Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
5.5.2010 | 09:40
Icelandair Golfers
Mitt næsta fórnarlamb er Akranes. Er að leggja í hann og ætla að smyrja 18 holum undir beltið. Skv yr.no þá ætti ekki að rigna þarna. Ef rignir þá lem ég næsta gæja sem heitir kjell eða Tore andre sem ég sé.
Það borgar sig nefnilega að vera meðlimur í Icelandair golfers því þá spila ég út á skaga fyrir aðeins 1000 kjell alla virka daga frá 8-14.
Frítt á Kiðjabergi og Þorlákshöfn á mánu til fimmtudögum og loks frítt út á Leiru frá föstudegi til sunnudags.
Ferðast ókeypis með settið milli landa, fæ boltakort í básum og svo 2000kr afslátt ef ég kaupi eitthvað í saga boutik eða eitthvað álíka.
Allt þetta á 5900kr á ári.
Núþegar búið að borga sig upp á þessum hringjum út í Þhöfn.
ójá, ef einhver er að velta því fyrir sér þá reddaði ég mér svona dæmi til að ferðast ókeypis í gegnum göngin. 0 kall þar, þ.e.a.s. ef ég slepp í gegnum löggæslumyndavélarnar á réttum hraða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 09:34
Along come Polly
Bloggar | Breytt 4.5.2010 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 19:12
Þhöfn
Spilaði í Þhöfn í góðu veðri. Slatta vindur en það er skemmtilegt. Ég skoraði hann á +5 frá hvítum, með bara 1 fugl og 32 pútt. 4 skollar, einn dobbúll og 12 pör.
Var ekkert sérstaklega að hitta grínin og náði því að æfa vippin vel. Fann framför þar og tel mig vera að ná smá tötcszhi.
Ekkert markvert gerðist svo sem nema að ég hlustaði á Lenny Kravitz á bakaleiðinni. Mæli með Sugar,sister og heaven help á are u gonna go my way skífunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 16:47
Niðurstöður
Jæja þá er ekki eftir neinu að bíða...........bíðum samt aðeins.........
Í þessu stóra LU/UN máli urðu niðurstöður þannig að sigurvegarinn er með 715 númeraplötur í umferð en taparinn bara 686.
Og munið að meðaltalið er 691 þannig að einn er umtalsvert oftar en normið en hinn pínu sjaldgæfari en normið.
Mér til mikillar gleði og ómældrar ánægju þá er það UN sem er algengari en LU!
Ég verð nefnilega alltaf svo glaður fyrir hönd annara sjáðu. Það er oft þannig að ég vil ekkert vinna því gleði annara er mér mikilvægari.
Jú jú, þannig rúlla ég bara.
I wish
En án djóks þá er mjög fyndið að sjá að LU er actally sjaldgæfari en aðrar plötur! Sem mér finnt ridikjúlúslí vírd. Hefði geta svarið að fangarnir á Litla Hrauni ætu Prins LU kex í öll mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2010 | 08:51
Ingvar E
Erum við að tala um að Ingvar E sé ofmetnasti leikari vestur hjara veraldar eða!
Þessi gæji getur ekki leikið for shit. Hann kann bara eina rullu og hún er þessi búralegi vírd náungi sem er ekki góður í samskiptum.
Erum að horfa á Fangavaktina og þessi Viggó er svo vandræðalegur að ég bara á ekki orð.
horfðum á fjórða þátt þegar Daniel gengur á hann inn í klefanum hans Viggós. Þessi sena er bara hands down það lélegasta sem íslenskt sjónvarp hefur boðið landsmönnum.
Þetta er svo vandræðaleg sena að það nær ekki nokkri átt.
Og ekki láta mig byrja á honum Daniel. Veit ekkert hvað þessi leikari heitir og vil ekki vita það. Myndi reyndar segja að hann væri sá slakasti og Ingvar E í öðru sæti.
Eigum við virkilega ekki einhverja góða leikara?
Ég bara á ekki orð. Fyrir utan ofangreind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2010 | 08:30
Þhöfn
Ætla út á Þhöfn í dag og hendi þar 18 holum undir beltið eða svo. Það spáir fínu veðri og ekkert annað svo sem að gera.
Stefni á par vallar, 3 fugla og eigi fleiri en 31 pútt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 08:24
Nýr og betri hlaupastíll
Þú ert japönsk, þú ert fitt. Þú fílar dans og gengur í rækt. Þetta er náttúrulega bara rakið dæmi. Segir sig bara sjálft að þetta var næsta skrefið.
Það eina sem ég set spurningarmerki við er lagavalið.
EMBED-Weird Girl Dancing on Treadmill - Watch more free videos
Bloggar | Breytt 3.5.2010 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 08:24
Sound tube
Fórum í húsasmiðjuna til að kaupa fægiskóflu. Kom þaðan breyttur maður.
Ég rak augun í eitthvað gult, mjótt og hrufótt. Og það kostaði aðeins 290kr.
Þetta var.......wait for it.............."The Sound tube" sem er með 5 mismunandi tóntegundir. Tóninn hækkar eftir sem þú sveiflar hraðar.
Ég og Sebas vorum að eipshitta yfir þessu.
Ég meira en hann.
Bloggar | Breytt 3.5.2010 kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 16:20
könnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 16:15
Það er komin niðurstaða í LU/UN málið stóra
Ég og Beta erum búin að vera að keppast við að finna sem flestar LU og UN númeraplötur í umferðinni. Ég LU og hún UN.
Þetta byrjaði allt saman þannig að ég hafði orð á því að mér fyndist ég sjá mun fleiri LU númeraplötur en aðrar. Að sjálfsögðu héldu allir að ég væri orðinn geðveikur þmt Beta.
Þannig til að afsanna að LU væri eitthvað algengari en hver önnur númeraplata þá ákvað hún að fylgjast sérstaklega með UN plötum.
Í kjölfarið hófst mikið númeraplatna stríð og á hverjum degi varð einn sigurvegari og hinn tapari.
Svo sem bónus fórum við bæði að taka eftir MJ og ZZ plötum sem er vírd því uppáhalds tónlistarmenn hennar Betu eru einmitt Michael Jackson og ZZ Top.
En án spaugs þá gékk þetta ekki lengur því þetta var farið að skapa stórhættu í umferðinni. Í hvert sinn er við keyrðum framhjá stóru bílaplani eða ef mikil umferð var í gangi þá vorum við of upptekin við að horfa á númeraplöturnar í stað þess að einbeita okkur að akstrinum.
Beta sendi fyrst fyrirspurn á Umferðarstofu um að fá tölfræðilegar staðreyndir um LU/UN/MJ og ZZ. Hún fékk þau svör að slíkar upplýsingar yrðu aðeins keyptar dýrum dómi hjá einhverjum aðilum út í bæ. En ekki bara hent svona yfir alnetið í kæruleysi.
,,Hmmm...neitun" hugsaði ég. Ég ét neitanir í morgunmat.
Ég fór í málið.
Ég ákvað að kveikja á sjarmanum og vörka þessar stelpur á Umfó eins og Íslandsmeistaranum er einum lagið.
Fyrst sendi ég út meil á us@us.is um að ég væri forvitinn um starfsemi Umferðarstofu og hefði velt því lengi fyrir mér hvernig þetta ferli væri. Ferlið að velja bókstafina og slíkt. Ég fékk strax kalt svar tilbaka frá Siggerði í einni setningu um að þetta væri bara slembi valið.
,,Hmmmm....eins og við var að búast" hugsaði ég.
Ég var reiðubúinn fyrir slík svör enda ét ég köld svör í morgunmat.[note to self: svissa yfir í seríós í morgunmat. Það ætti kannski að minnka þennan stöðuga magaverk undanfarið]
Næst sendi ég svo sama meilið, nema aðeins persónulegra, á einstaka starfsmenn umferðarstofunnar og lýsti ennfremur áhuga mínum á þessu ferli.
Ég varð heppinn.
Það beit ein á agnið.
Hún Steinunn var svo indæl að svara mér, og um leið, falla fyrir sérsniðnum sjarma stráksins.
Hún tjáði mér allar staðreyndir málsins og er nú loks kominn botn í þessa LU/UN baráttu sem geisað hefur um viknabil og ekki látið neinn ósnertann.
Það eina sem ég get látið uppi á þessari stundu er að meðaltíðni hvers einstaka stafahóps á skráðum faratækjum í umferðinni í dag er 691.
Verður LU algengari eða verður það UN?
Þar sem ég ætla að pína Betu aðeins með þetta lengur þá kemur svarið hingað inn á morgun?
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar