Leita í fréttum mbl.is

Ferðalagið á heimsenda

Rúntuðum um Snæfellsnesið í gær. Stykkishólmur er krúttlegur bær. Grundafjörður og Ólafsvík ekki.

Frekar mikið af túristum á flakki. Milljón Ítalir á húsbílum út um allt. Og alltaf fyrir okkur. Stundum tóku þeir frammúr okkur en stundum við þeim. Þegar við brunuðum frammúr þeim þar sem þeir voru stopp að skoða eitthvað þá öskraði ég alltaf út um gluggann misgáfulega vel valin ítölsk orð. Einu sinni ,,Bonanza" (sem er örugglega bara ameríska) og einu sinni ,,chiao bello" (sem er frekar creepí því eftir á að hyggja þá þýðir þetta sennilega ,,bless fallegI" ekki fallegA.

Allavega, það var gott á milli okkar og Ítalana.

Við kíktum á þessa aflraunasteina í fjörunni, í Dritvík eða eitthvað álíka. Fjórir misþungir steinar, 23kg,54kg,100kg og 150kg.

Ég reif mig úr að ofan fyrir framan túristana og lyfti tveim fyrstu eins og ekkert væri. Sá þriðji haggaðist ekki enda erfitt að ná taki á þessum kvikindum.

Beta tók myndir af þessu til vitnisburðar. Og já, ég actually fór úr að ofan.

Lögðum af stað kl 11 og komum heim kl 21. Frekar þreytt eftir mikla keyrslu.

Í öðrum fréttum er það helst að eftir nokkrar mín fæ ég Sebas aftur heim eftir langa fjarveru. Get ekki beðið eftir að heyra frá hans ævintýrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel gert barítónhornsfélagi <----- gott orð.

D (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

nei, nei, nei...þetta hljómar eitthvað rangt!

Barítónhornsfélagi!

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 28.7.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 153141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband