Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
31.7.2010 | 17:43
ílla talsettar myndir
Við fórum í bústað sem var frábært. Fundum stein nálægt ánni sem leit út eins og Elvis. Snérum honum á hvolf þá leit hann út eins og Jay Leno. Powerful stöff.
Grilluðum hamborgara með nýju fabrikku sósunni frá Jóa og Simma. Fundum engan mun. Sáum svo að þetta var bara sósa frá Eika Feita ekki hamborgarafabrikkunni. Beta fékk þá instantlí mínus 11 þúsund rokkstig fyrir að hafa gripið ranga sósu úr hillunni.
Pungurinn horfði soldið á Shrek og Cars. Alveg merkilegt hve þessar myndir eru ílla talsettar á íslensku. Ótrúlega ófyndið og vandræðalega samansettar setningar.
Eitthvað svo óeðlilegur talsmáti. Skil þetta ekki. Ég myndi rúla yfir þessum markaði ef ég fengi að talsetja svona mynd. Ekkert kjaftæði heldur bara venjuleg íslenska (með smá dashi af sérvisku íslandsmeistarans að sjálfsögðu).
Í kjölfarið á þessari umræðu við Betu þá ákvað ég að taka einn dag í að tala eins og ílla talsett teiknimynd. Það gekk ágætlega. maður þarf samt soldið að leggja sig fram.
Þetta er kannski ágætis hugmynd að góðum og áhugaverðum kúrs í menntaskóla!
Listin að tala eins og ílla talsett teiknimynd 101
Kennari: Sigursteinn Íslandsmeistari Rúnarsson, a.k.a. "strákurinn"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2010 | 17:28
Djöfullinn
Er að lesa sögu Zeppelin og þar segjast þeir veru aldir upp á blús. Eins og Robert Johnson, Muddy Waters etc.
Sá fyrrnefndi frægur fyrir að selja sálu sína djöflinum. Það var gerð mynd um svipað stöff sem hét Crossroads með Ralph Macchio, Karate Kid gæjanum.
Allavega, sagan segir að maður eigi að grafa svart kattarbein ásamt drullu og einhverju stöffi í miðjunni á krossgötu og þá birtist vera sem veitir þér eina ósk gegn því að eftir tíu ár þá verður sál þín eign djöfulsins.
Þetta gerðu nokkrir gæjar, eins og Robert Johnson, en svo voru aðrir sem reyndu þetta en mistókst.
Einum af þessum sem mistókt hafði þetta að segja:
I tried to sell my soul to satan but im kinda dyslexic and i mistakenly sold it to santa.
bada bing!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 16:05
Shoppingmanweekend
Gleðilega Shoppingmanweekend allir saman!
Bara eitt............................farið varlega þarna úti.
Ég man í gamla daga þegar ég fór á mínar útihátíðir, ýmist á sigló, Akureyri eða í Miðgarði. Þá var drukkið,ælt,hlegið,grátið,sungið,dansað og slefað upp í allt sem hreyfðist. Í þessari röð. Og þetta allt bara í biðröðinni í ríkinu.
Anyhú...við Beta og Sebas ætlum að kíkka upp í bústað og sofa kannski eina nótt eða svo. Fer bara eftir veðri.
dagskráin á þeirri útihátíð er eftirfarandi:
-Taka upp úr töskum og koma okkur fyrir.
-Fara út og villast í skóginum.
-henda steinum í ánna.
-henda litlum gúmmíbjörgunarbát á milli
-Éta
-chilla
-sofa
-repeat as nessesary
ps. eitt fyndnasta atvik sem ég man úr útihátíðarminnisbankanum er þegar við vorum stödd í miðgarði. Vorum þar að éta á bensínstöð mörg samankomin. Með hávaða að sjálfsögðu. Þá kemur að okkur maður og biður okkur að hafa lærra. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað......Þessi maður bar nafnspjald við brjóstvasann. Hann hét Helgi. OG var verslunarstjórinn í búðinni.
Þarna var því kominn hinn eini sanni VerslunarmannaHelgi! Ég hélt að allt ætlaði um koll að keyra. Held að við höfum öll hlegið svo mikið að greyið kallinn hafi bara látið sig hverfa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 12:57
gjemli gjemli
Bloggar | Breytt 28.7.2010 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2010 | 20:17
Led Zeppelin
Er að lesa ævisögu Led Zeppelin ,,when giants walked the earth" eftir Mick Wall. Hún er góð. Skemmtileg frásögn og vel upp byggð.
Ótrúlegt að lesa um hve bíræfinn Jimmy Page var í að stela lögum og hugmyndum frá öðrum. Er kominn að því þegar þeir eru búnir að gefa út tvær skífur og Page, sem var höfuðpaurinn, skaffar kannski um 20% orginal efni og rest er bara spunnið útfrá lögum eftir aðra. Sum lögin meira að segja stolin á ósvífin máta.
Lög eins og ,,babe I´m gonna leave you", ,,Dazed and confused", Communication breakdown", ,,Whole lotta love" eru öll stolin og sögð eftir Page og co.
Það var ekki fyrr en eftir dúk og disk að A. Bredon er titluð fyrir ,,babe I´m gonna....". Árið 1993 á remasters disknum minnir mig.
Svo er Jake Holmes fyrst núna að nenna að kæra Page fyrir að stela Dazed...Fór fyrir rétt í júní á þessu ári. Þetta lag kom út 1967 á skífu hjá Holmes en tveim árum síðar kemur Page með lagið á þeirra fyrstu skífu!
Meira að segja ,,Stairway to heaven" er pínu stolið. Fyrstu börin er ,,lánuð" eins og Page myndi segja.
Hann er samt duglegur við að neita staðreyndum. Og í þau fáu skipti sem hann viðurkennir eitthvað þá segir hann að þetta sé bara það sem viðgekkst í blúsnum. Riff gengu niður kynslóðir og menn spunnu lög útfrá sömu hugmyndum og slíkt.
Veit ekki, mér finnst þetta ansi svæsið.
Það sem er hins vegar jákvætt er hve góður John Bonham var á trommunum. Ég vissi að hann hefði verið góður en ekki svona rosalega groundbreakingly góður. Hann notaði t.d. eina bassatrommu en það hljómar sem tvær því hann var svo hrikalega hraður.
Mæli með þessari bók. Djúsí stöff og áhugavert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2010 | 19:39
Bushnell Kóngur
Vil óska vini mínum G. Henning til hamingju með Bushnell titilinn. Hann lék á sex undir í gær til að tryggja sér titilinn með einu höggi.
Það eru aðeins fagmenn sem gera slíkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 17:28
...hvernig glaumbar brann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 10:04
Ný könnun
Það er nokkuð ljóst að þetta Íslandsmót gildir ekki neitt og er einskis virði. Almenningur vildi klárlega að ég myndi vinna og mér finnst eiginlega að það ætti að standa sem úrslit.
Ég fékk helming atkvæða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 10:00
Ferðalagið á heimsenda
Rúntuðum um Snæfellsnesið í gær. Stykkishólmur er krúttlegur bær. Grundafjörður og Ólafsvík ekki.
Frekar mikið af túristum á flakki. Milljón Ítalir á húsbílum út um allt. Og alltaf fyrir okkur. Stundum tóku þeir frammúr okkur en stundum við þeim. Þegar við brunuðum frammúr þeim þar sem þeir voru stopp að skoða eitthvað þá öskraði ég alltaf út um gluggann misgáfulega vel valin ítölsk orð. Einu sinni ,,Bonanza" (sem er örugglega bara ameríska) og einu sinni ,,chiao bello" (sem er frekar creepí því eftir á að hyggja þá þýðir þetta sennilega ,,bless fallegI" ekki fallegA.
Allavega, það var gott á milli okkar og Ítalana.
Við kíktum á þessa aflraunasteina í fjörunni, í Dritvík eða eitthvað álíka. Fjórir misþungir steinar, 23kg,54kg,100kg og 150kg.
Ég reif mig úr að ofan fyrir framan túristana og lyfti tveim fyrstu eins og ekkert væri. Sá þriðji haggaðist ekki enda erfitt að ná taki á þessum kvikindum.
Beta tók myndir af þessu til vitnisburðar. Og já, ég actually fór úr að ofan.
Lögðum af stað kl 11 og komum heim kl 21. Frekar þreytt eftir mikla keyrslu.
Í öðrum fréttum er það helst að eftir nokkrar mín fæ ég Sebas aftur heim eftir langa fjarveru. Get ekki beðið eftir að heyra frá hans ævintýrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar