Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Eymundur stendur sig ekki í stykkinu

Ég fór í Eymundsson um helgina og rétti þeim lista yfir nokkrar bækur og spurði hvort hægt væri að panta þær fyrir mig. Hvað myndu þær kosta og hvenær myndu þær koma.

Bítlabókin myndi kosta 8þ
Marilyn Manson myndi kosta 4þ
Chelsea Handler myndi kosta 3,5þ
GNR Steven Adler myndi kosta 6þ

Þetta myndi koma með skipi og tæki mánuð.

Sæll!

21.500 kjell fyrir fjórar bækur og bíða í mánuð.

Svo tékkaði ég á Amazon. Með kostnaði og öllu þá er þetta sirka MIKLU mun ódýrara! hvað er málið með það. Mig langar að versla innanlands og styrkja Eymund en maður lætur ekki bjóða sér svona vitleysu.

Ég pantaði sem sagt ofangreindur bækur plús þrjár bækur í viðbót á 15.000kr plús kostnaður hér heima.


joy joy

Var að panta bækur frá Amazon

The Beatles Anthology - Bítlarnir frá A-Ö. Kominn tími á að kynna mér þá.

My Horizontal Life: A Collection of One-Night Stands - Chelsea Handler að segja frá sínum skyndikynnum. Hún er grínisti í usa og virðist vera áhugaverð lesning.

The Long Hard Road Out of Hell - Ævisaga Marilyn Manson - skyldulesning.

My Appetite for Destruction: Sex, and Drugs, and Guns N' Roses - Ævisaga Steven Adler fyrrum trommara GNR sem var rekinn fyrir að vera fíkill.

The Vintage Guide to Classical Music - Jan Swafford - Mig langaði að fræðast betur um klassíska tónlist og þessi bók virðist vera ágæt til þess. Hún fer í gegnum söguna og nefnir þessa kalla, hverjir þeir voru og þeirra helstu verk.

Last Train to Memphis: The Rise of Elvis Presley og
Careless Love: The Unmaking of Elvis Presley - Þessar tvær bækur eru eftir Peter Guralnick. Ég er búinn að vera reyna að finna Elvis bók í smá tíma og leit á netinu skilar ótrúlega fáum möguleikum. Fullt af bókum eftir fólk sem skrifar í blindri ást og aðdáun af Elvis sem er ávallt ömurleg lesning en fáar óhlutdrægar og alvörugefnar bækur til um hann. Það er mælt með þessum tveim ef maður vill fá óhlutdræga mynd af honum.

Núna er bara að bíða. Þeir segja að þetta komi á bilinu 29.sept til 18 okt. Ég spái 5.okt.


SP lag

Þetta lag kom út í júní. Það er fínt. Besta hingað til í þessum singúla útgáfum sem heita Teargarden by Kaleidyscope eða eitthvað álíka. Annars er svo margt annað svo miklu betra þarna úti núna(lesist Who Knew). En maður fylgist með þessu útaf nostalgíunni. Maður gefur SP óendanleg tækifæri útaf sögunni. Billy á það skilið.


Bíórýni - Clash of the Sennheiser

Horfði á Clash of the Titans á voddinu. Var með Sennheiser heyrnatólin til að trufla Betu ekki í vinnunni.

Eftir þetta get ég ekki horft á aðra mynd án þess að vera með Sennheiser. Þvílík gæði. Ég tjúnaði allt í botn og lifði mig inn í myndina.

RELEASE THE KRAKEN!!!!

Myndin er náttla algjör hetjumynd. Það vantaði bara að fá Slash þarna inn til að taka eitt stykki vissjus hetju gítarsóló.

þrjár og hálfa af fimm myndi ég gefa henni. Svona mynd sem maður verður að sjá í bíó eða með Sennheiser heyrnatól. Klassísk heilalaus afþreying.


Holy motha of god

Shit, var að fá Mission impossible símtalið út af blóþynningunni og gildið var 4,7!

Venjuleg manneskja er 1 og ég var 1,5 í síðustu mælingu eftir fullt af sprautum og töflum. Á réttri leið sem sagt og markmiðið var að vera á milli 2-3.

Nei, nei, fjórir komma sjö!

5 og yfir þá þarf að gera einhverjar ráðstafanir því blóðið væri þá orðið allt of þunnt.

Hún spurði mig hvort ég hefði drukkið áfengi eða neytt einhverra lyfja. UUUU NEI KONA! ertu eitthvað loco!

En skýringin á þessu er pottþétt í mataræðinu. Eitthvað sem ég var að borða sem hjálpar lyfinu við að þynna blóðið.

Ég kenni hvítlauknum um þetta. Hiklaust. Beta er búin að vera svo dugleg við að elda fínt oní mig og sjá um mig að ég ætla að gera akkurat andstæðuna við það. Alla daga á KFC og Subway.


Talandi um að vera baggi samfélagsins


Myndsprengja

Að myndsprengja/sprengja mynd =Eyðileggja myndatöku af einhverjum öðrum með því að gera eitthvað óviðeigandi í bakgrunninum hvort sem það er óviljandi eður ei. 

h
k
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
y
 
fot
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
rergg
 

Vælubíllinn

Það var stuð hjá okkur í gærkvöldi. Ég var fluttur niðrá slysó með sjúkrabíl.

Til að gera langa sögu stutta þá byrjaði ég að finna fáránlegan verk í vinstri löpp í gærkvöldi. Svo mikill var verkurinn að bæði ég og Beta urðum skíthrædd. Það er ekki á hverjum degi sem maður grætur út af pjúra sársauka.

Við héldum jafnvel að blóðtappinn væri á hreyfingu á leiðinni upp í hjartað eða heila.

Við hringdum því í 112 sem var náttla skakkt númer þar sem við ætluðum að hringja í 113 og fá vælubílinn[hilarity ensues].

Sjúkrabíllinn kom eftir 10mín og ég fluttur niður á slysó.

Ég var skoðaður og lenti líka svona á þessum snilldar lækni. Þessi gæji, sem heitir Tryggvi, svaraði spurningum leikandi og gaf okkur í raun meiri og gagnlegri upplýsingar á 10 mínútum heldur en þeir uppi á lungnadeild gáfu mér á tveim dögum.

Við fengum loks almennileg svör við því hvað gerist í þessu ferli. Það er víst lítil sem engin leið að tappinn fari af stað en ef það gerðist þá lýsti það sér ekki í sárauka heldur sem mæði. Ég yrði skyndilega móður.

Allt er gott sem endar vel. Núna bíð ég bara eftir reikning frá sjúkrabílnum. Ætli þetta sé eitthvað mikið meira en að taka leigubíl?


Borgarstjórinn okkar


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband