Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
12.6.2010 | 15:21
Fyrsti hringur núllaður og gildir ekki!!!!!!!!!
HAHAHAHAHAHA
Fyrsti hringurinn blásinn af og bara núllaður! Hringurinn sem við fórum í morgun gildir ekki og þessi hressa morgunganga var í raun til einskis.
Ég segi nú bara eitt.
Djöfull er ég ógeðslega ánægður að hafa fengið 9 á sjöttu braut! Annars hefði ég verið á killer skori og verið mjög óánægður með þessa ákvörðun.
SNILLD!!!! SK SK SK SK----AAAAAAA---NILD!
Þar sem ég var að láta settið í bílinn áðan, fegin að fá að fara heim þá sá ég Tomma T-Dog labba á fyrsta teig. Hann var að fara byrja hringinn sinn kl 12:10 og ég löngu búinn. Ég hrópaði á eftir honum að skemmta sér vel í þessu viðbjóðslega veðri og ég skildi hugsa til hans þar sem ég lægi í heitu baði og horfði á HM með Tower Zinger í einni og malt í hinni.
Á endanum fór hann bara 2 holur í dag.
Hann hringdi í mig og tilkynnti mér þetta sposkur.
T-Dog hló, svo sannarlega, síðast. Og þ.a.l best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2010 | 14:09
2.stigamótið fyrsti hringur
Vöknuðum kl 5:45, mætt á teig kl 7:30 og stútuðum 18 holum á 4:20! Ekki flókið. Seinni hringnum var svo frestað vegna veðurs sem er vægast sagt viðbjóðslegt.
Ég spilaði hins vegar vel fyrir utan sjöttu braut þar sem ég sló tveim upphafshöggum út fyrir vallarmörk. Fékk 9 högg á brautina en skolla á boltann sem ég lék með.
+9 og +2 á seinni með aðeins einum fugli. Samtals +11 og það ætti að skila mér fyrir miðju eða svo. Sjáum til, það er mjög hátt skor augljóslega útaf þessu aftaka veðri.
Í staðin fyrir að leika tvo hringi í dag þá verður bara einn í dag og tveir á morgun. Eins og staðan er núna. Reyndar er búið að fresta fyrsta hringnum (sem ég er búinn með) um óákveðinn tíma þannig að ég spái því að sá hringur verði kláraður í fyrramálið og á endanum verða bara leiknir tveir hringir samtals.
Sjáum til.
Beta kaddaði fyrir mig og var ómetanlegur stuðningur í þessu veðri. Ég var samt blautur alveg í gegn. Meira að segja með blautar boxer. Ætli ég hafi ekki bara pissað í mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 16:46
Risastóra býflugan
Ég horfði á opnunarleik HM. Hann var fínn. Ég hélt með S-Afríku og öskraði GOOOOOOOOOL þegar fyrsta mark keppninar leit dagsins ljós. Djöfull er maður ennþá spænskur í sér. Þetta er alveg ósjálfrátt, rétt eins og ,,strákurinn" í golfinu.
Mikið djöfull er þetta hljóð sem heyrist frá áhorfendum óþolandi til lengdar. Er fólk virkilega að þeyta lúðrum endalaust eða hvað í helvítinu er þetta?
Mér finnst þetta líkjast einna helst risastórri býflugu.
Ég stofnaði grúppu á Facebook henni til höfuðs.
Sú grúppa heitir ,,What's up with that giant Bee at the World Cup?" og er á neðangreindri slóð.
http://www.facebook.com/#!/group.php?gid=134912663190350&ref=mf
Ekki vera faggi og joinaðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 16:35
Sveifla
Æfði í morgun í sirka 3 tíma því ég var ekki alveg nógu sáttur við sveifluna undanfarið. Það var eitthvað sem var týnt og ég vissi ekki hvað það var. Ég var farinn að feida allt. Púll feida eða bara púlla eða feida. Moþafrigg.
Ég fékk Derrick til að kíkja á mig í 5 mín. Þegar hann horfði á mig þá sló ég náttla ekki feil högg. Óþolandi. Hann bara....,,hvað ertu að bulla" og fór svo.
Hann hafði ekki tíma í meira tékk og ég er enn ekkert sérlega öruggur í sveiflunni núna.
Ég vippaði hins vegar sem vindurinn í morgun og það er jákvætt.
Ég á teig á morgun kl 7:30. Fyrstur í mótinu sem er brilliant. Beta ætlar að cadda báða hringina sem verður ómetanlegt í þessari rigningu og sudda sem er spáð.
Áhugasamir geta fylgst með skorinu á sirka 3-5 holu fresti á golf.is undir mótaskrá/Eimskipsmótaröðin: Fitness Sportmótið og svo ,,núverandi staða".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 07:52
Teiknimyndir
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þróun teiknimynda undanfarin tuttugu ár eða svo. Fyrst voru þetta svo rosalega saklausar og mundane myndir eins og Fred Flinstone, Strumparnir, He-Man og Tommi og Jenni.
en svo sirka árið 97 kom Cow and the chicken.
Þetta var soldið extreme lúkkin og oft súrrealískt. Stakk soldið í stúf við hinar saklausu myndirnar. Mjög kvikar og óhefðbundnar hreyfingar og sagan oft mjög súr og ílla melt.
Ég man eftir að horfa á þetta og hugsa að þetta væri nú alveg á limminu með að vera sýningarhæft.
Svo tek ég eftir því núna þar sem ég horfi á Boomerang stöðina með Sebas að 90% af þessu stöffi er svona súrt. Sögupersónur bregðast oftast við á extreme máta og hlutir þróast út í hið súrrealíska.
Aðrir þættir eru t.d. I am Weasel, 2 stupid dogs og jafnvel Johnny Bravo þó hann hafi nú ávallt verið með saklausu plotti.
Mæli með Cow and the Chicken. Einnig Dexter's Laboratory þó það sé nú ekki svona sjúkt.
Samt, einn svalasti karakter fyrri tíma, og úr þessum saklausu teiknimyndum, er sennilega Foghorn Leghorn (fullt nafn Foghorn J., I say, Foghorn J. Leghorn). Google it.
Bloggar | Breytt 10.6.2010 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 13:31
brandara Ari strikes again
Hvorutveggja dingla og dingla en fá ekki að koma inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2010 | 09:46
Maðurinn sem vildi verða guð
Það er komið nýtt lag frá Krónu. Króna er nýja bandið hans Bigga í Maus. Lagið heitir ,,maðurinn sem vildi verða guð" og er um Gumma í Birginu. Textinn er beinskeittur og þegar lagið var frumflutt á rás 2 um daginn þá hringdi Gummi inn og krafðist að fá að sjá þennan texta.
Þetta er frábært lag. Enn betra að sjálfsögðu eftir að ég fiktaði aðeins í því. Það er soldill ,,Invalid litter Dept" fílingur í þessu. Það lag er með at the drive in og er með svipaða pælingu í öskur kaflanum. Fæ alltaf gæsahúð þegar sá partur kemur. Ég setti því þann part tvisvar inn.
Núna eru komin út þrjú lög með Krónu og ég krefst þess að fá skífu frá þeim á næstunni. Djöfull hlakkar mér/mig/ég til.
Hér er hægt að hlusta á þetta lag
http://rjominn.is/2010/06/01/krona-gefur-ut-lag-um-gu%C3%B0mund-i-byrginu/
En ég mæli nú samt með [SIR Edit] remixinu mínu.
ps þegar ég keypti þetta á tónlist.is þá laumaði ég líka steinda jr laginu í körfuna. Geðveikt fínn gæji eða eitthvað álíka. Það rokkar. Sebas finnst það allavega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 09:27
RIP
Ég gerði þau leiðu mistök að stúta tveim kók glösum upp úr kl 23 OG tapa mjög ílla í Rommí gegn Betu. Þessi leathal blanda af energyskoti plús vonbrigðum skilaði sér í klassískri andvökunótt til sirka 3 eða svo. Mjög pirrandi.
Svo komust við að því að sú sem býr við hliðina á okkur hafði fundið dáinn mann hérna í 100 mtr fjarlægð frá húsinu í morgun.
Ekki veit ég hvað gerðist og engin frétt komin um þetta en mig grunar klíkustríð.
Nei, nei, þetta hverfi er fínt og mjög fjölskylduvænt. Ekki eins og breiðholtið. Ég keyri þar í gegn sirka 10km á klst hraðar að meðaltali en annars staðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 09:20
T-Pain bibar á túrista á einhjóli
Sáum gæja á einhjóli í gærmorgun vera hjólandi meðfram Miklubraut. MEÐ BAKPOKA!!
Bôkað túristi.
Það var brjáluð traffík en það stoppaði ekki T-pain við að flauta á hann og veifa. Mér fannst það vera hið rétta í stöðunni. Ekki Betu.
Maður verður að hafa gaman af þessu.
by the friggin way.....hvur í andskotanum nennir að vega salt á friggin einhjóli svona snemma morguns?
Bloggar | Breytt 9.6.2010 kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010 | 21:51
afsakið, eru þið nokkuð með "murder at 1600?"
Þessi frasi er náttla instant klassík.
"Afsakið, eru þið nokkuð með Murder at 1600" er hið nýja svart.
,,Rólegur T-Pain" fylgir þar fast á hælana.
Mér var bent á þennan sketch eftir að hafa rekið við í autotune á ellefta teignum á gkg í dag. Guðjóni Inga fannst fartið halda tóninum svo fallega í sömu tónhæð að hann minntist á þetta autotune dæmi. Ef fartið hefði verið lag þá væri það í þvílíkri spilun á FM957 þar sem öll lögin þar hafa einmitt farið í gegnum svona autotune treatment.
Needless to say þá var hlegið frá teignum alla leið upp að gríninu þar sem ég þrípúttaði fyrir vikið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar