Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Nafnagiftir

Sebastian er nokkuð snjall í að gefa hlutum nafn.

Þegar við vorum út í skóg og heyrðum í þykjustunni Úlf, þá fékk hann nafnið ,,Refur".

Þegar við vorum á ferðalagi til Þhafnar þá skýrði hann eitt fjallið á leiðinni ,,Sko Sko".

Þegar við vorum eitt sinn að spinna upp sögu fyrir svefninn þá hét rúmið ,,sjóræningi".

Þegar við vorum í bílnum þá bað hann um ,,Mango Chutney" lag. Hann fékk það, en ég að vísu réð hvaða lag það var. En af hverju í helv. vildi hann Mango Chutney lag?


Action Jackson

Strákurinn í action út í eyjum (myndin sviðsett). Þetta er þrettánda brautin þar sem ég lenti upp í hrauni í öðru höggi. Öruggt up&down þaðan. Basic.

Falleg mynd sem Beta tók í talsverðu roki á sunnudagskvöldinu. 

kjéllinn


Vallarmet

Fór sem sagt í Opna Icelandair Golfers í Þhöfn í gær og lækkaði um 0.2 með því að spila á +1 sem var einu höggi frá vallarmetinu.

Maggi Lár stal þessu svo með nýju meti eða á -2.

Sem ég segi....menn sem vinna mig í mótum slá vallarmet.

Allavega, ég var því með næst besta skorið í mótinu ásamt því að vera með næst flesta punkta, eða 38.

Fyrir það fékk ég 22þ inneign í Erninum golf.

Spurning um nýjan regnjakka. Eða upp í hann allavega.


matur-ity

Við grilluðum í kvöld. Beta og Sebas fengu sér kjöt en ég hamborgara. Basic.

Sebas fetar í fótspor föður síns

Eftir hringinn í Þhöfn fórum við til Hveragerðis til að kaupa blóm (don't ask). Stoppuðum á skransölu og röltum inn með Sebastian. Við löbbuðum framhjá þessum skóm og Sebas stoppar mig.

,,Pabbi! Þetta eru David Bowie skór!"

Mér fannst þetta fyndið komment og mega svalt. Hann er svo ,,with it" þessi strákur að ég táraðist nánast. 

Klárt mál að Sebastian er sonur minn. Heimilið er náttla soldið hertekið af Bowie þessa stundina sökum ævisagna yfirlestrar. En að linka þessa skó við Bowie er náttla ekki á allra manna færi. Þess ber að geta að Bowie var ekkert í umræðunni þennan daginn. 

Bowie


Lækkun á forgjöf

Spilaði Þhöfn í dag á +1 sem er lækkun uppá 0.2
Vona svo bara að mótið verði skalað upp til að ég lækki meira. Efast samt um það.

Fyrsta högg dagsins var rosalegt. Algjör B-O-B-A. Næstum inn á grín á par 4 braut.

Svo kom smá bakslag en það varði bara í fjórar brautir eða svo.

fugl,skolli,skolli,skolli,par,skolli,par,par,fugl = +2
fugl,par,par,skolli,fugl,fugl,par,skolli,par = -1

Ánægður með 5 fugla og tvö back 2 back kvikindi!

30 pútt, 64% hittar brautir og 67% hitt grín. Mellem tölfræði.

Er ánægðastur með ásinn sem er að virka vel með þessari extension í aftursveiflunni. Svo voru járnin að kikka aðeins betur inn. Sem skilaði sér í betri fuglafærum.

Núna er bara að bíða og sjá hvort Maggi Lár hafi komið inn á betra skori en ég. Lægsta skor fær 25þ úttekt í Erninum Golf og hann var á -1 eftir níu og einn annar á +1 í sama holli og hann. Þetta er á milli okkar þriggja.

Svo er aldrei að vita nema maður vinni eitthvað á punktum. Flestir punktar frá 25þ, annað sætið 22þ, þriðja 18 og fjórða og fimmta 10þ.

Update á þetta í kvöld.


mót

hressandi að vakna svona snemma. Ég á teig kl 8 út á Þhöfn. Tek þátt í mótinu Icelandair Golfers Open nefnilega.

Djöfull er maður stirður svona snemma. Nánast ólöglegt.

Beta og Sebas skutla mér og munu svo vera takandi myndir fyrir uppkomandi ljósmyndasýningu Betu. Nota tækifærið og skoða dýrin í sveitinni í leiðinni.


Brandara-ari

Þrír menn biðu í ofvæni á fæðingardeildinni eftir að heyra tíðindi frá nýfæddum börnum þeirra.

Hjúkkan kom út og tjáði einum að konan hans hefði fætt þeim tvíbura.

,,já, það er fyndin tilviljun" sagði maðurinn. ,,Ég vinn nefnilega í sjoppu sem heitir tvisturinn"

Svo kom hjúkkan aftur út skömmu síðar og tjáði einum að konan hans hafði fætt þeim þríbura.

,,nau, það er fyndið. Ég vinn einmitt á þrem frökkum"

Þá leið skyndilega yfir þann þriðja.

Hjúkkan hljóp til hans og spurði hina í flýti hvort þeir vissu eitthvað hvað væri að honum.

,,tja....já" sögðu hinir tveir.

,,hann vinnur nefnilega í tíu-ellefu"  

jj


stirðbusi

Fór 18 í morgun. Var mjög stirður fyrstu 7 holurnar en svo lagaðist það. Náði nokkrum flottum höggum inn á milli.

Náði til að mynda nánast niður í dældina á fjórtándu. Náði í fyrsta sinn yfir 100mtr hælinn á átjándu.

Er nefnilega að lengja aðeins í sveiflunni í upphafshöggunum. Það er að heppnast ágætlega. Allavega þegar ég er orðinn heitur.

Vippin voru flott. Ánægður með það.


let's chase the dragon

Allir vita um augu Bowies. Hvernig þau eru mislit. En fáir vita að þetta var ekki viljandi gert. Besti vinur hans kýldi hann í slagsmálum útaf stelpu beint í augað. Hann þurfti að fara á sjúkrahús og á endanum skemmdist augað og hefur þar eftir alltaf verið með constantly dialated pupils, eins og því er líst í bókinni.

Þetta gerir það að verkum að augað virðist vera öðruvísi á litin undir mismunandi ljósi.

Hann gerði svo í því að ýkja þetta til að vekja meiri athygli á þessu. Akkurat í anda Bowies því frægð hans var sko ekki sjálfgefin. Hann barðist hart fyrir að vekja á sér athygli og koma sér á framfæri. Hann vildi ólmur verða frægur.

Ekki ólíkt Björk. Það eru margir sem halda að Björk hafi bara komist þetta áfram á brosinu og feimninni. Ó nei, hún er cunning viðskiptamaður sem kom sér áfram á sérstöðu sinni og barðist hart fyrir því.

Sem er alls ekkert neikvætt mind you. Mér finnst það þvert á móti mjög göfugt og virðingarvert. Að eltast við eitthvað sem maður vill. Chasing the dream. Kannast við þetta.

"Gonna get mine" eins og skáldið sagði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband