Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ringó Sir

Erum stödd á Vogum á Vatnsleysuströnd. Við Beta með Sebas ásamt þrem pörum með 5 önnur börn. Verðum yfir helgina.

Þegar börnin sofnuðu í gærkvöldi þá var farið í Bítla hero leikinn í Playstation. Fjórir á móti fjórum.

Þetta voru tveir gítarar, trommur og míkrafónn.

Strákurinn ekki ókunnugur kjuðunum enda strokið skinnin í hinni víðfrægu sveit, Libido, frá Blönduósi.

Libido æfði í áhaldahúsi Blönduósbæjar og tók eitt legendary gigg í félagsmiðstöðinni Skjólið.

Það endaði með ósköpum en allt þetta kemur fram í ævisögu minni eftir 50 ár.


Time Travelers Wife

Er búinn að vera lesa hina alræmdu Chic Lit bók ,,Time travelers wife" undanfarið. Á sínum tíma þegar ég pantaði allar þessar ævisögur af amazon.com þá valdi ég eina vinsæla mainstream bók af handahófi til að tékka á hvað almúgurinn væri að lesa.

Ég byrjaði á henni og sá strax að þetta var bara ástarsaga út í gegn. Fokk! En ég gaf henni séns og viti menn, hún var alveg hreint svona líka fín.

Það er þannig með mig að þegar ég les, eða horfi á kvikmynd, þá er ég frekar einbeittur á það. Ég tengist karakterunum frekar mikið og upplifi með þeim það sem þeir fara í gegnum.

Þannig hlæ ég af fyndnum atvikum og er fyrstur til að viðurkenna, græt þegar eitthvað sorglegt kemur fyrir [cue níð frá öllum karlmönnum sem ég þekki].

Það er langt síðan ég hef verið svona tekinn eftir lestur á bók. Hún er frekar sorgleg. Tíu sinnum meira ef þú átt barn og ert ímyndunarveikur eins og ég.

Horfðum svo á kvikmyndina í gærkveldi. Hún er líka stórgóð. Eric Bana flottur. En það er alltaf sama klisjan, myndin hljóp yfir söguna á hundavaði og mér fannst hún rétt byrjuð þegar hún var búin. En þeir leystu þetta bara helvíti vel. Örugglega ekki auðvelt að gera mynd út frá þessari bók.

Til að rífa mig upp úr þessu fokkin Chic litti þá er ég strax byrjaður á annari bók. ,,How to make love like a pornstar" eftir Jennu Jameson. Nei, djók, las hana fyrir hálfu ári eða svo. Er byrjaður á ,,Hope they serve beer in hell" eftir Max. Nei, djók, las hana fyrir meira en tveimur árum síðan. True story.

ok ok, er núna byrjaður á ,,Escaping the Delta" sem er um Robert Johnson. Blúsari frá Missisippi sem er almennt talinn uppspretta rokksins. Er búinn að lesa svo mikið af ævisögum um allar þessar rokkgrúppur eins og Led Zep og co að ég ákvað að byrja bara á byrjuninni. Á líka eftir að taka ævisögu Bítlana og Elvis. Þá er ég eiginlega bara búinn með allt þetta lið.


Atvinnuleit fyrir lengra komna

Er að leita að vinnu og eftirfarandi eru sterkustu valmöguleikar mínir:

1. Lúðrasveitastjóri í Hafnafirði.

2. Danskennari í Grindavík.

3. Strætóbílstjóri.

4. "Amma óskast í Kópavoginum"

5. Verslunarstjóri í Partíbúðinni í Skeifunni.

Númer eitt er náttla heillandi þar sem ég hef einstaklega gott tóneyra, spilaði í Lúðrasveit Blönduósar á sínum tíma og hef sérstaklega gaman af því að veifa höndunum óstjórnlega fyrir framan fullt af fólki. Ég spilaði á Baritón á mínum yngri árum og var það góður að ég var tekinn fremst til að spila einleik og slíkt á tónleikum. Barítónarnir voru annars aftast með Túbunum.

Númer tvö segir sig einfaldlega sjálft. Það er ekki hægt að neita því að takturinn býr djúpt innra með mér! Oft dansa ég til að gleyma. Svo er ég kattliðugur. Eina vandamálið hér er staðsetningin. Veit ekki hvort ég er tilbúinn að búa svona langt frá KFC.

Númer þrjú kemur til greina þar sem ég er sennilega besti bílstjóri sunnan Alpafjalla. Hef alltaf rétt fyrir mér í umferðinni og allir aðrir eru fyrir mér! Svo hefur það verið draumur minn lengi að geta bent á skiltið sem segir ,,bannað að tala við vagnstjóra á ferð" þegar einhver reynir að tala við mig.

Númer fjögur gæti orðið erfitt að fá. Nenni ekki að keyra alla leið til Kópavogs.

Númer fimm er áhugavert. Er strax kominn með hugmynd af nýrri auglýsingaherferð fyrir Partíbúðina: Sjónvarpsauglýsing og ég er í mynd. Það er súmmað skyndilega á andlitið á mér og ég segi,,Partíið er í buxunum mínum". Súmmað niður á buxurnar. Súmmað strax aftur á andlitið og ég segi ,,og ÞÉR er boðið". Blöðrur, strimlar og annað glingur springur yfir mig og flugeldar í baksýn. Kött. Gæti jafnvel fengið Old Spice gæjann í þetta.


Meðferð

Rifinn kálfi:

Meðferð:

Læknar segja: RICE (Rest, Ice, Compression and Elevation)

Sigursteinn segir: RICE (Ruglað magn af Digestive súkkulaði kexi, Íslensk kókómjólk, Chic lit og Endalaust magn af sjónvarpsefni s.s. Friends,Family guy og Seinfeld)


I´m torn

Í tilefni dagsins þá hlusta ég á Torn með Natalie Imbruglia. Ég ligg og les chic lit með Digestive súkkulaði kex og kókómjólk mér við hlið. Þetta er svona í anda þess að vera meiddur og geta ekki hreyft sig eins og einhver aumingi. 

En annars þá líður mér bara vel, fínt að slaka aðeins á. Hlakka líka til á eftir, þá nær Beta í staf fyrir mig. Ekkert svalara en að labba með staf!

Mun að sjálfsögðu breyta nafni mínu í Horatio Caine og verða vitur instantlí eins og allir aldraðir galdrakallar með staf.


Rifinn vöðvi

Fór uppá slysó í kvöld. Kominn með nóg af þessu kjaftæði.

Þar síðasta mánudag vaknaði ég með, að ég hélt, krampa í vinstri kálfa. Var með þetta í þrjá daga og fór þá uppá slysó út af því hve andstuttur ég var orðinn.

Fékk þá púst og pensilin og svo ákváð ég líka að taka íbúprófen út af hausverki og vanlíðan.

Vissi ekki hver djöfullinn væri að!

Allavega, íbúprófenið sló á verkin í kálfanum og ég hélt að ég væri orðinn góður. Fór í sund og svona. Nei, nei, daginn eftir, í dag, er ég bara frá af verkjum.

Þeir á slysó segja að þetta sé rifinn vöðvi í kálfa. Golftímabilið búið í bili.

Ligg með þetta upp í loft og þarf að slaka á í nokkra daga. Svo smátt og smátt að byrja að nota helvítið. FOKKin hell.


Besti ökumaður landsins?

Ég er mjög meðvitaður ökumaður. Alltaf að hugsa um alla og fara rétt að. Hleypa þessum, víkja fyrir hinum og slíkt.

Stundum hins vegar fæ ég nóg því svo virðist sem enginn annar hugsi eins og ég. Flestir hugsa bara um sjálfa sig og eru yfirleitt fyrir mér.

Með það í huga dett ég örsjaldan í að hefna mín. Vík ekki af vinstri akrein fyrir hraðari gæjum og hleypi ekki fólki á aðreinum og slíkt.

En svo snappa ég úr þessu og dett aftur í meðvitaða ökumanninn og er tillitssamur umfram efni.

Akkuru eru flestir svona lélegir á meðan ég er einn besti ökumaður landsins?

Er þetta ekki nákvæmlega það sem allir hugsa? Halda ekki allir að þeir séu bestu ökumenn landsins?

Ég er ansi hræddur um það.


Sundferð dauðans

Ég fór í sund í dag. Laugardalslaug. Hún er rosalega sjöbbi og gömul.

Ef þú ert yfir sjötugt þá er partíið klárlega í laugardalslauginni. Ótrúlega mikið af slíku fólki samankomið í pottum og laug.

Ég byrjaði á að skella mér í pottinn. Þar voru fullt af gömlu fólki og enginn vildi færa sig til að gera meira rými fyrir mig. Ég sat því nálægt útganginum og öllum fannst eitthvað voðalega nauðsynlegt að strjúkast upp við mig þegar þau fóru og komu.

Þetta var bara ekki málið þannig að ég skellti mér í laugina. Nei, nei, allt stappað þar. Og enginn að virða hægri umferðina. Allir fyrir hverjum öðrum. Og allir gamlir.

Ég skellti mér því í busllaugina í staðin.

Þar var gamalt fólk. Umræðan.......berjatýnsla. Allir voru sammála um ágæti berjatýnslu. ,,Ljómandi gaman" var vinsæll frasi. En eins voru allir sammála um hve leiðinleg eftirvinnslan væri. Svo var staldrað í 10 mín á þessum eina punkti. Hve leiðinleg eftirvinnslan væri. Sömu frasarnir gengu hringinn og ég fann hvernig ég bætti um 15 árum á mig við að hlusta á þessa umræðu.

Loks taldi ég í mig kjark og fór í sundlaugina. Sikk sakkaði 10 ferðir í gegnum mannhaf gamals fólks sem var hægfara. Þetta gerir hálfan kílómetra. Ég fór bara rólega enda ekki um annað að velja.

Það var fínt að fara í sund. Bara ekki í þessa laug. Hún er viðbjóðsleg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband