Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

kominn heim

Við erum komin heim. Þarf að liggja soldið enn og hvíla fótinn. Það er bara útaf því að núna er blóðið að þynnast og tappinn í fætinum að kvarnast í sundur. Betra að leyfa því að gerast í friði svo þetta fari ekki allt á hreyfingu.

Svo er þetta bara spurning um að fóturinn þurfi tíma til að jafna sig eftir að hafa verið svona útþaninn. Æðarnar voru náttla bara ,,what da frigg!" og bólgnar. Mun kannski taka um mánuð eða svo að verða án verkja.

Svo mun tappinn í lungunum eyðast smátt og smátt útaf blóðþynningarlyfinu og súrefnisflæðið batna.

Beta er orðin fagmaður í að sprauta í kviðinn á mér. Tvisvar á dag. Nokkuð stressaður fyrst eftir að hafa fylgst með henni tótala appelsínu með nál. En æfingin skapar meistarann og núna myndi ég treysta henni fyrir að stinga símastaur upp í r#$$&$#& á mér.

Mér finnst best að daglega fæ ég hringingu frá einhverjum sem segir ,,Sigursteinn.....3 töflur" og svo er skellt á. Eða eitthvað annað magn eftir því hvað blóðmælingin fyrr um daginn segir til um. Finnst þetta soldið eins og Mission impossible eða eitthvað. Mætti kannski vera ratleikur þar sem ég þarf að finna kassa, opna hann og fá skilaboðin og heyri svo ,,This message will self destruct in 5-4-3-2-1" og svo springur hann.

ps nenniði samt ekki að vera hringja í mig segja ,,Sigursteinn 15 töflur" í gríni! Þá dey ég.


Who knew

Who knew er íslensk hljómsveit sem er málið í dag. Ég setti lag efst í djúkarann hér á hægri hönd. Hlustið og iðrist.

Indí rokk dauðans sem svipar til Wolf parade/clap your hands and say yeah!/white stripes.

Þetta er í ipoddnum á Re-Pete hjá tappanum um þessar mundir.


Við dauðans dyr

Ég var lagður inn á spítala í gær. Greindist með blóðtappa í lungum og vinstri fæti. Frekar alvarlegt.

Var búinn að vera móður í allt sumar og hélt bara að formið væri orðið svona lélegt. Bara feitur! Nei, nei, þá er ég bara með svokallaðan Söðultappa í lungum. Hann hangir efst þar sem lungun sameinast.

Sumir fá tappa í annað lungað, stákurinn fær svo stóran tappa að hann coverar bæði lungun!

Ég var búinn að fara tvisvar á slysó, fyrst útaf öndunarerfiðleikum og svo kálfanum. Ég var ekkert skoðaður af viti, bara giskað á að þetta væri fyrst smá surg í lungum og astmalyf málið, svo, að þetta væri rifinn vöðvi í kálfa.

Allt friggin gisk!

Svo af eigin innsæi og þrýstingi frá Betu þá fór ég til heimilislæknis sem sendi mig loksins í einhverja skoðun. Þá kom þetta strax í ljós.

Læknarnir hérna voru eiginlega skíthræddir. Sögðu mér að liggja grafkyrr og ég því skyndilega rúmfastur. Þurfti að pissa í fokkin flösku og allt því ég mátti ekki hreyfa mig af ótta við að tapparnir færu af stað og...wait for it.....FRIGGIN DRÆPU MIG!

Það var ekki fyrr en við sáum andlit læknana að við áttuðum okkur á alvarleika málsins. Það var ekkert comic relief í gangi hérna. Þetta var litið mjög alvarlegum augum.

Var strax settur á max skammt af blóðþynningarlyfi og lagður inn. Mætti hérna klukkan 14 í gær og ligg enn hér uppi á lungnadeild Landsspítalans. Má fara heim á morgun eftir hádegi.

Ég þarf að fá tvær sprautur í kviðinn á dag í tíu daga. Svo einhverjar töflur í hálft ár.

En málið er að enginn veit af hverju þetta gerist. Ég er ekki í neinum áhættuhópi og mjög sjaldgæft að þetta gerist hjá svona hraustum golfara.

Þeir eru með Dr House teymið í málinu og niðurstöður rannsókna gætu tafist í allt að 7-8 mánuði. Ef þeir fatta ekki hvað olli þessu þá verð ég sennilega að taka blóðþynningartöflu einu sinni á dag í.....ummm....leyfðu mér að hugsa......öll mín eftirlifandi ár!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 153179

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband