Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

2.stigamótið handan hornsins

Það eru komnir rástímar fyrir 2.stigamótið sem er hér á gkg. Leiknir verða tveir hringir á laugardeginum og svo einn á sunnudeginum.

Ég er svo fáránlega heppinn að vera í fyrsta ráshóp kl 7:30. Það er helber snilld. Við erum þá þrír saman og spilum þetta sirka á rúmum 4 tímum. Þá kannski fær maður tæpan klukkutíma í hádegismat því við eigum svo aftur rástíma kl 12:30.

Miðað við það sem maður hefur séð þá eru ákveðnir aðilar í þessum stigamótum sem taka allt of langan tíma þannig að það fólk á eftir að hægja á öllum hinum. Síðasti rástíminn á fyrri hringnum er kl 12 og ég býst við því að þeir verði ekki undir 5 tímum að spila.

Það verður hins vegar erfitt að spila 36 holur svona nánast í einum rikk. Ég fæ Betu til að draga seinni hringinn fyrir mig sem ætti að létta aðeins á.

Ég spilaði í dag og var ekki að leika vel. Því miður. Er eitthvað búinn að týna mómentinu. Svo ætla ég að hvíla á morgun og föstudag fyrir utan smá æfingu til að leiðrétta sveifluna.


Ný könnun

65% landsmanna treysta Jóni Gnarr sem borgarstjóra.

Nú er komin ný könnun sem spyr.....Hver vinnur HM?


HM Spá

Ég er búinn að fylla út excel skjal með öllum leikjunum á HM eftir bestu getu. Ég minni fólk á að ég er ótrúlega góður í slíku þar sem ég vann deildina mína í enska boltanum. BEM! BÚJAAAHH!!

Þvert á allar spár þá spái ég Argentínu sem meisturum. Þeir eru eiginlega sterkastir á blaði en hafa samt ekki þessa samheldni eins og önnur lið. Allavega hafa ekki haft það hingað til.

Þeir voru líka soldið sheikí í undankeppninni það er samt eitthvað sem segir mér að Los Sudakos taki þetta.

Ég held að Argentína vinni Brasilíu í úrslitum og Messi verði markahæstur með 9 mörk á mótinu.

8 liða
hol 1-2 Bra
Fra 1-2 Eng
Arg 1-0 Þýs
Íta 1-0 Spá

Undanúrslit
Eng 0-1 Bra
Arg 2-1 Íta

Þriðja sætið
Eng 1-0 Íta

Úrslitaleikur
Bra 2-3 Arg

Sel það ekki dýrara en ég keypti það

En ég held samt með Englandi.

SHOUT FOR ENGLAND!!!!!


SHOUT FOR ENGLAND!!!!

Djöfull held ég með Englendingum á HM þetta árið!!!!!

SHOUT!!! 

Þetta þarf að hækka í botn fyrir the full effect. Gæsahúð og læti. 


Re post

Hef póstað þessu áður. En rakst á þetta aftur. Fyrst hermir hann eftir Rafa Benitez og gerir það nokkuð vel. 


Næntís í botn

Ein besta samvinna tveggja listamanna síðustu áratuga gaf af sér lagið sem ég er að hlusta mikið á þessa vikuna.Sjaldan hafa jafn ólíkir listamenn gefið af sér jafn flottar rúmar 5 mínútur af hávaða.

Einn gæjinn er dáinn núna en hinn var að senda frá sér nýja plötu.

Við erum að tala um MJ og Slash með lagið Give in to me. Mér finnst það geðveikt lag.Ég hlusta mikið á gítarinn í laginu. Hann gjörsamlega gerir lagið. Þá er ég ekki að tala bara um sólóið heldur í kórusnum.

Slash fékk símtal eitt kvöldið frá einhverjum gæja sem sagði að MJ vildi tala við hann. Slash hélt að þetta væri grín en jánkaði því. Svo kom mjó, barnaleg rödd í símann og Slash heyrði strax að þetta var MJ sjálfur.

Slash fannst það vera mikill heiður að vinna með MJ eins og hann sagði sjálfur frá í ævisögunni sinni. En á milli þeirra var ekki mikið samtal þar sem Slash mætti bara í stúdíóið og rippaði í gegnum þetta lag og Black & White.

Á endanum notaði MJ bara part af því sem Slash rippaði upp. Hann var t.d. ekki ánægður með að eitt besta sólóið sem kom út úr þessu notaði MJ bara í myndbandinu af B&W. Þar sem Maculay Culkin er upp í herberginu sínu að hlusta of hátt á tónlist. Það er gítarsólóið sem Slash hefði viljað heyra í laginu.

Ekki er á allt kosið Slash minn.Allavega, Give in to me. Mikil tilfinning og mikill hiti í þessu lagi.

Snilldar myndband. Næntís í botni með vind í hárið, reykur, industrial neistar og sprengingar. Gerist ekki betra. Nei en án djóks þá á maður ekkert að hlusta á þetta þarna, heldur blasta þetta í bílnum eða í Sennheiser og þá heyrir maður lagið fyrir alvöru.


Vísindagarður

Fórum í Norræna Húsið í gær og kíktum á vísindagarðinn. Hann er snilld. Fórum þarna með Sebas í huga, fullt af allskonar stöffi til að leika með. Á endanum höfðum við mun meiri skemmtun út úr þessu en Sebas.

Hann var bara ánægður að rúlla einhverjum kúlum skv normaldreifingu á meðan ég og Betz hlupum á milli tækja og prófuðum allt.

Létum m.a. laser mæla þykktina á hárinu okkar. Ég er með 52 nanoeitthvaðógólítið þykkt hár en Betz 92. Það þýðir að ég hef hugsað meira um hlutina en hún.

Ég mæli eindregið með þessum vísindagarði.

sebas

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er þarna við Norræna húsið. Þessi húsgögn eiga að gefa manni mynd af því hvernig heimurinn lítur út fyrir tveggja til þriggja ára barni. Þá reiknast mér til að Sebas sé sirka núll ára gamall á þessari mynd. Eða hvað.

er

 


Orð af Orði

Það er sem sagt komið update á upphrópunar-orðin mín þetta sumarið. Síðasta sumar var það ,,kjéééllinn" ef ég gerði eitthvað vel og ,,draaasl" ef ég klúðraði.

Núna er það ,,Strákurinn!" og svo ,,fokkin hell".

Bíð spenntur eftir næsta sumri. Búið er að opna fyrir allar tillögur og slíkt. Allt tekið til greina(nema ,,æjæj" og ,,vei").


jæks!

Scarred for life púnktur is 

ff


Músik Wiz in da makin

Beta á lítið rafmagns orgel sem var kynnt fyrir tónlistarmanninum Sebastian, ekki alls fyrir löngu. Hann leikur á þetta non stop núna. Inni eldhúsi, inní stofu, Ofan á pabba sínum.

Svo á hann það til að spila samtímis á orgelið og munnhörpuna hennar Betu.

Nýr Jójó in da makin? 

ff

 

 

 

 

 

hh


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband