórum svo á Blönduós og tókum bensín og gædaðan túr um allar götur bæjarins. Það tók 10 mín.

Við átum svo upphitaða Stallone mínus laukur í staðarskála og vorum að renna í bæinn um klukkan 19. Var náttla myndaður í göngunum. var í samfloti við um 5 bíla en bara ég fékk mynd tekna af mér. Var bara að hovera í kringum 80 og akkurat á 82 þegar myndavélin þaut framhjá. DOH! Fékk sirka 4000k sekt. No biggí.

Lögðum sem sagt af stað á miðvikudegi kl 14 og komum í bæinn kl 19 daginn eftir. Eitt stykki hringferð. Tékk!


Hringferð: Dagur tvö, morgun

Við vorum á leið til EgilsDaða (bada bing). Við fórum um Öxi til að stytta leiðina um klukkutíma eða svo. Vorum upp á hálendinu þegar við mættum bíl! klukkan var um 7 og engin ástæða til að sjá bíl þarna uppi in the nowhereness of nowhere!

Þá föttuðum við ástæðuna. Þarna var kominn hinn bíllinn! bíllinn sem ákvað á sama tíma og við að fara hringinn. Nema bara í hina áttina. Það hlaut að vera. Engin önnur skýring á þessu.

Við nálguðumst Egilsstaði og gróðurinn fór að grænka og dýrin urðu skrýtnari og skrýtnari.

Við keyrðum framhjá hestastóði. Einn hesturinn var með einn fótinn upp í loftið. Ekki ósvipað og þegar einhver er að reyna að prumpa. Annar hesturinn sat! Hann bara sat á rassinum!

Við keyrðum áfram og skyndilega flugu milljón gæsir rétt hjá okkur og lækkuðu flugið. Svo mikið að ein gæsin fór utan í bílinn okkar. Hún varð viðskila við hópinn sinn. Henni varð svo mikið um allt þetta ævintýri að hún skeit, flaug eitthvað áfram og joinaði svo annan hóp af gæsum sem var þarna rétt hjá.

anyhú, við renndum inn á Egilsstaði og ég fór í sturtu í sundlauginni. Það voru fjórir kallar inn í klefanum þar sem ég afklæddist. Þeir virtus ekki þekkjast en þeir voru allir alskeggjaðir. Ætli stórt prósentuhlutfall karlmanna þarna séu alskeggjaðir? Það var allavega hundraðprósent nýting þarna inn í sturtunni.

Ég var náttla ekki með neitt með mér þannig að ég fékk að velja mér sjampó úr óskilamununum, leigði handklæði og fékk svo að taka lúku af geli hjá gæjanum í afgreiðslunni og vörka það bakvið hjá honum. Yndælis fólk þarna í þessu þorpi.

Ég fékk að lúra smá í bílnum eftir Egilsstaði og ég vaknaði allt í einu á Akureyri. Hver var við hliðina á mér?

Framhald á morgun


Haters gonna hate

Haters Gonna Hate is a popular catchphrase used to indicate one’s complete disregard for an individual or a group’s hostile remarks addressed towards the speaker.

y

 

n

 


Ekki fréttir

Heyrði í útvarpinu á ferðinni um landið að kokkur Bin Ladens hefði fengið 14 ára fangelsi fyrir hryðjuverk!

Talandi um lélegan kokk!

Hann myndi sóma sig vel á hamborgarabúllunni.


Hringferð: Dagur eitt, kvöldið

Allavega.....við héldum áfram eftir þennan íllalyktandi kvöldverð á Kirkjubæjarklaustri.

Fórum og kíktum pínu á Vatnajökul. Keyrðum upp að svínafellsjökli sem læðist þarna niður eftir. Henti steinum í lónið sem þar hefur myndast og varð strax hugsað til setningarinnar ,,do NOT disturb the water" úr LOTR.

Við drifum okkur þvínæst að Jökulsárlóni. Það var fallegt. Ég fiskaði jökul upp úr lóninu og sleikti. Sá ís pottþétt kominn fram yfir síðasta söludag, enda milljón ára gamalla eða eitthvað álíka.

Fórum svo á Höfn og búsuðum okkur upp. Með því meina ég að við keyptum fullt af nammi og smá mat.

Það var farið að hóta dimmu úti þannig að við keyrðum í smá stund í viðbót og ætluðum svo að leggja okkur.

Ekki nóg með að það var farið að dimma heldur var þokulæða úti. Frekar spúkí. Akkurat á þessum tímapunkti þá var Ipoddinn farinn að verða tæpur á batteríi þannig að við tékkuðum á útvarpinu. Fengum ekkert nema einhverjar funký erlendar rásir! norskt, rússneskt og eitthvað annað stöff.

Dimmt úti, þokulæða yfir öllu og útvarpið að apeshitta með erlendum rásum!

Með þessa senu í gangi fórum við að leita að næturstað til að gista á. Við renndum inn á Djúpavog og skimuðum bæinn. Ætlunin var að gista í bílnum.

Eftir rúnt um þorpið komu fjórir staðir til greina til að leggja bílnum yfir nóttina.

1.Rétt fyrir utan bæinn í þokulæðunni
2.Við hliðiná kirkju
3.hjá öllum túristunum
4.við sjóinn
5.Í portinu hjá Eimskip og Steinasafninu.

Valmöguleiki eitt, allt of spúkí. Það hefði pottþétt komið einhver útlagi eða tröllskessa og bankað á rúðurnar. Valmöguleiki tvö, uuuuu instant dauði. Ég hef séð allt of margar myndir til vita að maður parkerar ekki við hliðiná kirkju. Valmöguleiki þrjú, ekki séns. Valmöguleiki fjögur, við hugsuðum þetta þar til við sáum gamla konu horfandi á sjóinn þarna skammt frá og fengum ,,stúlkan sem starar á hafið" eftir Bubba á heilann. Vorum rokin þaðan á núll punktur einni.

Útilokunaraðferðin skildi eftir valmöguleika fimm og við komum okkur vel fyrir í portinu. Eða eins vel og hægt var miðað við að gista í bíl.

Við sáum fram á kalda nótt í bílnum þar til ég mundi eftir paddington jakkanum mínum. Tada!!! hann breiddum við yfir okkur og féllum í ljúfan svefn. Hrukkum svo upp þegar þrjátíuogsex hjóla trukkur keyrði inn í hlaðið um miðja nóttina og byrjaði að afferma! greit.

Við fylgdumst með í von um að þeir tækju ekki eftir okkur. Þeir fóru að lokum. Hjúkk.

Við svifum þá inn í draumalandið á ný. BEM!!! annar trukkur. Klukkutíma síðar. Æðislegt.

En eftir stormasama nótt vöknuðum við klukkan 6 þegar það var orðið vel bjart og héldum áfram.

to be continued....


Hringferð: Dagur eitt, seinni partur

.....þarna vorum við sem sagt bara vopnuð myndavél, góða skapinu, pepsi max og nammi á leiðinni hringinn. Bara með fötin sem við vorum í, og í mínu tilfelli öll orðin blaut, með hálf hlaðin ipod EN ég með Paddington jakkann minn(sem átti eftir að koma að góðum notum síðar í sögunni).

Á þessum tímapunkti var klukkan að ganga kvöldmatur. Við stoppuðum því á Kirkjubæjarklaustri í sjoppunni þar.

Ég fór í blautu fötin og vippaði mér inn til að fá afgreiðslu innan um alla þessa túrhesta. Ég bað um sveittasta ostborgarann mínus laukur og by golly það var einmitt það sem ég fékk.

Við settumst niður á borð til að snæða.

Ég byrjaði instantlí að finna þessa líka funký svitalykt. Ég lyktað af sjálfum mér. Ekkert. Ég laumaðist til að lykta af Betu. Ekkert. Var það sveitti ostborgarinn? Nei. Þá var það bara gæjinn á næsta borði sem var svona sveittur. Ok champ, hugsaði ég, you can do this!

Borðandi mat í steikjandi svitafýlu er ekki mín hugmynd um ánægjulega stund. En ég lét mig hafa það. Þetta var jú ferðalag og allir að gera sitt besta.

Ég var alveg að verða búinn með borgarann þegar gæjinn prumpar!

I kid u not.

Ég stóð instantlí upp, tók allt draslið af borðinu og fór út.

Fokkin túristar. Eyðileggjandi allar máltíðir fyrir mér. Hata það.

To be konuteddid.....


Hringferð: Dagur 1

Miðvikudagur:

Dagurinn byrjaði sem hver annar. Við skutluðum Sebas á leikskólann og fórum beint á bráðavaktina.

Ég er búinn að vera svo andstuttur og með krampa í vinstri kálfa í nokkra daga. Eins og ég vissi þá gat enginn sagt mér neitt að viti sem ég ekki vissi núþegar. Fór bara til að róa Betu.

Fékk púst og sýklalyf.

Tveim dögum síðar er ég jafn andstuttur og móður og núna er krampinn búinn að leiða upp í læri og stefnir upp í nára! HOLY MOTHA OF GOD!

Klukkan var svo orðin 14 og Beta kvartaði yfir því að sumarfríið hennar væri alveg að klárast og hana langði að gera eitthvað áður.

Við fórum því af stað úr bænum, ég, andstuttur með krampa og á sýklalyfjum, í einn skot túr um suðurlandið. Þriggja tíma rúntur eða svo. Kíkjum á nokkra fossa og málið dautt.

Við kíktum á Seljalandsfoss. Það var töff.
Við kíktum á Skógarfoss þar sem ég fór alveg upp að honum og gegnumbleytti öll föt. Ég var því bara á boxer í bílnum á leiðinni út að Hjörleifshöfða og rétt skellti mér í peysuna við myndatökur þar.

Svo fór ég að pæla hversu leim það yrði að þurfa að fara sömu leið tilbaka! Ég impraði á því við Betu og við vorum sammála um að það væri ömurlegt.

Við ákváðum því bara að fara hringinn í kringum landið í staðin.

Ég sagði við Betu, ,,Thelma! just keep driving" og hún hélt bara áfram að keyra. Með mig á boxer í bílnum.

Framhald síðar......


Á túr um landið

Fórum hringinn í kringum landið í gær og í dag. Það var skyndiákvörðun og við vorum bara með myndavél og fötin sem við vorum í. Sváfum í bílnum og keyrðum í sirka 18 tíma samanlagt.

Vorum að koma aftur heim.

saga af þessu kemur á morgun. Og fullt af myndum.

sagan mun innihalda m.a. fullskeggjaða skógarhöggsmenn, sitjandi hesta, kúkandi fugla, norkst útvarp, þoku, kirkju og prumpandi túrista.


brandara-ari

Guð og Jesú sátu saman uppi á himnum.. þá hringdi dyrabjallan.. Guð fór
til dyra og fyrir utan stóð Allah.. Guð var hugsi í smá stund, snéri
sér svo við og spurði Jesú.. "pantaðir þú kebab?

Keilir

Ég gleymdi að tala um hve ótrúlega góður Hvaleyrarvöllurinn var um helgina. Klárlega í lang besta standinu þetta sumarið. Fáránlega góð grín. Brautir og allt sem best verður á kosið.

Mæli með því að allir spili þennan völl áður en sumarið er afstaðið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband