Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
4.6.2010 | 08:59
nudd
Er búinn að vera í nudd þerapíu undanfarið. Bakið á mér er svo í miklu fokki að ég fæ hausverki og haltra.
Er með massíva hnúta í bakinu sem orsaka verki. Í morgun vaknaði ég t.d. með hausverk en fékk þá höfuðnudd að launum. Sem var gott.
Ætla að prófa að spila 18 holur í dag og sjá hvernig þetta fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 15:28
Pioneer
Það er fróðlegt að skoða feril Bowies. Maður er alltaf að rekast á hluti sem hann gerði sem hefur svo verið apað upp eftir honum sínkt og heilagt af nútíma tónlistarfólki.
Marilyn Manson var náttla bara að gera nákvæmlega það sem Bowie gerði á sínum tíma. Koma fram á ögrandi máta og storka normum samfélagsins. Bowie gerði það með því að vera gay-ish lookin og feminískur en Manson gerði það með þvi að vera djöfullegur og ógnvekjandi.
Ég var að horfa á tónleika upptökur af Ziggy Stardust og maður sér hvernig fólkið er hálf skelkað að sjá þetta frík á sviðinu sem er allt allt öðruvísi en normið. Á þeim tímum var svakalegt að vera svona gay-ish og yfirmáta hneykslanlegt. Núna þætti þetta bara ekkert spes og saklaust.
Annar tíðarandi. Nú á dögum þarf nánast morð í beinni til að hneyksla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 14:41
Mér finnst hann töff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 13:35
David Bowie
Er að lesa ævisögu David Bowie sem heitir Strange Fascinations. Hún er mjög ítarleg og skemmtileg. Hef komist að ýmsu um þennan uppáhalds tónlistarmann.
Af öllu þessu stöffi bítlarnir, stóns, presley eða hvað það heitir þá er Bowie minn maður.
Hann, ásamt Marc Bolan, var upphafsmaður ,,glam rock" stefnunar. Sem var nokkurs konar uppreisn gegn þessum ,,Cock rockers" eins og black sabbath og Led Zeppelin.
Hann vildi komast í burtu frá þessari ,,macho-út með bringuna" senu og storka því með gay-ish, glimmer-legu theatrical show-i.
Það tókst.
Fyrstu fjórar skífurnar hans voru commercial failures en sú fimmta sprengdi allt í loft upp. The rise and fall of Ziggy Stardust and the spiders from mars.
Ótrúlegt að hann hafi getað harkað áfram í gegnum 4 plötur án árangurs og samt fengið að halda áfram. Þetta væri ekki hægt í dag (að undanskildri Dikta kannski). Samt átti hann nú lag hér og þar eins og Space Oddity og changes. En fékk samt mjög lítið rapport fyrir það.
Ziggy opnaði þetta fyrir alvöru og hann fór úr þeirri persónu yfir í Aladdin Sane og fleiri karaktera svo sem The thin white Duke og slíkt.
Er bara kominn á Ziggy plötuna í bókinni sem er sirka árið 1972.
Er með ipoddinn mér við hlið og hlusta á lögin samhliða bókinni þegar minnst er á eitthvað sérstakt í þeim. Eins og að lagið ,,Life on mars" var parodía um ,,My way" með Sinatra.
Þegar hann syngur ,,is there life on maaaaaaaars". Gert viljandi til að líkja eftir ,,I did it myyyyyyyyy way".
Svo í Starman syngur hann ,,there's a staaaaaarmaaan.....". Sama lína og ,,sooooomewhere over the rainbow".
Smá golden insight inn í heim Bowie.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 20:01
Væl
Var ég búinn að segja ykkur hve mikið þessi dagur sökkar! Nei, í ofanálag þá er ég friggin haltur eins og einhver friggin douche(it's a word. Look it up).
Sá ekki tilgang í því að fara á æfingu haltur. Og sé ekki tilgang í því að fara út að æfa stutta spilið núna eins og moþafriggin halt Gimp.
Ég poppaði tveim paratabs við hausverknum og svaf í þrjá tíma í dag. Osom? uuuu Nei. Mun ekki geta sofnað á eftir pottþétt. OG er búinn að drekka euroshopper, malt og kók......Til hamingju Ísland með að ég muni vaka til 4 í nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 15:21
ömurlegt
Ég gleymdi að setja mér eitt markmið í morgun. Að veikjast ekki.
Ég sem sagt fór á þhöfn og þegar ég var einn undir eftir 3 holur byrjaði ég að sjá ílla, dúndrandi hausverkur og ógleði. Mér er tjáð að þetta sé kléssik case of mígreni.
Ég spilaði áfram í viðbjóði og svima í þeirri trú að þetta myndi lagast. Það lagaðist ekki. Ég endaði á því að vera ekkert að telja skorið því þetta var bara rugl. Erfitt að spila golf þegar maður sér takmarkað út frá sér.
Ein verst heppnaðasta golfferð í sögu skandinavíu. Pointless ferð. Viðbjóður. Bless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 07:41
Markmið
Ætla út á Þorlákshöfn í dag. Tek 18 kvikindi þar, vonandi í góðu veðri. Legg af stað sirka 9:30
Markmiðið er að spila á pari með 3 fugla, 29 pútt, 70% hittar brautir og 67% hitt grín.
Eða eitthvað álíka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 23:05
Ný könnun
Ný könnun spyr hvort þú treystir Jóni Gnarr sem borgarstjóra.
Einfalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 13:29
Sebas berst gegn kerfinu
Það eru skólalok á leikskólanum hans Sebas. Mér var sent yfirlit yfir árangur hans og mat á þroska barnsins og slíkt. Mjög fróðlegt.
Ein setning vakti athygli mína.
"Sebastian á erfitt með að fara eftir reglum"
Sem mér finnst soldið kúl.
Hann er rebel. Reglur eru til þess að sveigja þær. Fight the machine!
Svo var líka margt annað eins og ,,Kominn með gott vald á íslenskunni"
og ,,Sebastian hefur gaman af hlutunum, alltaf brosandi og kátur og til í hvað sem er"
Hann er klárlega maður fólksins.
Rebel sem fer ekki eftir reglum en alltaf brosandi og kátur. Uppskrift af leiðtoga!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2010 | 08:37
euroshopper
Þessi þarf eitthvað að fara endurskoða inntöku sína á euroshopper orkudrykkjunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar